... það eru svo blendnar tilfinningar sem bærast um hjarta mitt, huga minn og sál mína þessa dagana þá sérstaklega daginn í dag. Það ættu allir að vita af hverju, til dæmis er frétt um það hér á BB.is , þetta er hræðilegt... ég veit hverjar afleiðingarnar eru af þessu, þær eru ekki bara þessar tímabundnu brottvísanir, það á eftir að koma í ljós hverjar þær eru, það kemur í ljós og mun falla líkt og sprengja á mannskapinn.
Staðan á sálartetrinu mínu er allavega þannig að mig langar mest til þess að skríða inní litla skel og grenja, en það má ekki, ég mun og verð að standa upprétt og ekkert bull.
ég get lítið sagt ég get lítið gert þannig ég get ekki verið að skrifa á þetta blogg, þið vitið allavega að mér líður ömurlega ...
mánudagur, október 04, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli