Núna þegar maður er búin í þessu eina prófi og búin að skila öllum verkefnum þá er ekkert nema jóla jóla sem kemst uppí hugann á manni! :)
Dagurinn var notaður í að gera jólahreingerninguna hér heima ásamt því að henda nokkrum seríum og jólaljósum upp, æðsilegt alveg! Svo er það bara að baka, skrifa jólakortin, kaupa gjafirnar og senda, þá er allt bara tilbúið.
Þar sem jólin nálgast óðfluga nú sem og afmælið mitt ... yeah !! Í tilefni af því kemur smá óskalisti ...
*Föt ... buxur, peysa, bolur, skór, nærföt ...allt sem tengist fötum
*Kápa ... aji, það flokkast undir föt
*Glingur og glans ... ég elska skraut, eyrnalokka, hálsmen og armbönd ("Geðveik með glimmer")
*Snyrtidót ... stelpur elska svoleiðis!
*Tónlist ... eruð þið að ná því hvað það er mikið um góða tónlist að koma út?
*Utanáliggjandiharðurdiskur :)
*Dót til heimilisins ... þar sem maður fer að verða stór, þá er gott að eiga eitthvað svoleiðis dót ;)
Aji ... mér er alveg sama hvað ég fæ, það er hugurinn sem gildir. Það myndir nægja mér að fá kort eða sms að fólk myndi muna eftir afmælinu mínu til dæmis, það vill oft gerast! Það er alveg satt, en ég grenja það ekki!
Þessa dagana er ég samt bara að trúa á Guð og lukkuna um að ég hafi náð blessaða prófinu í gær, það væri samt svolítið lame að falla á fyrsta háskólaprófinu ;) eða er það ekki?
fimmtudagur, desember 07, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli