þriðjudagur, október 10, 2006
Merkilegur dagur í dag.
Já í dag er merkisdagur. Því í dag eiga mínir elskulegir foreldrar brúðkaupsafmæli og það ekkert smátt afmæli heldur 30.ára! Sem samkvæmt mínum upplýsingum er kallað perlubrúðkaup.
Því langar mig að nota tækifærið og óska þeim til hamingju með þennan merkisdag! Þið eruð ÆÐISLEGUSTU foreldrar sem til eru :* Og besta fyrirmynd sem ég get hugsað mér. Elska ykkur meira en orð fá lýst.
Svo er þetta ekki allt. Því það eiga önnur merkishjón brúðkaupsafmæli og það eru sko 50.ára brúðkaupsafmæli. Og er það samkvæmt mínum upplýsingum kallað gullbrúðkaup :) Og er það hvorki meira né minna Vera amma mín og Einar afi! Þau eru líka æðisleg og mér þykir óendanlega vænt um þau! Betri ömmu og afa væri ekki hægt að hugsa sér. Ekki það að ég viti hvort amma mín og afi skoða mikið síðuna mína, en mig langar að segja þeim að ég elska ykkur :*
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli