fimmtudagur, október 14, 2004

Það má barasta ekki snjóa því þá fer......

.....það er kolniðamyrkur úti! júh, það er svo sem venjulegt ef tilit er tekið til þess að það er nótt. Een það er skvo svarta myrkur úti! Afhverju? ég skal nú segja ykkur það :) Það er rafmagnslaust hérna á Ísafirði. Veit ekki hvort það sé rafmagnslaust heima *ef það samt, allt best í víkinni ;) hehe* Svo eruð þið eflaust að velta því fyrir ykkur hvernig ég get verið að blogga þegar ég segi að það sé rafmagnslaust. *þekki ykkur svo vel ;) hehe* Það er svona vararafmagnsgeymir eða hvað sem þið viljið kalla það á sjúkrahúsinu, svo sniðugt :) Verð samt að viðurkenna það að mér krossbrá þegar rafmagnið fór. Fór nebblega af í smá stund hérna líka, geymirinn fór nebblega ekki alveg strax af stað. Þetta var eitthvað sem ég bjóst ekki við að myndi koma fyrir.
Og í þessum töluðum (skrifuðum) orðum kemur rafmagnið aftur á :-D

Er ekki búin að blogga lengi, ekki almennilega. Veit eiginlega ekki af hverju. Örugglega bara leti. Tek mig á bráðlega..........vonandi.....

Langar að nota tækifærið og óska Nonna frænda og Guðnýju til hamingju að verða orðin afi&amma og langar líka að óska Ingunni og Gumma innilega til hamingju með litlu stúlkuna sem fæddist í gær :-D

Ætli það sé ekki bara líka skortur á orðum....

hef þetta ekki lengra í bili.....

--{-@ *Baci* @-}--

Engin ummæli: