sunnudagur, nóvember 19, 2006

Breytingar

Vá ... tímarnir breytast!
Ég var að enda við að horfa á þátt sem Ómar Ragnarsson tók upp hérna í Víkinni fyrir MÖRGUM árum. Við erum að tala um að þarna var Bæring frændi bara stráklingur, það var tekið viðtal við langaafa Arndísar (s.s. afa Finnboga pabba Arndísar), mömmu Kristnýjar á Sólbaðsstofunni, Pálmi Gestsson var ekki orðinn frægur leikari heldur bara áhuga leikari sem stundaði nám við smíði, Kristinn H. Gunnarsson þingmaður var fótboltaþjálfari og tók þátt í uppsetningu á einhverju leikriti, afi hennar Karitasar var á fullu að beita, Gunnar Halls. var að vinna í Vélsmiðjunni og það var ekki komið litasjónvarp, ég gæti alveg haldið áfram að telja fullt af hlutum upp! Magnað. Það sem sló mig svo og ég eiginlega sé eftir, þó svo að ég hafi ekkert verið uppi á þessum tíma er lífið sem var í bænum á þessum tíma! Vá ... það var sko líf og fjör. Sviðið í félagsheimilinu var ekki við það að hrynja, maður fékk sýn á lífið í sjávarplásinu, líf og fjör á bryggjunni, líf og fjör í félagslífinu og ég veit ekki hvað og hvað.
Þegar þátturinn var búinn þá spurði ég pabba í sakleysi mínu: "Pabbi, dó allt hérna, eða þú veist ... þegar E.G. fór á hausinn? Ég meina ... þarna í þessari Bolungarvík í fortíðinni var líf og fjör og allir bara til í geimið" þá sagði pabbi: "Athugaðu það að á þessum tíma var sjónvarpið bara á í x marga tíma á sólahring og frí á fimmtudögum. Fólk varð að gera eitthvað. Núna eru allir bara svo uppteknir af tölvum og sjónvarpinu! Það fer ekkert út að blanda geði við aðra því það þarf þess ekkert út af skype, msn dótinu og því öllu." Vá .. pabbi hitti naglann á höfuðið.
Hugsið ykkur hvað tímarnir hafa breyst!!

Engin ummæli: