fimmtudagur, janúar 26, 2006
Gamalt og gott ...
Jæja, í dag er 26. janúar. Eg var að fara í gegnum myndirnar mínar sem ég á inní tölvunni um daginn og fann einmitt þessa þar og fannst við hæfi að henda henni hérna inn. Afi Gunnar hefði átt afmæli á þessum degi hefði hann lifað, til hamingju með það afi minn.
Eins og sést þá var hann alveg óhræddur við að skemmta fólki, ófeiminn kallinn (þá vitið þið hvaðan ég hef það!! ;)). Hvað beljuna varðar sem er við hliðina á honum, bjó hann hana til! Ég veit ekkert afhverju hann tók sig til og bjó til eitt stykki belju. Ég man samt eftir henni á leikskólanum eða grunnskólanum?! man ekki hvort í einhvern tíma. Svo fyrir nokkrum árum þá kom blessunin fram í Lottó auglýsingu í sjónvarpinu, ekki amarlegt það. Sem sagt þessi belja er búsett hjá ríkissjónvarpinu og gerir það gott sem "leikari" ;) það er svo gaman að rifja upp svona gamalt og gott, finnst ykkur ekki ? :)
Hey, hvenar eru maskarnir ?... er það ekki á sama tíma og bollu- sprengju- og hver var hinn dagurinn ? öskudagur ... takk ;)
-guðbjörg kveður- ... að sinni
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli