... ég hef verið að pæla í öllum vinunum og kunningjunum sem ég á, ég get ekki hvartað, ég á fullt af þessu :)
En ég hef ekki og er ekki í eins góðu sambandi við suma vini mína sem ég mundi helst vilja, sambandið á milli mín og vinarins breyst, vinurinn flutt, vinurinn ekki í skólanum og svo framvegis og svo framvegis. Þetta er eitt af því versta að verða fullorðin, eða eldast, það er það að missa besta samband sem maður getur haft við nokkurn mann þ.a.e.s. vini sína, ég er bara nokkuð mikið hrædd við þetta.Það er eins og maður fjarlægist vinina, svo eins og svo oft er sagt þegar maður segir einhverjum upp "við höfum þroskast í sitt hvora áttina" ... Mér finnst þetta allt svo erfitt. Ég var að tala við gáfuðustu konu heims um daginn, hana mömmu mína, hún sagði að ég þyrfti ekkert að óttast, þó svo að maður tali ekki við vini sína á hverjum degi eða hvað þá eru þeir alltaf, vonandi, vinir manns og það er og verður alltaf skemmtilegt að hitta þá aftur eftir einhvern tíma og tala um daginn og veginn. Ég er víst að reyna að segja það, vinir mínir, ég þarf að hitta ykkur, tala og vera meira með ykkur. Fyrirgefðu ef ég hef verið sem olli "sambandsslitunum" ;)
Ég hef það ansi gott í þessum töluðu orðum, ligg uppí rúmi, með tölvuna í fanginu jebb.... þráðlausanetið komið í gangið :þ mikill munur...
Ég er á námskeiði, fyrsti tíminn var í dag, ég ætla að reyna að sigrast á hræðslu minni á því að koma fram, já, meira að segja ég verð hrædd eða stressuð að koma fram. Svo þarf ég alveg örugglega að bæta og laga eitt og annað þegar ég kem fram. Það er JC á vestfjörðum og NMÍ eða MÍ sem standa fyrir þessu námskeiði. Flott framtak ;)
Vinir mínir ... I miss you :*
mánudagur, október 25, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli