... það eru svo margar tilfinningar og hugsanir sem brjótast um hjarta mitt, huga minn og sál mína þessa dagana, þá sérstaklega daginn í dag. Það vita víst flestir hvað ég á við en fyrir þá sem ekki eru alveg að kveikja þá er frétt um þetta á BB.is , mér finnst þetta hreint út sagt hræðilegt og hundleiðinlegt að þetta hafi þurft að fara svona. Þessar tímabundnu frávísanir úr skóla er ekki eina refsingin get ég sagt ykkur, þetta er rétt að byrja ef svo má segja ... þetta mun falla eins og sprengja!
Ég get ekki gert neitt, ég get ekkert sagt ég get ekkert... ég get varla skrifað inná þetta blogg, mér líður allavega hræðilega.
mánudagur, október 04, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli