Ég held að ég sé að verða á góðri leið með það að verða aumingji, geri lítið sem ekkert á daginn. Ég er í vinnu og allt það, en málið er að það er engin vinna, lítill fiskur sjáið til. Síðustu tvær vikur hafa verið tveir dagar í viku í frí, vinna 2 -5 tíma á dag og svoleiðis shit. Samt, ef það væri full vinna þá væri ég vælandi. Ég hef samt ekkert efni á því, þar sem ég fer þann 3.mars í 9.mánaða orlof, takk fyrir pent. Það verður eitthvað fyrir mig, hanga heima! En það vill til að barnið litla sem væntanlegt er mun halda kerlingu móður sinni við efnið, vonandi, og ef það verður líkt foreldrum sínum, þá verður það alveg ágætis félagsskapur :)
Ég nenni lítið að tjá mig um þetta DV mál. Nenni ekki að tjá mig um eitthvað svona á netinu, það er ópersónulegt ... mín skoðun. En ég segi samt sem áður það sama og ég sagði hér að neðan að það er löngu tímabært að ritstörf blaðamanna og stjórnenda DV sé endurskoðað, ein lög/reglur (siðareglur) yfir alla fjölmiðla landsins. Mér finnst þetta ekki alveg rétt vinnubrögð ... aftur, mín skoðun. Leiðinlegt að það hafi þurft eitt mannslíf til þess að koma þessari umræðu og þessum aðgerðum á skrið þar sem svona mál hafa oft verið á forsíðu DV. ... enn og aftur, mín skoðun.
Bara til þess að hafa það á hreinu þá veit ég ekkert meira en nokkur annar um þetta mál þó svo að pabbi sé fréttaritari NFS og allt svoleiðis.
Kjallarakeppni á el Kjallaros á morgun !! sí senjor ...
lífið er fínt, flott og æði :)
fimmtudagur, janúar 12, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli