... ákvað ég að tjá mig hérna, þó svo að ég hafi ekki frá miklu að segja. Ég er í skólanum og fyrirlesturinn sem ég "er" að hlusta á er ekki alveg að gera sig ... ekki beint spennandi. Nú jæja!
Þar sem ég er laus við gifsið er lífið farið að ganga sinn vanagang, eins og það gekk áður en ég varð klaufi og braut mig! Ég er farin að kenna aftur og mikið er það skemmtilegt að hitta þessa snillinga, krakkana sem ég er að kenna. Þeim fannst alveg svakalega gaman að fá mig, þau sögðu mér það allavega. Svo fékk kerlan klapp á kennarastofunni vegna þess að vera mætt aftur á svæðið:) ekki slæmt! :) Lífið er sem sagt að fara að smella aftur í fastar skorður, kenna, læra, dóttirin, þrífa, ræktin og kærastinn :) Ég er svo heppinn að kærastinn ákvað loksins að skella sér heim í fæðingarorlof, vei :)
Það fer að styttast í Reykjarvíkurferðina! Vá ... ég er farin að hlakka til að komast suður og hitta fólkið mitt þar, vini og vandamenn :) Við, skötuhjúin plús afkvæmið, munum fara akandi á fmmtudaginn, ef guð og lukkan lofar, heimferð verður svo á sunnudaginn. Ég á enn eftir að þrengja kjólinn sem ég ætla að klæðast ... koma svo Guðbjörg!!
Ég þoli ekki þegar maður fær eitthvað skemmtileg tækifæri og maður þarf að velja á milli þess að henda öllu í kæruleysi og láta sig gossa .... eða bara vera ábyrg og halda afur af sér! Ég þoli ekki að þurfa að velja!!
þriðjudagur, nóvember 07, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli