Já, þó það sé erfitt að hugsa sér það þegar svo mikil sorg eins og ríkir í samfélaginu hér á Vestfjörðum þessa dagana þá heldur lífið áfram. Ég sendi fjölskyldu, vinum og öllum sem þekktu Þórey styrk til þess að takast á við þessa sorg.
Ég er á foreldranámskeiði!! Takk fyrir pent ... Maður getur orðið ekki eignast barn án þess að fara á námskeið, þannig er það nú bara. Ég fór sl. fimmtudag, svo fer ég í kvöld og svo næsta fimmtudag. Á sl. fimmtudag þá vissi ég ekki alveg hvað beið mín á þessu námskeiði, ég sá fyrir mér einhverskonar senu eins og var í FRIENDS þegar fyrrverandi lesbíska eiginkona Ross gekk með Ben. Sá mig fyrir mér atriðið þegar Ross, Susan og Carol voru í fyrsta tímanum á þeirra "foreldranámskeiði", þegar Ross tók það að sér að kynna þau fyrir hópnum.
R : "yes, mæ name is Ross and this is Carol and Susan. Carol and Susan they are ..... ööö..."
C : "lifepartners"
S : "Soulmates"
R : "ohh well ... tou know how close women can get!!"
Þetta atriði og svo mörg önnur voru í hausnum á mér mest allan fimmtudaginn. Hvað var ég að fara útí hugsaði ég með sjálfri mér. En nú jæja, þetta var ekkert svo slæmt! Ég veit allavega alveg uppá hár núna hvað það er sem bíður mín ... þá svona líkamlega séð, og hvernig þetta blessaða fæðingaferli er. Ekkert nema spennandi að upplifa það!! svei mér þá ...
Ég verð samt að viðurkenna það að á námskeiðinu þá lét ég hugan reika aðeins ... bara pínu!! Ég fór að pæla í því hvað lífið og allt í kringum það væri í raun og veru magnað, en samt svo óskiljanlegt!! Þarna sat ég með bumbuna útí loftið ásamt nokkrum öðrum bumbukonum og væntanlegum feðrum að fagna komandi lífi í þennan heim, en hinum megin við hurðina þá var fólk að syrgja líf. Þetta er auðvitað bara lífsins gangur. Ég er samt búin að sjá það hvað maður þarf oft gott spark í rass**** til þess að átta sig á því hvað maður er í raun og veru heppin með lífið sjálft og allt í kringum sig.
Ég þakkaði allavega Guði fyrir það, áður en ég fór að sofa á fimmtudaginn, hvað ég væri í raun og veru heppin með mig, mitt og allt og alla í kringum mig. Ég get allavega ekki kvartað! Ég er allavega ein af þessum heppnu með lífið, svo mikið er víst.
En jæja jæja ... ég er búin að ná að teygja daginn aðeins. Fyrir þá sem ekki vita þá byrjaði ég í dag að vinna frá sjö til tólf á hádegi. vanalega þá hef ég unni frá kl. sjö til hálf fjögur, meira fyrir þá sem ekki vita, þá er ég ekkert alveg manneskjan í það að vera heima, að gera tja ... litið sem ekki neitt! en það þarf víst að fara undirbúa eitt og annað og redda einu og örðu, ég kannski fer að vinna í því?
Ekki get ég sagt að ég hafi verið með ritstíflu í þessari færslu, þannig ég er hætt ...
Elska ykkur öll ... honey suger pie ;)
-guðbjörg kveður-
mánudagur, janúar 23, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli