Sælir ... sælar :)
Ég er búin að vera velta fyrir mér undanfarna daga, eða allavega síðan á föstudaginn þegar ég fór á flugvöllinn fyrir hann pabba að ná í pakka fyrir hann, því eins og allir aðrir karlmenn þá er veiðimannseðlið aðeins yfir eðlilegum mörkum hjá honum karlinum. Það er samt ágæt, einn besti matur sem ég fæ ér villibráð, þannig það er ekki amarlegt að eiga pabba sem veiðir villibráðina sjálfur og eldar hana líka og svona líka ÆÐISLEGA!!!
En þetta er ekki það sem ég er búin að vera velta mer uppúr, ég er búin að vera velta fyrir mér hvaða staðir í heiminum sýna hvað mestu tilfinningar. Þá meina ég eins og flugvellir, þar eru oft margar tilfinningar sýnilegar, eins og t.d. á föstudaginn, þá var maður að ná í fjölskylduna sína á völlinn (konu og börn), svo var par að kveðjast, þar komu tár. Þetta er auðvitað bara dæmi, svo getur einhver verið pirraður að leiðinlega frænkan sé að koma í heimsókn, svo er einhver leiður eða nennir ekki að fara á viðskiptaráðstefnuna í Boston eða eikkað álíka ;) eins er með lestarstöðvar, rútustöðvar og hafnir.
Svo eru það sjúkrahúsin, ég held að þau séu sigurvegararnir í þessari pælingu. Þar fögnum við lífi, þar sygjum við líf, þar getum við verið leið, reið, æst, grátið, verið spennt og ég veit ekki hvað og hvað. Það eru svo margar tilfinningar sem geta komið í ljós... Þannig sjúkrahúsin eru í fyrsta sæti. sammála?
Ég var að selja gömlu tölvuna mína í gær, nokkuð sátt við það að vera búin að selja hana í staðin fyrir það að láta hana kerlinguna í geymslu, en það er orðið ansi tómlegt á skrifborðinu mínu, það lá við að ég saknaði þess að hafa ekki tölvuna þarna á horninu á skrifborðinu mínuÞá fór ég að pæla í einu, söknuði, það er ein sú sárasta tilfinning sem maður getur fundið fyrir, það er mín niðurstaða. Mest alla ævi mína þá hef ég verið að sakna einhverja... Ég þakka því Guði fyrir það að hafa látið einhvern sniðugan finna upp myndir og myndavélar, því í gær kvöldi, þegar saknaðarandinn kom yfir mig þá, eins og alltaf, skoðaði ég myndir, sem er hin mesta skemmtun :) hehe...
Alalvega þá er ég búin að tæma hugan, eins og er ;)
þriðjudagur, október 12, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli