... til þess að skrifa um, en það er ekki að ganga. ég veit bara ekki hvaða vangaveltu ég á að stimpla hérna inn. En hvað um það, ég skal reyna að hafa þetta skemmtilega, þó ekki drepfyndna lesningu.
Ég fór til læknis í gær, sem er ekki frásögu færandi. Babblaði eikkað við lækninn og lét hann káfa svoldið á mér ;) nú þar sem sársaukinn var mestur, læknirinn verður að fá að vita það. jæja, hann taldi þörf á því að senda mig í röntgen myndatöku, sem ég taldi fínt, þá kannski loksins mundum við sjá hvað er í raun og veru að mér. Ég lá í um 40 mínútur undir röntgen myndavélinni, og það voru teknnar svona 100 myndir, ég er ekki að grínast, jú kannski eitthvað smá. En allavega ég lá þarna á nærbuxunum einum klæða undir teppi og kerlingin að taka myndir stilla myndavélina og allt hvað eina, þá fattaði ég eitt, Rósa Frænka er þessa vikuna í heimsókn og ég eins og flestar stúlkur notast við rósufrænkutappa ;) Þá fór ég að hafa áhyggjur að því að hann myndi sjást á myndunum!! Ég fór í kerfi, því ég var beðin um að taka armbandið af mér og svona, svo það mundi ekki rugla lækninn í ríminu þegar hann færi að skoða myndirnar, þá hlýtur það að vera að tappinn gæti líka ruglað hann eikkað. Ég var farin að sjá það fyrir mér að hann færi að hafa einhverjar áhuggjur að því hvað væri að vaxta þarna inní mér, og þá þyrfti ég að segja :"Ég er á þessu mánaðalega". Það væri ekki alveg að gera sig, sérstaklega ekki fyrir mig. Því mér finnst MJÖG erfitt að þurfa að segja fólki eitthvað svona persónulegt, því er um að gera að segja frá þessu hérna á netinu!! You go girl... en svo ég klári söguna, þá þurfit ég ekkert að hafa áhyggjur af þessu, tappinn sást ekkert, þannig það var allt í gúddí. Ég upplifði ekki þetta vandræðislega augnablik sem ég var búin að sjá fyrir mér! hjúk...
Jæja, Það er margt um að ske núna, leynivinaleikur og myndataka af nemendum í næstuviku og svo ball á Suðureyri á laugardaginn, Trallið eins og það er kallað, örugglega fínt og skemmtilegt ball.
En allavega, minn stóri ljóti magi er farinn að kalla á mat... ég þarf að fara að sinna þörfum hans og mínum þörfum um meiri menntun. :)
föstudagur, október 22, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli