föstudagur, desember 01, 2006

Dagur Rauðanefsins

Brostu
ertu óttalega stúrinn?
ertu gegnsýrður af sorg og sút?
ertu lítill fýlusgrágur
sem þorir varla út - með mallakút í hnút
situr aleinn útí horni
og ygglir þig - ef aðrir skemmta sér
viltu kafna úr eigin fýlu?
- samer mér!
en þú veist fullvel
þú verður að hrista þetta af þér

það sakar ekki
Það skaðar ekki

skelfing ertu alltaf neikvæð
ósköp ertu eitthvað þurr og þver
lítil úrill fýlustelpasem iðulega er - með allt á hornum sér
situr alein útí horni
sannfærð um að allt sé illa meint
góða hættu þessu væli
alltaf hreint
og vittu til
það er aldrei of seint

brostu - í fréttasetti (Páll Magnússon)
brostu - á harðaspretti (Magnús Scheving)
brostu - úr ræðustóli (Steingrímur J. Sigfússon)
brostu - á mótorhljóli (Siv Friðleifsdóttir)
brostu - í gegnum tárin (Unnur Birna)
brostu - í bissnissfári (Hannes Smárason)
brostu - í Draumalandi (Andri Snær)
brostu - í metalbandi (Magni)
brostu - það er gott að gefa (Karl Sigurbjörnsson)
brostu - fram í fulla hnefa (Bubbi)

Engin ummæli: