föstudagur, janúar 27, 2006
EM í handbolta 2006
Ég get ekki sagt annað en það að ég er þó nokkuð sátt við frammistöðu okkar manna, en sem komið er af EM´06. Við tókum Serbana + Svartfjalllendinga á beinið í gær og gerðum jafntefli við Dani nú í kvöld. Ég hefði samt viljað sjá sigur úr þeim leik, danaleiknum, þar sem strákarnir voru að standa sig svo vel, þá sér staklega í fyrrihálfleik! óli Stef. ekki með vegna meiðsla og Guðjón Valur ekkert alltof agresívur eins og í gær (bara með eitt mark!), Snorri St. var samt alveg að standa sig sem og flestir aðrir í liðinu! Bið að heilsa Róberti frænda ef einhver les þetta sem getur skilað kveðju ;) *haha* Ég furða mig samt á því að Óli sé sá eini sem kom meiddur útúr Serba leiknum, þar sem þeir tóku svo hryllilega á okkar mönnum stundum!! agalegt að horfa uppá það, þeir náðu samt allavega að taka Óla greyið úr umferð, í bili, vona samt að hann geti verið með í leikjunum sem eftir er.
Jæja svo þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnin uppmáluð ;)
Ég verð frekar óhress ef við lendum neðar en í 7. sæti á þessu móti!! allt fyrir ofan fimmta sæti er plús, það finnst mér !!!
Nóg af handboltahugleiðingum á þessu blessaða föstudagskvöldi ...
-guðbjörg handboltaspauglerant kveður-
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli