þriðjudagur, október 31, 2006

Íslenska

Í menntaskóla þegar ég kláraði einhver íslensku áfangann með stakri prýði hélt ég í alvöru að ég væri laus við setningaræði! en nei, ég hefði aðeins átt að pæla í framtíðinni. Núna er ég í háskóla og viti menn góðvinur minn hann Finnur er að babla um setningafræði .... setningaliður, nafliður, sagnliður, setningaskipan, umsögn .... aðalsögn ... lesa lesa lesa ... hjálparsögn, frumlag, sagnasamband og ég veit ekki hvað og HVAÐ!!!!

eins og glögglega kemur í ljós er ég ekki laus við setningafræði, eins og ég taldi mig vera þegar ég kláraði íslenkuáfangann sem innihélt setningafræði í menntó. Lífið er alltaf að koma manni á "óvart" ;) hehe

Engin ummæli: