það er svo mikið að gera, ég ætlaði bara að rita það hérna niður svo einhver geti vorkennt mér, próf á morgun, verkefnaskil, 3 ritgerðir sem bíða mín og ég veit ekki hvað og hvað..
Vá hvað það getur verið erfitt að vera ég ;)
fimmtudagur, október 28, 2004
miðvikudagur, október 27, 2004
Magnað
Ég setti myndina hérna inn að neðan, var ekki alveg búin að skrifa og ýtti auðvitað á enter! en jæja... allvega, sko þau sem eru á myndinni hérna að neðan, er sæta systir mín hún Helga Björg og sæti bróðir hennar Veru, Einar Jón... þau sem sagt þekkjast. Alveg er heimurinn BARA lítill.
Svo sat ég í sakleysi mínu í félagsfræði í dag þegar Kolla (Kolbrún) spurði mig um hana Helgu Björg...
Þetta er einum of mikið á einum degi :) Allir þekkja alla orðið.
óskið mér góðsgengis er að fara að flytja ræðu á JC ræðunámskeiðinu í kvöld, um Skóla sem Hoppukastala ;)
Svo sat ég í sakleysi mínu í félagsfræði í dag þegar Kolla (Kolbrún) spurði mig um hana Helgu Björg...
Þetta er einum of mikið á einum degi :) Allir þekkja alla orðið.
óskið mér góðsgengis er að fara að flytja ræðu á JC ræðunámskeiðinu í kvöld, um Skóla sem Hoppukastala ;)
þriðjudagur, október 26, 2004
mánudagur, október 25, 2004
vinir...
... ég hef verið að pæla í öllum vinunum og kunningjunum sem ég á, ég get ekki hvartað, ég á fullt af þessu :)
En ég hef ekki og er ekki í eins góðu sambandi við suma vini mína sem ég mundi helst vilja, sambandið á milli mín og vinarins breyst, vinurinn flutt, vinurinn ekki í skólanum og svo framvegis og svo framvegis. Þetta er eitt af því versta að verða fullorðin, eða eldast, það er það að missa besta samband sem maður getur haft við nokkurn mann þ.a.e.s. vini sína, ég er bara nokkuð mikið hrædd við þetta.Það er eins og maður fjarlægist vinina, svo eins og svo oft er sagt þegar maður segir einhverjum upp "við höfum þroskast í sitt hvora áttina" ... Mér finnst þetta allt svo erfitt. Ég var að tala við gáfuðustu konu heims um daginn, hana mömmu mína, hún sagði að ég þyrfti ekkert að óttast, þó svo að maður tali ekki við vini sína á hverjum degi eða hvað þá eru þeir alltaf, vonandi, vinir manns og það er og verður alltaf skemmtilegt að hitta þá aftur eftir einhvern tíma og tala um daginn og veginn. Ég er víst að reyna að segja það, vinir mínir, ég þarf að hitta ykkur, tala og vera meira með ykkur. Fyrirgefðu ef ég hef verið sem olli "sambandsslitunum" ;)
Ég hef það ansi gott í þessum töluðu orðum, ligg uppí rúmi, með tölvuna í fanginu jebb.... þráðlausanetið komið í gangið :þ mikill munur...
Ég er á námskeiði, fyrsti tíminn var í dag, ég ætla að reyna að sigrast á hræðslu minni á því að koma fram, já, meira að segja ég verð hrædd eða stressuð að koma fram. Svo þarf ég alveg örugglega að bæta og laga eitt og annað þegar ég kem fram. Það er JC á vestfjörðum og NMÍ eða MÍ sem standa fyrir þessu námskeiði. Flott framtak ;)
Vinir mínir ... I miss you :*
En ég hef ekki og er ekki í eins góðu sambandi við suma vini mína sem ég mundi helst vilja, sambandið á milli mín og vinarins breyst, vinurinn flutt, vinurinn ekki í skólanum og svo framvegis og svo framvegis. Þetta er eitt af því versta að verða fullorðin, eða eldast, það er það að missa besta samband sem maður getur haft við nokkurn mann þ.a.e.s. vini sína, ég er bara nokkuð mikið hrædd við þetta.Það er eins og maður fjarlægist vinina, svo eins og svo oft er sagt þegar maður segir einhverjum upp "við höfum þroskast í sitt hvora áttina" ... Mér finnst þetta allt svo erfitt. Ég var að tala við gáfuðustu konu heims um daginn, hana mömmu mína, hún sagði að ég þyrfti ekkert að óttast, þó svo að maður tali ekki við vini sína á hverjum degi eða hvað þá eru þeir alltaf, vonandi, vinir manns og það er og verður alltaf skemmtilegt að hitta þá aftur eftir einhvern tíma og tala um daginn og veginn. Ég er víst að reyna að segja það, vinir mínir, ég þarf að hitta ykkur, tala og vera meira með ykkur. Fyrirgefðu ef ég hef verið sem olli "sambandsslitunum" ;)
Ég hef það ansi gott í þessum töluðu orðum, ligg uppí rúmi, með tölvuna í fanginu jebb.... þráðlausanetið komið í gangið :þ mikill munur...
Ég er á námskeiði, fyrsti tíminn var í dag, ég ætla að reyna að sigrast á hræðslu minni á því að koma fram, já, meira að segja ég verð hrædd eða stressuð að koma fram. Svo þarf ég alveg örugglega að bæta og laga eitt og annað þegar ég kem fram. Það er JC á vestfjörðum og NMÍ eða MÍ sem standa fyrir þessu námskeiði. Flott framtak ;)
Vinir mínir ... I miss you :*
sunnudagur, október 24, 2004
Ég bara græt......
.....allavega inní mér. Arsenal tapaði á móti Manchester United! :o/ Finnst þetta svoooo sorglegt. Hefði verið leikur nr. 50 sem þeir yrðu ósigraðir :o/ een neeii í staðin eru þeir 49! Sem er reyndar flott, en hitt hefði verið ennþá flottara :) Það versta við þetta var að ég sagði við Ásgeir að mér þætti leiðinlegt fyrir hann að fara og sjá liðið sitt spila og sjá það tapa. Iss! Á nú eftir að fá þetta í bakið seinna meir ;)
Jæja ég ætlaði ekkert að hafa þetta mikið lengra. Er að vinna (eins og þið sjáið ;) ...),búin að koma fólkinu í bólið og vaktin fer alveg að ljúka. Þar með á ég bara eftir að vinna eina kvöldvakt (s.s. á morgun) og svo eina 1/2 morgun vakt á þriðjud. svo skunda ég suður með ma og pa. Síðan er bara Kef.flugvöllur á miðvikudaginn svo verð ég bara í London BEBÍÍÍÍ....!! ;) Allt að gerst, svei mér þá!
Jæja kveð að sinni! og góða nótt ;)
--{-@ *Baci* @-}--
Jæja ég ætlaði ekkert að hafa þetta mikið lengra. Er að vinna (eins og þið sjáið ;) ...),búin að koma fólkinu í bólið og vaktin fer alveg að ljúka. Þar með á ég bara eftir að vinna eina kvöldvakt (s.s. á morgun) og svo eina 1/2 morgun vakt á þriðjud. svo skunda ég suður með ma og pa. Síðan er bara Kef.flugvöllur á miðvikudaginn svo verð ég bara í London BEBÍÍÍÍ....!! ;) Allt að gerst, svei mér þá!
Jæja kveð að sinni! og góða nótt ;)
--{-@ *Baci* @-}--
föstudagur, október 22, 2004
Ég reyni að finna eitthvað...
... til þess að skrifa um, en það er ekki að ganga. ég veit bara ekki hvaða vangaveltu ég á að stimpla hérna inn. En hvað um það, ég skal reyna að hafa þetta skemmtilega, þó ekki drepfyndna lesningu.
Ég fór til læknis í gær, sem er ekki frásögu færandi. Babblaði eikkað við lækninn og lét hann káfa svoldið á mér ;) nú þar sem sársaukinn var mestur, læknirinn verður að fá að vita það. jæja, hann taldi þörf á því að senda mig í röntgen myndatöku, sem ég taldi fínt, þá kannski loksins mundum við sjá hvað er í raun og veru að mér. Ég lá í um 40 mínútur undir röntgen myndavélinni, og það voru teknnar svona 100 myndir, ég er ekki að grínast, jú kannski eitthvað smá. En allavega ég lá þarna á nærbuxunum einum klæða undir teppi og kerlingin að taka myndir stilla myndavélina og allt hvað eina, þá fattaði ég eitt, Rósa Frænka er þessa vikuna í heimsókn og ég eins og flestar stúlkur notast við rósufrænkutappa ;) Þá fór ég að hafa áhyggjur að því að hann myndi sjást á myndunum!! Ég fór í kerfi, því ég var beðin um að taka armbandið af mér og svona, svo það mundi ekki rugla lækninn í ríminu þegar hann færi að skoða myndirnar, þá hlýtur það að vera að tappinn gæti líka ruglað hann eikkað. Ég var farin að sjá það fyrir mér að hann færi að hafa einhverjar áhuggjur að því hvað væri að vaxta þarna inní mér, og þá þyrfti ég að segja :"Ég er á þessu mánaðalega". Það væri ekki alveg að gera sig, sérstaklega ekki fyrir mig. Því mér finnst MJÖG erfitt að þurfa að segja fólki eitthvað svona persónulegt, því er um að gera að segja frá þessu hérna á netinu!! You go girl... en svo ég klári söguna, þá þurfit ég ekkert að hafa áhyggjur af þessu, tappinn sást ekkert, þannig það var allt í gúddí. Ég upplifði ekki þetta vandræðislega augnablik sem ég var búin að sjá fyrir mér! hjúk...
Jæja, Það er margt um að ske núna, leynivinaleikur og myndataka af nemendum í næstuviku og svo ball á Suðureyri á laugardaginn, Trallið eins og það er kallað, örugglega fínt og skemmtilegt ball.
En allavega, minn stóri ljóti magi er farinn að kalla á mat... ég þarf að fara að sinna þörfum hans og mínum þörfum um meiri menntun. :)
Ég fór til læknis í gær, sem er ekki frásögu færandi. Babblaði eikkað við lækninn og lét hann káfa svoldið á mér ;) nú þar sem sársaukinn var mestur, læknirinn verður að fá að vita það. jæja, hann taldi þörf á því að senda mig í röntgen myndatöku, sem ég taldi fínt, þá kannski loksins mundum við sjá hvað er í raun og veru að mér. Ég lá í um 40 mínútur undir röntgen myndavélinni, og það voru teknnar svona 100 myndir, ég er ekki að grínast, jú kannski eitthvað smá. En allavega ég lá þarna á nærbuxunum einum klæða undir teppi og kerlingin að taka myndir stilla myndavélina og allt hvað eina, þá fattaði ég eitt, Rósa Frænka er þessa vikuna í heimsókn og ég eins og flestar stúlkur notast við rósufrænkutappa ;) Þá fór ég að hafa áhyggjur að því að hann myndi sjást á myndunum!! Ég fór í kerfi, því ég var beðin um að taka armbandið af mér og svona, svo það mundi ekki rugla lækninn í ríminu þegar hann færi að skoða myndirnar, þá hlýtur það að vera að tappinn gæti líka ruglað hann eikkað. Ég var farin að sjá það fyrir mér að hann færi að hafa einhverjar áhuggjur að því hvað væri að vaxta þarna inní mér, og þá þyrfti ég að segja :"Ég er á þessu mánaðalega". Það væri ekki alveg að gera sig, sérstaklega ekki fyrir mig. Því mér finnst MJÖG erfitt að þurfa að segja fólki eitthvað svona persónulegt, því er um að gera að segja frá þessu hérna á netinu!! You go girl... en svo ég klári söguna, þá þurfit ég ekkert að hafa áhyggjur af þessu, tappinn sást ekkert, þannig það var allt í gúddí. Ég upplifði ekki þetta vandræðislega augnablik sem ég var búin að sjá fyrir mér! hjúk...
Jæja, Það er margt um að ske núna, leynivinaleikur og myndataka af nemendum í næstuviku og svo ball á Suðureyri á laugardaginn, Trallið eins og það er kallað, örugglega fínt og skemmtilegt ball.
En allavega, minn stóri ljóti magi er farinn að kalla á mat... ég þarf að fara að sinna þörfum hans og mínum þörfum um meiri menntun. :)
þriðjudagur, október 19, 2004
Stálkona...
... Ég er búin að fá það á hreint að eftir þennan vetur þá verð ég stálkona, það er ekkert sem mun buga mig!! Ekkert. Bara að láta ykkur vita ;)
Reykjarvíkurferðin var fín... Hárið var GEGGJAÐ, ég fór á nýju myndina um Bubba hún var fín, ég gerði svo margt sem var skemmtilegt :) Ég komst líka að því hvaðan ég hef erft mjög margt frá systur minni henni Helgu Björg, sem er alveg magnað, fyndið að heyra hana tala þegar við hittumst fyrir sunnan og hugsa, hey ég er líka svona... enda erum við skildar :) víí...
Heimferðin gekk fínt, þrátt fyrir mikinn vind, mikið snjófok og ég veit ekki hvað og hvað. komum heim um kl 23:30 í gærkvöldi. Fínt að koma heim, eða svona svo til.
Ég hef ekki meira að segja í bili, vildi bara láta heyra í mér
Stálkonan hefur sagt sitt...
Reykjarvíkurferðin var fín... Hárið var GEGGJAÐ, ég fór á nýju myndina um Bubba hún var fín, ég gerði svo margt sem var skemmtilegt :) Ég komst líka að því hvaðan ég hef erft mjög margt frá systur minni henni Helgu Björg, sem er alveg magnað, fyndið að heyra hana tala þegar við hittumst fyrir sunnan og hugsa, hey ég er líka svona... enda erum við skildar :) víí...
Heimferðin gekk fínt, þrátt fyrir mikinn vind, mikið snjófok og ég veit ekki hvað og hvað. komum heim um kl 23:30 í gærkvöldi. Fínt að koma heim, eða svona svo til.
Ég hef ekki meira að segja í bili, vildi bara láta heyra í mér
Stálkonan hefur sagt sitt...
sunnudagur, október 17, 2004
Háu hælarnir eru uppfinning konu, sem var kysst á ennið :)
Tja.......svo segir allavega Christopher Morley. Reyndar hafði ég ekki hugmynd og hef reyndar ekki enn þá hugmynd hver kauði er. En ég ákvað að leita á The mighty google.com sem sagði mér að Chrisopher Morley (1890 - 1957) var rithöfundur og blaðamaður í Bandaríkjunum. Þar með hafiði það! Eruð þið ekki fegin að hafa fengið að vita þennan fróðleik svona á sunnudeigi En þá liggur beint við að spurja: "hver fann upp hælana??" Ef þið vitið svarið ekki hika við að segja mér það.... annars ætla ég að kíkja á Vísindavefinn á eftir og ath hvort svarið finnist ekki þar. Allt milli himins og jarðar þar
Minnz fór í brúðkaup í gær. Róbert frændi og Roxanna voru að gifta sig. Æji, þetta var svo sæt. Þó svo að presturinn var frekar illa skiljanlegur. Þetta var Kaþólskur prestur og hann talaði víst ekki íslensku. Heldur kunni bara rulluna utan af. Svoldið skondinn kall hehe....En v áá hvað Roxanna var flott. Æðislegur kjóll sem hún var í. Svo var veisla í slysavarnarheimilinu. Fullt af kökum, vá! ég át á mig gat. Ég sver það! hehe
Dagurinn í dag er búinn að fara í ekki neitt. Ætlaði að vera svo dugleg að taka til inni hjá mér. Finn varla rúmið mitt fyrir fatahrúgum og ryki. Sést ekki beint að þetta sér herbergi hjá kvennmanni :op Enda er mamma byrjuð að íja að því að ég fari nú að taka til, þá veit maður að þetta sé orðið of mikið. Því hún skiptir sér yfirleitt aldrei af herberginu mínu nema það sér orðið virkilega ógeðslegt. Og pælið í því! ég er að "útvarpa" þessu á netinu hversu mikill sóði ég er! How lame am I!!!
Jæja best að hætta þessu áður en ég verð farin að segja of mikið. Má ekki hræða ykkur í burtu hehe
--{-@ *Bacci* @-}--
Minnz fór í brúðkaup í gær. Róbert frændi og Roxanna voru að gifta sig. Æji, þetta var svo sæt. Þó svo að presturinn var frekar illa skiljanlegur. Þetta var Kaþólskur prestur og hann talaði víst ekki íslensku. Heldur kunni bara rulluna utan af. Svoldið skondinn kall hehe....En v áá hvað Roxanna var flott. Æðislegur kjóll sem hún var í. Svo var veisla í slysavarnarheimilinu. Fullt af kökum, vá! ég át á mig gat. Ég sver það! hehe
Dagurinn í dag er búinn að fara í ekki neitt. Ætlaði að vera svo dugleg að taka til inni hjá mér. Finn varla rúmið mitt fyrir fatahrúgum og ryki. Sést ekki beint að þetta sér herbergi hjá kvennmanni :op Enda er mamma byrjuð að íja að því að ég fari nú að taka til, þá veit maður að þetta sé orðið of mikið. Því hún skiptir sér yfirleitt aldrei af herberginu mínu nema það sér orðið virkilega ógeðslegt. Og pælið í því! ég er að "útvarpa" þessu á netinu hversu mikill sóði ég er! How lame am I!!!
Jæja best að hætta þessu áður en ég verð farin að segja of mikið. Má ekki hræða ykkur í burtu hehe
--{-@ *Bacci* @-}--
fimmtudagur, október 14, 2004
Það má barasta ekki snjóa því þá fer......
.....það er kolniðamyrkur úti! júh, það er svo sem venjulegt ef tilit er tekið til þess að það er nótt. Een það er skvo svarta myrkur úti! Afhverju? ég skal nú segja ykkur það :) Það er rafmagnslaust hérna á Ísafirði. Veit ekki hvort það sé rafmagnslaust heima *ef það samt, allt best í víkinni ;) hehe* Svo eruð þið eflaust að velta því fyrir ykkur hvernig ég get verið að blogga þegar ég segi að það sé rafmagnslaust. *þekki ykkur svo vel ;) hehe* Það er svona vararafmagnsgeymir eða hvað sem þið viljið kalla það á sjúkrahúsinu, svo sniðugt :) Verð samt að viðurkenna það að mér krossbrá þegar rafmagnið fór. Fór nebblega af í smá stund hérna líka, geymirinn fór nebblega ekki alveg strax af stað. Þetta var eitthvað sem ég bjóst ekki við að myndi koma fyrir.
Og í þessum töluðum (skrifuðum) orðum kemur rafmagnið aftur á :-D
Er ekki búin að blogga lengi, ekki almennilega. Veit eiginlega ekki af hverju. Örugglega bara leti. Tek mig á bráðlega..........vonandi.....
Langar að nota tækifærið og óska Nonna frænda og Guðnýju til hamingju að verða orðin afi&amma og langar líka að óska Ingunni og Gumma innilega til hamingju með litlu stúlkuna sem fæddist í gær :-D
Ætli það sé ekki bara líka skortur á orðum....
hef þetta ekki lengra í bili.....
--{-@ *Baci* @-}--
Og í þessum töluðum (skrifuðum) orðum kemur rafmagnið aftur á :-D
Er ekki búin að blogga lengi, ekki almennilega. Veit eiginlega ekki af hverju. Örugglega bara leti. Tek mig á bráðlega..........vonandi.....
Langar að nota tækifærið og óska Nonna frænda og Guðnýju til hamingju að verða orðin afi&amma og langar líka að óska Ingunni og Gumma innilega til hamingju með litlu stúlkuna sem fæddist í gær :-D
Ætli það sé ekki bara líka skortur á orðum....
hef þetta ekki lengra í bili.....
--{-@ *Baci* @-}--
miðvikudagur, október 13, 2004
Eikkað klikk í gangi .. !
Já, færslan hér fyrir neðan var ekki alveg að gera sig, ég sem var búin að skrifa niður allar mínar grunnu hugsanir og ég veit ekki hvað og hvað!! en any way...
Ég var að pæla í því hvað ég er þakklát, þá sérstaklega fólkinu sem hjálpar mér að lifa hvern einasta dag af. Ég er umkringd bestustu bestu vinum í heimi og ég hitti alltaf kunningja og skemmtilegt fólk á hverjum degi sem ég hugsa um það sem eftir er af deginum og hlakka til að sjá og hitta það næsta dag. :) ég hlakka allavega til þess að fara í skólann á morgun... Sí jú gæs :)
Haldið þið ekki að stelpan sé bara að fara úr Víkinni í aðra Vík og aðra borg óttans, Reykjarvík, takk fyrir pent :) Það verður haldið af stað í Road trip, við hjónakornin ;) og Jói Frímann *hann er svo æðislegur :)*
Á föstudaginn, ég verð að monta mig smá, þá fer ég á Hárið með Jóa og Gunnari og þið getið ekki ímyndað ykkur hvar við sitjum, ó nei... við sitjum á öðrum bekk (frá sviðinu talið) fyrir miðju, takk fyrir kærlega! Shit... það verður kreisí... ég iða öll, það verður svo gaman...
Svo spila ég náttla stóruhlutverki í lífi Freyju frekju litlu systurdóttur minnar, ég er besta frænkan þannig ég er frænkan sem á að láta allt eftir henni :D víí....
Annars krakkar mínir, þá bið ég að heilsa ykkur... Ég vil líka þakka ykkur fyrir að láta mig hlakka til þess að hitta ykkur á morgun :*
Ég var að pæla í því hvað ég er þakklát, þá sérstaklega fólkinu sem hjálpar mér að lifa hvern einasta dag af. Ég er umkringd bestustu bestu vinum í heimi og ég hitti alltaf kunningja og skemmtilegt fólk á hverjum degi sem ég hugsa um það sem eftir er af deginum og hlakka til að sjá og hitta það næsta dag. :) ég hlakka allavega til þess að fara í skólann á morgun... Sí jú gæs :)
Haldið þið ekki að stelpan sé bara að fara úr Víkinni í aðra Vík og aðra borg óttans, Reykjarvík, takk fyrir pent :) Það verður haldið af stað í Road trip, við hjónakornin ;) og Jói Frímann *hann er svo æðislegur :)*
Á föstudaginn, ég verð að monta mig smá, þá fer ég á Hárið með Jóa og Gunnari og þið getið ekki ímyndað ykkur hvar við sitjum, ó nei... við sitjum á öðrum bekk (frá sviðinu talið) fyrir miðju, takk fyrir kærlega! Shit... það verður kreisí... ég iða öll, það verður svo gaman...
Svo spila ég náttla stóruhlutverki í lífi Freyju frekju litlu systurdóttur minnar, ég er besta frænkan þannig ég er frænkan sem á að láta allt eftir henni :D víí....
Annars krakkar mínir, þá bið ég að heilsa ykkur... Ég vil líka þakka ykkur fyrir að láta mig hlakka til þess að hitta ykkur á morgun :*
þriðjudagur, október 12, 2004
Sælir ... sælar :)
Ég er búin að vera velta fyrir mér undanfarna daga, eða allavega síðan á föstudaginn þegar ég fór á flugvöllinn fyrir hann pabba að ná í pakka fyrir hann, því eins og allir aðrir karlmenn þá er veiðimannseðlið aðeins yfir eðlilegum mörkum hjá honum karlinum. Það er samt ágæt, einn besti matur sem ég fæ ér villibráð, þannig það er ekki amarlegt að eiga pabba sem veiðir villibráðina sjálfur og eldar hana líka og svona líka ÆÐISLEGA!!!
En þetta er ekki það sem ég er búin að vera velta mer uppúr, ég er búin að vera velta fyrir mér hvaða staðir í heiminum sýna hvað mestu tilfinningar. Þá meina ég eins og flugvellir, þar eru oft margar tilfinningar sýnilegar, eins og t.d. á föstudaginn, þá var maður að ná í fjölskylduna sína á völlinn (konu og börn), svo var par að kveðjast, þar komu tár. Þetta er auðvitað bara dæmi, svo getur einhver verið pirraður að leiðinlega frænkan sé að koma í heimsókn, svo er einhver leiður eða nennir ekki að fara á viðskiptaráðstefnuna í Boston eða eikkað álíka ;) eins er með lestarstöðvar, rútustöðvar og hafnir.
Svo eru það sjúkrahúsin, ég held að þau séu sigurvegararnir í þessari pælingu. Þar fögnum við lífi, þar sygjum við líf, þar getum við verið leið, reið, æst, grátið, verið spennt og ég veit ekki hvað og hvað. Það eru svo margar tilfinningar sem geta komið í ljós... Þannig sjúkrahúsin eru í fyrsta sæti. sammála?
Ég var að selja gömlu tölvuna mína í gær, nokkuð sátt við það að vera búin að selja hana í staðin fyrir það að láta hana kerlinguna í geymslu, en það er orðið ansi tómlegt á skrifborðinu mínu, það lá við að ég saknaði þess að hafa ekki tölvuna þarna á horninu á skrifborðinu mínuÞá fór ég að pæla í einu, söknuði, það er ein sú sárasta tilfinning sem maður getur fundið fyrir, það er mín niðurstaða. Mest alla ævi mína þá hef ég verið að sakna einhverja... Ég þakka því Guði fyrir það að hafa látið einhvern sniðugan finna upp myndir og myndavélar, því í gær kvöldi, þegar saknaðarandinn kom yfir mig þá, eins og alltaf, skoðaði ég myndir, sem er hin mesta skemmtun :) hehe...
Alalvega þá er ég búin að tæma hugan, eins og er ;)
Ég er búin að vera velta fyrir mér undanfarna daga, eða allavega síðan á föstudaginn þegar ég fór á flugvöllinn fyrir hann pabba að ná í pakka fyrir hann, því eins og allir aðrir karlmenn þá er veiðimannseðlið aðeins yfir eðlilegum mörkum hjá honum karlinum. Það er samt ágæt, einn besti matur sem ég fæ ér villibráð, þannig það er ekki amarlegt að eiga pabba sem veiðir villibráðina sjálfur og eldar hana líka og svona líka ÆÐISLEGA!!!
En þetta er ekki það sem ég er búin að vera velta mer uppúr, ég er búin að vera velta fyrir mér hvaða staðir í heiminum sýna hvað mestu tilfinningar. Þá meina ég eins og flugvellir, þar eru oft margar tilfinningar sýnilegar, eins og t.d. á föstudaginn, þá var maður að ná í fjölskylduna sína á völlinn (konu og börn), svo var par að kveðjast, þar komu tár. Þetta er auðvitað bara dæmi, svo getur einhver verið pirraður að leiðinlega frænkan sé að koma í heimsókn, svo er einhver leiður eða nennir ekki að fara á viðskiptaráðstefnuna í Boston eða eikkað álíka ;) eins er með lestarstöðvar, rútustöðvar og hafnir.
Svo eru það sjúkrahúsin, ég held að þau séu sigurvegararnir í þessari pælingu. Þar fögnum við lífi, þar sygjum við líf, þar getum við verið leið, reið, æst, grátið, verið spennt og ég veit ekki hvað og hvað. Það eru svo margar tilfinningar sem geta komið í ljós... Þannig sjúkrahúsin eru í fyrsta sæti. sammála?
Ég var að selja gömlu tölvuna mína í gær, nokkuð sátt við það að vera búin að selja hana í staðin fyrir það að láta hana kerlinguna í geymslu, en það er orðið ansi tómlegt á skrifborðinu mínu, það lá við að ég saknaði þess að hafa ekki tölvuna þarna á horninu á skrifborðinu mínuÞá fór ég að pæla í einu, söknuði, það er ein sú sárasta tilfinning sem maður getur fundið fyrir, það er mín niðurstaða. Mest alla ævi mína þá hef ég verið að sakna einhverja... Ég þakka því Guði fyrir það að hafa látið einhvern sniðugan finna upp myndir og myndavélar, því í gær kvöldi, þegar saknaðarandinn kom yfir mig þá, eins og alltaf, skoðaði ég myndir, sem er hin mesta skemmtun :) hehe...
Alalvega þá er ég búin að tæma hugan, eins og er ;)
mánudagur, október 11, 2004
Svona er víst lífið :o/ Christopher Reeve a.k.a. Superman lést í gærkvöldi eins og mörg ykkar hafa eflaust lesið eða heyrt í útvarpi/sjónvarpi. Sorglegt, held nebblega að hann hafi lifað ágætis lífi þrátt fyrir fötlun sína og hann stóð á bak við merkilegum hlutum. Stofnaði sjóð fyrir lamaða/til rannsóknar á lömun, sem hét The Christopher Reeve Paralysis Foundation.
fimmtudagur, október 07, 2004
Það er nú meiri blíðan...
... eða hvað? jú það er blíða úti en það er ansi kalt :-/ je minn, já það er kalt, ég sem ætlaði ekki að hleypa vetrinum strax heim til mín! Jæja maður fær ekki að ráða þessu eins og svo mörgu öðru.
Það er mikið um að ske hjá mér hvað námið varðar, mikið að gera ... ég er víst að fara í próf í eðlis- og efnafræði á mánudaginn og verð að vinna alla helgina, þannig það er ágætt fyrir manneskju eins og mig, sem kann ekki alveg á þetta, að fara að byrja að læra ;)
ég fór á Dáleiðarann í gær... vá... það var kreisí, ég var víst mjög móttökuleg fyrir þessari vitleysu *helv... djö...* og var því dáleidd, ásamt Ásgeiri og Ársæli, það var allt í lagi, fyndin videoin sem Kristín Ólafs.tók, ég hendi kannski þessum 6 myndum inná vefinn við tækifæri :þ Mér fannst samt sorglegt hvað fáir mættu, talan náði ekki uppí 20, án gríns!!! en jæja... það var samt gaman.
Svo er það bara að skipuleggja og finna eikkað nýtt til þess að gera mér og öðrum nemendum MÍ til skemmtunar, þetta er mikil áskorun fyrir okkur í stjórninni.... :) Ég elska áskoranir.
En læradómurinn bíður, eðlis- og efnafræðin ásamt sálfræðinni og Sölku Völku... skemmtilegt framundan??
Það er mikið um að ske hjá mér hvað námið varðar, mikið að gera ... ég er víst að fara í próf í eðlis- og efnafræði á mánudaginn og verð að vinna alla helgina, þannig það er ágætt fyrir manneskju eins og mig, sem kann ekki alveg á þetta, að fara að byrja að læra ;)
ég fór á Dáleiðarann í gær... vá... það var kreisí, ég var víst mjög móttökuleg fyrir þessari vitleysu *helv... djö...* og var því dáleidd, ásamt Ásgeiri og Ársæli, það var allt í lagi, fyndin videoin sem Kristín Ólafs.tók, ég hendi kannski þessum 6 myndum inná vefinn við tækifæri :þ Mér fannst samt sorglegt hvað fáir mættu, talan náði ekki uppí 20, án gríns!!! en jæja... það var samt gaman.
Svo er það bara að skipuleggja og finna eikkað nýtt til þess að gera mér og öðrum nemendum MÍ til skemmtunar, þetta er mikil áskorun fyrir okkur í stjórninni.... :) Ég elska áskoranir.
En læradómurinn bíður, eðlis- og efnafræðin ásamt sálfræðinni og Sölku Völku... skemmtilegt framundan??
mánudagur, október 04, 2004
ég veit ekki hvernig ég á mér að vera....
... það eru svo margar tilfinningar og hugsanir sem brjótast um hjarta mitt, huga minn og sál mína þessa dagana, þá sérstaklega daginn í dag. Það vita víst flestir hvað ég á við en fyrir þá sem ekki eru alveg að kveikja þá er frétt um þetta á BB.is , mér finnst þetta hreint út sagt hræðilegt og hundleiðinlegt að þetta hafi þurft að fara svona. Þessar tímabundnu frávísanir úr skóla er ekki eina refsingin get ég sagt ykkur, þetta er rétt að byrja ef svo má segja ... þetta mun falla eins og sprengja!
Ég get ekki gert neitt, ég get ekkert sagt ég get ekkert... ég get varla skrifað inná þetta blogg, mér líður allavega hræðilega.
Ég get ekki gert neitt, ég get ekkert sagt ég get ekkert... ég get varla skrifað inná þetta blogg, mér líður allavega hræðilega.
ég veit ekki hvernig ég á mér að vera....
... það eru svo blendnar tilfinningar sem bærast um hjarta mitt, huga minn og sál mína þessa dagana þá sérstaklega daginn í dag. Það ættu allir að vita af hverju, til dæmis er frétt um það hér á BB.is , þetta er hræðilegt... ég veit hverjar afleiðingarnar eru af þessu, þær eru ekki bara þessar tímabundnu brottvísanir, það á eftir að koma í ljós hverjar þær eru, það kemur í ljós og mun falla líkt og sprengja á mannskapinn.
Staðan á sálartetrinu mínu er allavega þannig að mig langar mest til þess að skríða inní litla skel og grenja, en það má ekki, ég mun og verð að standa upprétt og ekkert bull.
ég get lítið sagt ég get lítið gert þannig ég get ekki verið að skrifa á þetta blogg, þið vitið allavega að mér líður ömurlega ...
Staðan á sálartetrinu mínu er allavega þannig að mig langar mest til þess að skríða inní litla skel og grenja, en það má ekki, ég mun og verð að standa upprétt og ekkert bull.
ég get lítið sagt ég get lítið gert þannig ég get ekki verið að skrifa á þetta blogg, þið vitið allavega að mér líður ömurlega ...
sunnudagur, október 03, 2004
ja hérna hér....
... eftirmálar óvissuferðarinnar eru alveg eins og við mátti búast. Margir ef ekki flestir sem voru í óvissuferðinni reknir tímabundið, ég veit ekki alveg hvort ég eigi að vorkenna þeim eða ekki, efast samt um að ég geti það, ég meina þetta var þeirra val og þeirra ákvörðun, það vissu allir að þetta mætti ekki og mundi ekki vera liðið. þannig þeim að kenna. En annars er ekkert gaman að tjá sig um þetta...
Mér persónulega fannst þetta fín ferð, svei mér þá. Ég veit að hún nær ekki að vera með tærnar þar sem aðrar ferðir hafa hælana en allavega þá var hún fín.
Það er byrjað að snjóa og kominn snjór í fjöllinn, maganað, veturinn að banka á dyr en ég nenni ekki að opna fyrir honum strax.
Ég hvet alla til þess að horfa á Sjálfstætt fólk í kvöld, þá ættu flestir að sjá hvað þeir hafa það gott. Jón Ársæll er að fara að tala við unga stelpu sem er einu árinu yngri en ég og heitir Freyja Haraldsdóttir, við erum nú eitthvað skyldar. ég man nú ekki alveg hvernig, skammast mín nú fyrir það, eg man ekki hvort það sé í gegnum ömmu mína Guggu eða afa minn Gunnar. Hún er algjör hetja að mínu mati!! Ef ég myndi velja hetju ársins þá mundi ég velja hana, það er örugglega erfitt og mikil þolraun að lifa hvern einasta dag eins og hún.
En ég verð víst að fara og læra eitthvað fyrir þetta blessaða Sögu próf sem ég er að fara í á morgun. Ég er búin að vera mikil húsmóðir í dag, bakaði skúffuköku sem lukkaðist vel og er núna með eitt stykki kjúkling í ofninum, takk fyrir pent.
En jæja ég þakka fyrir mig, lifið heil
Mér persónulega fannst þetta fín ferð, svei mér þá. Ég veit að hún nær ekki að vera með tærnar þar sem aðrar ferðir hafa hælana en allavega þá var hún fín.
Það er byrjað að snjóa og kominn snjór í fjöllinn, maganað, veturinn að banka á dyr en ég nenni ekki að opna fyrir honum strax.
Ég hvet alla til þess að horfa á Sjálfstætt fólk í kvöld, þá ættu flestir að sjá hvað þeir hafa það gott. Jón Ársæll er að fara að tala við unga stelpu sem er einu árinu yngri en ég og heitir Freyja Haraldsdóttir, við erum nú eitthvað skyldar. ég man nú ekki alveg hvernig, skammast mín nú fyrir það, eg man ekki hvort það sé í gegnum ömmu mína Guggu eða afa minn Gunnar. Hún er algjör hetja að mínu mati!! Ef ég myndi velja hetju ársins þá mundi ég velja hana, það er örugglega erfitt og mikil þolraun að lifa hvern einasta dag eins og hún.
En ég verð víst að fara og læra eitthvað fyrir þetta blessaða Sögu próf sem ég er að fara í á morgun. Ég er búin að vera mikil húsmóðir í dag, bakaði skúffuköku sem lukkaðist vel og er núna með eitt stykki kjúkling í ofninum, takk fyrir pent.
En jæja ég þakka fyrir mig, lifið heil
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)