Það er allt gert til þess að geta bloggað, þannig er það bara. J
Það er allt rólegt í kringum mig þessa dagana, miðað við hvað dagleg rútína var komin á gott skrið.
Ég hef æft fótbolta síðan sautjánhundruð og eitthvað, eða svona næstum því, aldrei hef ég lent þar í stórvægilegum meiðslum, allavega ekki í einhverjum meiðslum sem gera mig svo til farlama. Körfubolti er ekki mín íþrótt, því það var í körfubolta sem ég braut eitthvað bein í líkamanum mínum í fyrsta skiptið og lendi í gifsi í fyrsta sinn sem nota bene er BARA óþægilegt, innilokunarkenndin er að fara með mig. Allavega þá er staðan hjá mér þannig að ég er í göngugifsi og losna við það þann 3.nóvember og er alveg ótrúlega sæt og sexý á fleygi ferð á hækjum. Æðislegt ekki satt? Það versta við þetta allt saman er það að núna fer formið sem ég var komin í fyrir lítið! Ég var alveg að verða sátt við þolið og var á blússandi ferð á námskeiðinu hjá Árna og Helgu Salóme, sem ég náði ekki að klára og framhaldsnámskeið að fara að byrja! Andskotinn. Ég reyni bara á meðan ég kemst ekki í íþróttahúsið að vera dugleg að gera þær æfingar sem ég get og henda mér í trimmform hjá henni Möggu Lilju frænku, svo þann 4.nóvember verður farið í íþróttahúsið J Það er eins gott að krakkarnir í grunnskólanum unnu þessa blessuðu árshátíð sem ég og hinir kennararnir í grunnskólanum vorum að æfa þau fyrir. Allavega fórnaði ég miklu fyrir þau ;)
Sjáið mig fyrir ykkur, að vera kyrr með tærnar uppí loftið og að gera lítið sem ekki neitt. Ég er búin að sjá það að þegar ég er komin á gott skrið með nóg af verkefnum þá gerist alltaf eitthvað hjá mér sem dregur úr getu minni að vinna þau verkefni. Það er passað að ég ofgeri mér ekki ;)
Mig hefur svo oft langað til þess að blogga en ekki getað það vegna einhvers tæknilegs drasls og þar að leiðandi ég hef gleymt helmingnum! Æði.
Helgin var æðisleg hjá mér. Elskhuginn kom heim í helgarfrí, ótrúlegt en satt og því fór helgin að mestu í það að umgangast hann, þessa elsku. Auk þess var ég að umgangast Veru krúttilíus og Bertu sætabrauð :) Að eiga góða að er toppurinn. Þannig er það bara.
Ég var að tala við góðvinkonu mína hana Karitas þar sem hún bauð mér til sín í hádeginu. Mér blöskraði hreint og beint alveg hrikalega þegar ég fékk að heyra þá meðferð sem meistaraflokkur kvenna er að verða fyrir! Æfingarnar eru hrikalegar, á sunnudögum og mánudögum, það á svo sannarlega að gefa þessu tíma. Það er engin þjálfari kominn, bara svona afleysinga þjálfari. Meistaraflokkur karla er með tvo þjálfara, eða einn og hálfan eða what ever. Það er víst verið að vinna í því að fá sjúkraþjálfara til liðs við liðið og eikkað ... Það er allt gott og blessað að það á að byggja karla liðið upp en kommon, ef það þarf að byggja einhvern flokk upp þá er það kvennaflokkinn. Ég gæti talað í endalausa hringi, en ég kemst alltaf að þeirri niðurstöðu að ég hef ekki áhuga að fara að æfa þegar staðan er svona, þó svo að ég var eiginlega komin með þá niðurstöðu að fara að drífa mig í takkaskóna. Kannski ykkur finnist það vera uppgjöf hjá mér eða diss en svo er ekki. Ef það á að byggja eitthvað upp þá þarf það að vera aðlagandi, getum við ekki verið sammála um það? Kannski ég bara gerist talsmaður meistaraflokks kvenna og fari að lesa yfir þessari stjórn BÍ eða hver svo sem það er sem stjórnar þessu öllu saman. Ha... ;)
Just so you know þá er ég ekki að skrifa þetta til þess að reita einn né neinn til reiði, ég er bara að vekja athygli á því að það má virkja alla flokka og svona, jafnrétti á þessum bænum.
Hafið þið pælt í því hvað lífið getur breyst einn, tveir og þrír? Það þarf ekki margar ákvarðanir og gjörðir sem marka líf manns til eilífðar. Sumar ákvarðanir eru góðar og léttar aðrar eru slæmar eða erfiðar en alltaf nær maður einhvernvegin að sætta sig við þær ákvarðarnir sem maður tekur og/eða eru teknar fyrir mann. Þetta eru vangaveltur ...
Ég vona að ég geti látið í mér heyra sem fyrst en á meðan þá vitið þið að ég elska mig og ykkur. Munið, maður á að elska sjálfan sig númer 1,2 og 3!
þriðjudagur, október 17, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli