Dagsetning dagsins í dag er 13.01.06 ... sem sagt föstudagurinn þrettándi, dagur hjátrúarinnar. Ég er ekkert svakalega hjártúafull ... en samt. Ég er allavega komin heil heim.
Ég fór í svokallaða mæðravernd (mæðraskoðun) í gær, nota bene þá styttist í erfingjann, ég er gengin rúmar 33vikur og meðganga fyrirbyrja (nýtt orð ;) ) er talað um að sé allt frá 38 vikum til 42 vikna!
Allavega, þá var hjúkkan og læknirinn báðar í fríi or something, þannig það var auðvitað afleysingarlæknir á staðnum, allt í góðu. En það er svo skemmtilegt við lækninn sem leysir af hérna í Boló er yfirleitt sá sami, Hallgrímur, eða Lalli læknir eins og svo margir kalla hann. Allavega þá er kauði góður vinur pabba og maður hefur hitt hann í góðu glensi í mat, á snjósleða og svo margt fleira. allavega, þá sá hann um þessa blessuðu skoðun ... Það er tekinn blóðþrýstingur, vigtað, skoðað bumbuna, ath með hjartslátt barnsins og svo margt fleira ... og já, það er mældur legbotninn! Fyrir þá sem ekki vita þá er það eins konar mæling á stærð legisins og þá hvort barnið dafni ekki alveg eðlilega og svoleiðis eitthvað (eg skil þetta allavega einhvernveginn þannig). Núh, legbotninn er mældur á þann veg að fundinn er botn legisins, sem nota bene er fyrir neðan brjóstin eða einhversstaðar þar (botninn er "efst" því legið vex út eins og þríhyrningur, ekki spyrja mig!! ég geng bara með barnið). þegar botnin er fundinn þá fer el docktor með málband og styður það við lífbeinið og eitt annað fróðleikshorn þá er lífbeinið eiginlega, okei ekkert eiginlega það er á helgasta stað hvers mannsbarns (fyrir þá sem ekki vita þá er helgasti staðurinn að mínu mati, kynfærið ... sum sé pjásan ;) ). allavega þá er legbotninn mældur frá lífbeininu að legbotninum, svo það komist alveg til skila.
Allavega svo ég haldi nú áfram með söguna, þá var Lalli búinn að tjékka á öllu og allt alveg 100% eins og mér einni er lagið ;) en þá átti bara eftir að mæla þennan legbotn, ég sá hann taka upp málbandið og ég hugsa að ég hafi roðnað svoldin slatta og verið hálf vandræðaleg því ég hugsaði um leið og hann tók málbandið upp "greit !!! Vinur pabba og þreyfa á lífbeininu mínu. Eins gott að ég fór í sturtu og sjænaði mig og mitt í gær!". Jæja hann finnu legbotninn og þá er það lífbeinið og hann horfir á mig og segir "við gerum þetta bara svona" og sirkar út hvar þetta blessaða lífbein er. Ég veit ekki hvort hann hafi gert þetta svona í tillitssemi við mig eða sig ... eða þá bara að hans aðferð að mæla lífbeinið sé svona! hann er náttla karlmaður og ætti að vera kunnugur þessu svæði kvennmanna. Right ?!
Ég vona að þið hafið náð samhengi sögu dagsins ;) njótið ... og passið ykkur á þessum föstudegi :)
föstudagur, janúar 13, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli