... eftirmálar óvissuferðarinnar eru alveg eins og við mátti búast. Margir ef ekki flestir sem voru í óvissuferðinni reknir tímabundið, ég veit ekki alveg hvort ég eigi að vorkenna þeim eða ekki, efast samt um að ég geti það, ég meina þetta var þeirra val og þeirra ákvörðun, það vissu allir að þetta mætti ekki og mundi ekki vera liðið. þannig þeim að kenna. En annars er ekkert gaman að tjá sig um þetta...
Mér persónulega fannst þetta fín ferð, svei mér þá. Ég veit að hún nær ekki að vera með tærnar þar sem aðrar ferðir hafa hælana en allavega þá var hún fín.
Það er byrjað að snjóa og kominn snjór í fjöllinn, maganað, veturinn að banka á dyr en ég nenni ekki að opna fyrir honum strax.
Ég hvet alla til þess að horfa á Sjálfstætt fólk í kvöld, þá ættu flestir að sjá hvað þeir hafa það gott. Jón Ársæll er að fara að tala við unga stelpu sem er einu árinu yngri en ég og heitir Freyja Haraldsdóttir, við erum nú eitthvað skyldar. ég man nú ekki alveg hvernig, skammast mín nú fyrir það, eg man ekki hvort það sé í gegnum ömmu mína Guggu eða afa minn Gunnar. Hún er algjör hetja að mínu mati!! Ef ég myndi velja hetju ársins þá mundi ég velja hana, það er örugglega erfitt og mikil þolraun að lifa hvern einasta dag eins og hún.
En ég verð víst að fara og læra eitthvað fyrir þetta blessaða Sögu próf sem ég er að fara í á morgun. Ég er búin að vera mikil húsmóðir í dag, bakaði skúffuköku sem lukkaðist vel og er núna með eitt stykki kjúkling í ofninum, takk fyrir pent.
En jæja ég þakka fyrir mig, lifið heil
sunnudagur, október 03, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli