sunnudagur, desember 10, 2006
Að vera mamma
Þegar maður er orðin mamma þá vantar ekki myndarskapinn í mann! Þetta hef ég verið að gera síðan ég frétti að ég væri að verða mamma ... byrjaði á því að búa til teppi, bjó svo til tösku, lopapeysu, sokka, saumaði út milliverk í sængurver (tvö og er að vinna í því þriðja) svo var saumað svona "klukkustrengi" sem eru inn rammaðir. Ég kalla þetta dugnað og tákn um mikinn tíma til dundurs ... ég kalla þetta ekki merki um það að maður sé að verða eitthvað sorglegur! Ég er stolt af þessu, enda er ég mamma. Það er afsökun ;) Svo btw þá er maður ekki mamma nema að geta gert eitthvað í höndum f. barnið sitt, það er nokkuð rökrétt ;)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli