fimmtudagur, október 07, 2004

Það er nú meiri blíðan...

... eða hvað? jú það er blíða úti en það er ansi kalt :-/ je minn, já það er kalt, ég sem ætlaði ekki að hleypa vetrinum strax heim til mín! Jæja maður fær ekki að ráða þessu eins og svo mörgu öðru.

Það er mikið um að ske hjá mér hvað námið varðar, mikið að gera ... ég er víst að fara í próf í eðlis- og efnafræði á mánudaginn og verð að vinna alla helgina, þannig það er ágætt fyrir manneskju eins og mig, sem kann ekki alveg á þetta, að fara að byrja að læra ;)

ég fór á Dáleiðarann í gær... vá... það var kreisí, ég var víst mjög móttökuleg fyrir þessari vitleysu *helv... djö...* og var því dáleidd, ásamt Ásgeiri og Ársæli, það var allt í lagi, fyndin videoin sem Kristín Ólafs.tók, ég hendi kannski þessum 6 myndum inná vefinn við tækifæri :þ Mér fannst samt sorglegt hvað fáir mættu, talan náði ekki uppí 20, án gríns!!! en jæja... það var samt gaman.

Svo er það bara að skipuleggja og finna eikkað nýtt til þess að gera mér og öðrum nemendum MÍ til skemmtunar, þetta er mikil áskorun fyrir okkur í stjórninni.... :) Ég elska áskoranir.

En læradómurinn bíður, eðlis- og efnafræðin ásamt sálfræðinni og Sölku Völku... skemmtilegt framundan??


Engin ummæli: