Ein af mínum fallegu systrum á afmæli í dag ... já, ég á endalaust af þessum systkinum ;) Hún bestasta besta Ellý á afmæli í dag. Hún ku vera orðin 26.ára, en er samt svo ung þrátt fyrir háan aldur! DJÓK ... hún er flottust og fínust þessi systir mín :) Til hamingju Ellý :*
Mér finnst svo gaman af svona blogg leikjum ... en í þessum leik þá er komið að ykkur, ykkur sem lesið þessa síðu hjá okur stöllum og viljið taka þátt .... aji, það er engin spurning hvort þið viljið vera með, þið eigið að vera með! Það er bara þannig ... Þið svarið spurningunum í commentakerfinu og ég ætla rétt að vona það að þið séuð nú orðin það wise að þið séuð farin að kunna á commentakerfið á síðunni. Klikká á fyrirsögnina og í enda færslunar, þar er lítið fallegt commentakerfi. Enjoy ;)
1. Hver ert þú?
2. Erum við vinir?
3. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig ?
4. Ertu hrifinn af mér?
5. Langar þig að kyssa mig?
6. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu afhverju þú valdir það.
7. Lýstu mér í einu orði.
8. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?
9. Líst þér ennþá þannig á mig?
10. Hvað minnir þig á mig?
11. Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera?
12. Hversu vel þekkiru mig?
13. Hvenær sástu mig síðast?
14. Hefur þig einhvern tímann langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það?
15. Ætlaru að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig
Njótið elskurnar :)
_-Guðbjörg-_
P.S. ég er búin að lagfæra þessa færslu ... bætti inn þeim spurningum sem vantaði.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli