Magnað fyrirbæri hann karl-faðir minn....! :) Hann liggur á fjarstýringunni á sjónvarpinu, sem ku heita Denver, eins og hæna á gull-eggi...! Síðan situr hann í Lazy-boy, hallar sér aftur og segist svo vera að "hlusta" á fréttirnar. Jáh, neih!! ég var skvo ekki fædd í gær. Svo mikið er víst ;) En þetta hef ég fengið að heyra í gegnum ævina. Þegar ég var yngri átti ég voðalega bágt með að skilja þetta. En júh, það sem pabbi segir er náttlega alltaf rétt;) Svo ég sat náttlega bara kjurr eða fór inn í herbergi að leika þar til eitthvað skemmtilegra birtist á skjánum en fréttir. En núh þegar aldurinn hefur færst yfir mig með alla sína visku hefur mér hlotnast sú hæfni að geta dregið fjarstýringuna úr klóm hans, rólega. Stundum rumskar hann ekki, enda vinnandi maður og þreyttur. En í mörgum tilfellum er eins og hann sé með eins konar six-sense þegar kemur að fjarstýringunni og hann rumskar oft...! og þá spyr ég; Hvað er málið með karlmenn og fjarstýringar??
- Veran out! -
Engin ummæli:
Skrifa ummæli