þriðjudagur, janúar 31, 2006
Jah ... ég bara spyr !!
ég fékk símtal í hádeginu, frá einni af ljósmæðrunum á Ísafirði. Hún tilkynnti mér það þar sem ég væri nánast komin 36 vikur á leið (Vanaleg meðganga er c.a. 40vikur!!! en þar sem ég er fyrirbyrja :D nýtt orð þá er reiknað með c.a. 40-42 vikum) þá væri komin tími á sónar. Ja hérna hér ... við erum að tala um að kannski eftir c.a. 30 daga ... þa er ég orðin mamma :-O ó mæ !!!
Ég fékk sendingu frá Ellu frænku minni í gær, ég tek hana mér til fyrirmyndar í barneignum sem og öðru ;) allavega í sendingunni voru barnaföt og annað svona krúttlegt. jesús minn, að nokkur krakki passi í sum fötin,þau eru svo pínu lítil. Greyið ég ef barnið verður pínu ponsu (sem flest lítil börn eru!!), ég á ekki eftir að þora að koma við barnið mitt við hræðslu um að kremja það eða eitthvað. Manneskjan ég, með þessa þekktu barnafóbíu mína að fara að unga einu stykki út, það verður eitthvað, þið eruð heppin að fá að fylgjast með því bíói ;) Allavega þá tekur við skemmtilegur tími hjá mér núna, þvo fötin, strauja og flokka!!! sher schön ja ja ...
En hvað er ég að gera hérna ?! Ég er farin út
-guðbjörg-
sunnudagur, janúar 29, 2006
Just wondering........
Segjum svo að við myndum þá breyta möndlu í bananna (s.s nafninu ekki útlitinu) og þá yrði það sem sagt bananalaga. Maður væri þá með bananalöguð augu =) Hversu kjánlegt væri það? Og alls ekki krúttlegt. Það er krúttlegt að vera með möndullöguð augu, eitthvað við settninguna gerir það krúttlegt :) hehe...... Pælum aðeins í þessu...! :op
*Jáh, hún Sigga er með möndullöguð augu*...awww krúttlegt
*Jáh, hún Sigga er með bananalöguð augu*.....HAHAHA fyndið
E.s fyrir ykkur O.C-fans langar mig að benda á þetta lag, helvíti magnað :) hehe
föstudagur, janúar 27, 2006
EM í handbolta 2006
Ég get ekki sagt annað en það að ég er þó nokkuð sátt við frammistöðu okkar manna, en sem komið er af EM´06. Við tókum Serbana + Svartfjalllendinga á beinið í gær og gerðum jafntefli við Dani nú í kvöld. Ég hefði samt viljað sjá sigur úr þeim leik, danaleiknum, þar sem strákarnir voru að standa sig svo vel, þá sér staklega í fyrrihálfleik! óli Stef. ekki með vegna meiðsla og Guðjón Valur ekkert alltof agresívur eins og í gær (bara með eitt mark!), Snorri St. var samt alveg að standa sig sem og flestir aðrir í liðinu! Bið að heilsa Róberti frænda ef einhver les þetta sem getur skilað kveðju ;) *haha* Ég furða mig samt á því að Óli sé sá eini sem kom meiddur útúr Serba leiknum, þar sem þeir tóku svo hryllilega á okkar mönnum stundum!! agalegt að horfa uppá það, þeir náðu samt allavega að taka Óla greyið úr umferð, í bili, vona samt að hann geti verið með í leikjunum sem eftir er.
Jæja svo þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnin uppmáluð ;)
Ég verð frekar óhress ef við lendum neðar en í 7. sæti á þessu móti!! allt fyrir ofan fimmta sæti er plús, það finnst mér !!!
Nóg af handboltahugleiðingum á þessu blessaða föstudagskvöldi ...
-guðbjörg handboltaspauglerant kveður-
fimmtudagur, janúar 26, 2006
I have a theory.......
Meina maður lifir alltaf undir vissum fordómum, meina ég er ljóshærð og hef alltaf verið. Er ekki að kvarta undan því að vera ljóshærð. Heldur er það líka pínu skjöldur, meina þegar ég geri eða segja eitthvað heimskulegt ( sem gerist náttlega sama sem aldrei, meina common ég náttlega bara brain ;)....híhí ) þá segi ég bara "common ég er ljóska" eða eitthvað í þá áttina. (Þið fattið ;)) Skildi það hafa mótað mig á mínum yngri árum að ég sé ljóshærð. Skildi ég hafa gert öðruvísi væntingar til sjálfs míns ef ég hefði t.d verið dökkhærð?.......mér er spurn....... hefur ekki allta áhrif á mann? Bara mis mikið?
Annars út í eitthvað allt annað; Það sést greinilega að móðirin-to-be;) á þessari síður hefur minnkaði við sig vinnunan og hefur lítið að gera. Hún bloggar upp á hvern einasta dag! Sem er náttlega bara magnað :-D Vildi bara svona benda á það ef þið hefðuð ekki tekið eftir því =) hehe
Jáh, gaman að segja frá því að ég var á námskeiði á þriðjudaginn síðasta á hótelinu. Þetta var námskeið um umönnun einstaklinga með heilabilun. Var þetta virkilega skemmtilegt námskeið og fyrirlesarinn var svo hress kjella að annað var ekki hægt en að læra eitthvað :) Lærði ég ýmislegt sem gagnast mér í vinnu minni, að sjálfsögðu því þetta var á vegum hennar.
Síðan lærði ég nokkuð sem stendur upp úr í huga mér. Eins og margur er kunnugt þá er heilanum skipt í marga parta og heita þeir allir ýmsum skemmtilegum nöfnum. Enn þar er nokkuð sem heitir framheili (er í Kotrikal hlutanum). Nafnið gefur nokkuð til kynna hvar hann sé staðsettur, getum bara sagt að hann sé ennis meginn.
Allavega... Þar er nokkuð sem Daninn kýs stundum að kalla "Emma Geð", s.s framheilinn sér um það að stoppa okkur af og segja "bíddubíddu, hvað ert þú að fara að gera" fær okkur til hugsa áður en við framkvæmum o.s.fr.v.
Svo við útskýrum nú afhverju daninn kallar þetta "Emma Geð" þá er ástæðan sú að til eru fullt af bókum sem fjalla um það hvernig fólk á að hegða sér. Eins konar kurteisisbók, þið fattið vonandi ;)
En svo við förum nú út í þann part sem mér þótti svo skemmtilegur; þá er það nebblega þannig að þegar fólk neytir áfengis þá lamast "Emma Geð" og þess vegna er fólk t.d oft á tíðum ruddalegt undir áhrifum áfengis. Þetta þótti mér merkilegt, ekki það að ég sé eitthvað ókurteis undir áhrifum áfengis. En það útskýrir bara samt margt :op
Gamalt og gott ...
Jæja, í dag er 26. janúar. Eg var að fara í gegnum myndirnar mínar sem ég á inní tölvunni um daginn og fann einmitt þessa þar og fannst við hæfi að henda henni hérna inn. Afi Gunnar hefði átt afmæli á þessum degi hefði hann lifað, til hamingju með það afi minn.
Eins og sést þá var hann alveg óhræddur við að skemmta fólki, ófeiminn kallinn (þá vitið þið hvaðan ég hef það!! ;)). Hvað beljuna varðar sem er við hliðina á honum, bjó hann hana til! Ég veit ekkert afhverju hann tók sig til og bjó til eitt stykki belju. Ég man samt eftir henni á leikskólanum eða grunnskólanum?! man ekki hvort í einhvern tíma. Svo fyrir nokkrum árum þá kom blessunin fram í Lottó auglýsingu í sjónvarpinu, ekki amarlegt það. Sem sagt þessi belja er búsett hjá ríkissjónvarpinu og gerir það gott sem "leikari" ;) það er svo gaman að rifja upp svona gamalt og gott, finnst ykkur ekki ? :)
Hey, hvenar eru maskarnir ?... er það ekki á sama tíma og bollu- sprengju- og hver var hinn dagurinn ? öskudagur ... takk ;)
-guðbjörg kveður- ... að sinni
miðvikudagur, janúar 25, 2006
Hvað eru jólin lengi ?
Ég var að koma úr göngutúr og bara fór að spauglera í þessu, hafði nú orð á þessu líka í morgun við þær snilldar mæðgur Siggu og Sigurbjörgu ...
mér er spurn ...
þriðjudagur, janúar 24, 2006
Ammæli :-D
Jáh hún móðir mín á afmæli í dag :-D 45+ gef ekki hærri tölu upp ;) hehe... Innilega til hamingju með afmælið elsku BESTASTABESTA mamma í heim!! :* Mér þykir svo óendanlega vænt um þig :* :*:* Luv ya! :* :* :* :*
(Á enga mynd af móður minni svo þessi verður duga ;) ....)
Síðan á hún Hekla mín 2.ára afmæli :-D eða ef við snúum þessu í manna ár er telpan bara orðin unglingur 14.ára gömul ;) hehe
F*R*I*E*N*D*S
-guðbjörg kveður-
mánudagur, janúar 23, 2006
Dagurinn og vegurinn ...
Ég er á foreldranámskeiði!! Takk fyrir pent ... Maður getur orðið ekki eignast barn án þess að fara á námskeið, þannig er það nú bara. Ég fór sl. fimmtudag, svo fer ég í kvöld og svo næsta fimmtudag. Á sl. fimmtudag þá vissi ég ekki alveg hvað beið mín á þessu námskeiði, ég sá fyrir mér einhverskonar senu eins og var í FRIENDS þegar fyrrverandi lesbíska eiginkona Ross gekk með Ben. Sá mig fyrir mér atriðið þegar Ross, Susan og Carol voru í fyrsta tímanum á þeirra "foreldranámskeiði", þegar Ross tók það að sér að kynna þau fyrir hópnum.
R : "yes, mæ name is Ross and this is Carol and Susan. Carol and Susan they are ..... ööö..."
C : "lifepartners"
S : "Soulmates"
R : "ohh well ... tou know how close women can get!!"
Þetta atriði og svo mörg önnur voru í hausnum á mér mest allan fimmtudaginn. Hvað var ég að fara útí hugsaði ég með sjálfri mér. En nú jæja, þetta var ekkert svo slæmt! Ég veit allavega alveg uppá hár núna hvað það er sem bíður mín ... þá svona líkamlega séð, og hvernig þetta blessaða fæðingaferli er. Ekkert nema spennandi að upplifa það!! svei mér þá ...
Ég verð samt að viðurkenna það að á námskeiðinu þá lét ég hugan reika aðeins ... bara pínu!! Ég fór að pæla í því hvað lífið og allt í kringum það væri í raun og veru magnað, en samt svo óskiljanlegt!! Þarna sat ég með bumbuna útí loftið ásamt nokkrum öðrum bumbukonum og væntanlegum feðrum að fagna komandi lífi í þennan heim, en hinum megin við hurðina þá var fólk að syrgja líf. Þetta er auðvitað bara lífsins gangur. Ég er samt búin að sjá það hvað maður þarf oft gott spark í rass**** til þess að átta sig á því hvað maður er í raun og veru heppin með lífið sjálft og allt í kringum sig.
Ég þakkaði allavega Guði fyrir það, áður en ég fór að sofa á fimmtudaginn, hvað ég væri í raun og veru heppin með mig, mitt og allt og alla í kringum mig. Ég get allavega ekki kvartað! Ég er allavega ein af þessum heppnu með lífið, svo mikið er víst.
En jæja jæja ... ég er búin að ná að teygja daginn aðeins. Fyrir þá sem ekki vita þá byrjaði ég í dag að vinna frá sjö til tólf á hádegi. vanalega þá hef ég unni frá kl. sjö til hálf fjögur, meira fyrir þá sem ekki vita, þá er ég ekkert alveg manneskjan í það að vera heima, að gera tja ... litið sem ekki neitt! en það þarf víst að fara undirbúa eitt og annað og redda einu og örðu, ég kannski fer að vinna í því?
Ekki get ég sagt að ég hafi verið með ritstíflu í þessari færslu, þannig ég er hætt ...
Elska ykkur öll ... honey suger pie ;)
-guðbjörg kveður-
föstudagur, janúar 20, 2006
Mikið getur lífið verið ósanngjarnt.....!
Í minningu Þóreyjar Guðmundsdóttur sem var tekin frá okkur alltof snemma!
mánudagur, janúar 16, 2006
La vie de tous les jour ........
laugardagur, janúar 14, 2006
Þeir eiga afmæli í dag.....
Einfalt Einar Jón "litli" bróðir minn á afmæli í dag :-D Haldiði ekki að kauði sé orðin 25+ ;) hehe Fékk þessar mögnuðu mynd lánaða frá Mellunum góðu =) Hann heldur upp á afmælið sitt út á sjó í Engey! Magnað ;) hehe
TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN SÆTI :*
En það er skvo fleiri afmælisbörn í dag! Og eflaust fleiri en ég þekki :op hehe...
Hann Höddi afi minn á afmæli í dag og er kauði 72 :-D TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN ELSKU AFI MINN :* (Þó mér finnist mjög ólíklegt að þú eigir eftir að sjá þetta ;) hehe ...)
Herru svo má náttlega ekki gleyma því að hann Valdimar Olgeirsson á afmæli dag ;) Til hammó með ammó Valdi =)
Hef þetta ekki lengra í dag.............. Nema þetta: Ég held að sumir (Ásgeir ;)..) verða pínu pirrípúh ef staðan verður svona í leiknum Man.City VS. Man.Utd eftir c.a 11-12 mín ;)
kominn vetur ?
Ég, Karitas und Ásta fórum til Bertu í gær ... Fengum okkur pitsu á Fernando´s, klikkar ekkert þar ;) svo var það kjallarakeppnin góða og vil ég meina að Baldur Smári hafi alveg verið að gera góða hluti í spyrilshlutverkinu. Ég og Karitas vorum saman í liði og gerðum fína hluti, við unnum ekki, aðalatriðið er að vera með!! En ég fór útaf kjallaranum í góðu glensi um hálf þrjúleitið og var þá búin að skemmta mér hið besta með fullt af góðu fólki :) Ég vil óska Rögga og Mæsunni til hamingju með sigurinn.... Ingó og Sigurbjörg, þið takið þetta næst ;)
Annars bið ég bara að heilsa ykkur öllum og bið ykkur vel að lifa og njótið þess að geta notað snjóinn !! Ég vil koma á framfæri sérstakri kveðju til góðvinar míns "stjána Bláa" vonandi að allt sé að lagast á þeim bænum ;)
Guðbjörg out
föstudagur, janúar 13, 2006
Alltaf gaman að kíkja til RVK......
Ég og pabbi komu heim á kagganum í dag :-D Svona lítur hann út :) ímyndið ykkur bara snjó þar sem grænt er , hálku á veginu og snjókomu... Þannig var færðin hjá okkur góðan part á leiðinni :op
Annars er allt gott að frétta af þessum bænum...! Kjallarakeppnin í kvöld og ætla ég und Gunna Dóra að skella okkur. Efa samt að ég eigi eftir að gagnast eitthvað. Er voðalega léleg í svona spurningakeppnum :op En aðalmálið er að vera með :-D
Hef ekkert annað að segja hérna á þessu blessaða bloggi, sé að sambloggarinn minn er búin að vera rosalega dugleg ;)
-Veran out!-
Ástin mín ég sakna þín rosaleg mikið og hlakka til að heyra í þér aftur í kvöld...! :* :* :* :*
Föstudagurinn þrettándi !
Ég fór í svokallaða mæðravernd (mæðraskoðun) í gær, nota bene þá styttist í erfingjann, ég er gengin rúmar 33vikur og meðganga fyrirbyrja (nýtt orð ;) ) er talað um að sé allt frá 38 vikum til 42 vikna!
Allavega, þá var hjúkkan og læknirinn báðar í fríi or something, þannig það var auðvitað afleysingarlæknir á staðnum, allt í góðu. En það er svo skemmtilegt við lækninn sem leysir af hérna í Boló er yfirleitt sá sami, Hallgrímur, eða Lalli læknir eins og svo margir kalla hann. Allavega þá er kauði góður vinur pabba og maður hefur hitt hann í góðu glensi í mat, á snjósleða og svo margt fleira. allavega, þá sá hann um þessa blessuðu skoðun ... Það er tekinn blóðþrýstingur, vigtað, skoðað bumbuna, ath með hjartslátt barnsins og svo margt fleira ... og já, það er mældur legbotninn! Fyrir þá sem ekki vita þá er það eins konar mæling á stærð legisins og þá hvort barnið dafni ekki alveg eðlilega og svoleiðis eitthvað (eg skil þetta allavega einhvernveginn þannig). Núh, legbotninn er mældur á þann veg að fundinn er botn legisins, sem nota bene er fyrir neðan brjóstin eða einhversstaðar þar (botninn er "efst" því legið vex út eins og þríhyrningur, ekki spyrja mig!! ég geng bara með barnið). þegar botnin er fundinn þá fer el docktor með málband og styður það við lífbeinið og eitt annað fróðleikshorn þá er lífbeinið eiginlega, okei ekkert eiginlega það er á helgasta stað hvers mannsbarns (fyrir þá sem ekki vita þá er helgasti staðurinn að mínu mati, kynfærið ... sum sé pjásan ;) ). allavega þá er legbotninn mældur frá lífbeininu að legbotninum, svo það komist alveg til skila.
Allavega svo ég haldi nú áfram með söguna, þá var Lalli búinn að tjékka á öllu og allt alveg 100% eins og mér einni er lagið ;) en þá átti bara eftir að mæla þennan legbotn, ég sá hann taka upp málbandið og ég hugsa að ég hafi roðnað svoldin slatta og verið hálf vandræðaleg því ég hugsaði um leið og hann tók málbandið upp "greit !!! Vinur pabba og þreyfa á lífbeininu mínu. Eins gott að ég fór í sturtu og sjænaði mig og mitt í gær!". Jæja hann finnu legbotninn og þá er það lífbeinið og hann horfir á mig og segir "við gerum þetta bara svona" og sirkar út hvar þetta blessaða lífbein er. Ég veit ekki hvort hann hafi gert þetta svona í tillitssemi við mig eða sig ... eða þá bara að hans aðferð að mæla lífbeinið sé svona! hann er náttla karlmaður og ætti að vera kunnugur þessu svæði kvennmanna. Right ?!
Ég vona að þið hafið náð samhengi sögu dagsins ;) njótið ... og passið ykkur á þessum föstudegi :)
fimmtudagur, janúar 12, 2006
not much ...
Ég nenni lítið að tjá mig um þetta DV mál. Nenni ekki að tjá mig um eitthvað svona á netinu, það er ópersónulegt ... mín skoðun. En ég segi samt sem áður það sama og ég sagði hér að neðan að það er löngu tímabært að ritstörf blaðamanna og stjórnenda DV sé endurskoðað, ein lög/reglur (siðareglur) yfir alla fjölmiðla landsins. Mér finnst þetta ekki alveg rétt vinnubrögð ... aftur, mín skoðun. Leiðinlegt að það hafi þurft eitt mannslíf til þess að koma þessari umræðu og þessum aðgerðum á skrið þar sem svona mál hafa oft verið á forsíðu DV. ... enn og aftur, mín skoðun.
Bara til þess að hafa það á hreinu þá veit ég ekkert meira en nokkur annar um þetta mál þó svo að pabbi sé fréttaritari NFS og allt svoleiðis.
Kjallarakeppni á el Kjallaros á morgun !! sí senjor ...
lífið er fínt, flott og æði :)
miðvikudagur, janúar 11, 2006
Löngu orðið tímabært!!!
þriðjudagur, janúar 10, 2006
Oh my god! Oh my god! Oh my god!....... OH! MY! GOD! :
Það þurfti náttlega að vera flogið í dag, maður má náttlega ekki vera eigingjarn 4ever :o/ Fannst það samt ekkert sniðugt, en svona er þetta víst og verður í svoldin tíma..! En maður verður bara að reyna að líta á björtu hliðarnar ;) Það verður bara æðislegra þegar við hittumst næst ( sem var lofað að yrði við fyrsta tækifæri. Bara svo það gleymist ekki ;) hehe.... ) og hlakka ég til..! :-D
Svona upp á djókið ;) hehe
--{-@ Veran @-}--
mánudagur, janúar 09, 2006
leitið og þér munið finna =)
Gotcha =)
Aldrei slíku vant var ég pínu fegin að það skildi koma vont veður!! Því það var ekki flogið :) híhí (Sorry þið sem áttuð að fara suður, en ég er eiginhagsmunarseggur ;) hehe..)
Helgin er búin að vera fín og líða hratt. Eins og gerist oft þegar nóg er að gera :) Fór í útskrift hjá Ásgeiri á laugardaginn og jii hvað kauði var flottur í nýju jakkafötunum sínum, get ekki sagt annað :) hehe.... Til hamingju aftur sæti :*
Síðan byrjaði skólinn 4real í dag! Tja ég skal nú segja ykkur það! Ég er skráð í 15 einingar (= 5 fög) sem mér finnst alltof lítið og fyrir utan það þá er ég í tveimur próflausum áföngum sem ku tákna það að ég mun aðeins þreyta 3 lokapróf (Því common ppl ég mun ekki ná mætingu, verum raunsæ ;) hehe.....) . Þannig að það er spurning hvort ég fái heimild á p-áfanga í Ensku503, þá verð ég í "heilum" 18 einingum ;) vúhú....! Get ekki sagt annað en að skólalífið sé pínu ljúft, en maður gerir náttlega bara gott úr þessu og reynir að vinna meira, því það er alltaf gott að eiga pjénínga =) Sérstaklega vegna þessa að stúlkukindin er víst að fara að fjáfesta sér í faratæki á 4hjólum :op Fjórhjól? Neeeih bíl! kjánprik! ;) hehe.. Fer mjög líklega suður á þar næstu helgi, keyrandi með stóra bróður og mágkonu. Verður gaman að kíkja í höfuðborgina :)
*INGA LÁRA ÞEGAR ÉG KEM TIL RVK ÞÁ ER SKILDA AÐ HITTA MIG OG GERA EITTHVAÐ SNEEEÐUGT!!! ;) *
sunnudagur, janúar 08, 2006
Allt svo skemmtilegt :D
Ein af mínum fallegu systrum á afmæli í dag ... já, ég á endalaust af þessum systkinum ;) Hún bestasta besta Ellý á afmæli í dag. Hún ku vera orðin 26.ára, en er samt svo ung þrátt fyrir háan aldur! DJÓK ... hún er flottust og fínust þessi systir mín :) Til hamingju Ellý :*
Mér finnst svo gaman af svona blogg leikjum ... en í þessum leik þá er komið að ykkur, ykkur sem lesið þessa síðu hjá okur stöllum og viljið taka þátt .... aji, það er engin spurning hvort þið viljið vera með, þið eigið að vera með! Það er bara þannig ... Þið svarið spurningunum í commentakerfinu og ég ætla rétt að vona það að þið séuð nú orðin það wise að þið séuð farin að kunna á commentakerfið á síðunni. Klikká á fyrirsögnina og í enda færslunar, þar er lítið fallegt commentakerfi. Enjoy ;)
1. Hver ert þú?
2. Erum við vinir?
3. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig ?
4. Ertu hrifinn af mér?
5. Langar þig að kyssa mig?
6. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu afhverju þú valdir það.
7. Lýstu mér í einu orði.
8. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?
9. Líst þér ennþá þannig á mig?
10. Hvað minnir þig á mig?
11. Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera?
12. Hversu vel þekkiru mig?
13. Hvenær sástu mig síðast?
14. Hefur þig einhvern tímann langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það?
15. Ætlaru að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig
Njótið elskurnar :)
föstudagur, janúar 06, 2006
Í tilefni þess.....
Hérna er hún á fullu í jólapakkningunum ;)
Stelpan komin í jólafötin =)
Og hérna er hún með boltan sem Sveinki gaf henni ;)
Annars hef ég voða lítið að segja, allt gott að frétta á þessum bænum :)
Jáh BTW ef ég væri þið myndi ég hafa áhyggjur af mér, ég er farin að blogga um hundinn minn. How piparjónkulegt er það..?? Heppin ég að vera á föstu ;) híhíh
Eigið góða helgi dúllurnar mínar :*
Bless kex :)
fimmtudagur, janúar 05, 2006
Nú árið er liðið..........
Jiii hvað árið 2005 leið hratt, get ekki sagt annað :) En þetta var líka eitt af þeim mögnuðustu árum sem ég hef upplifað og skeði margt æðislegt á árinu :-D Sérstaklega stendur eitt upp úr og er það að ég kynntist Geira (svona öðruvísi ;) hehe...) :* Svo er kauði bara að fara að útskrifast á laugardaginn, allt að ske :) Vonandi að ári mun ég standa í sömu sporum og hann :-D víííí
Jáh, svo er skólin bara að byrja á morgun..!! Hvað er málið mað það...!! :op hehe
Ég er í "heilum" 15 einingum, ætlaði nú að vera í 21 eeen neeei það passar ekkert inn í þessa bévítans stundatöflu :o/ Ætla samt að ath hvort ég geti ekki troði mér í Ensku 503 í P-áfanga :op En ég sé samt nokkra góða punkta í stundatöflunni, alltaf að líta á björtu hliðarnar..!! ;) Ég er aldrei lengur en til 15:05 í skólanum (var alltaf til 16:10 nema tvisvar í viku ;)...) og á föstudögum er ég bara til hálf eitt :-D Magnað!!
Áramótin voru fín þrátt fyrir það að ég var að vinna á gamlárskvöld, það var reyndar bara virkilega notalegt. Fengum rosalega góðan mat....mmmmm....... Heitt súkkulaði, smákökur, snakka, osta og vínber :-D
Big Band Benna Sig. stóð fyrir sínu og skemmti ég mér mjög vel. Efa að ég sé ein um það :-D
Annars er ég bara nokkuð spennt fyrir árin 2006, held að það verði bara rosalega gott. Allavega segir stjörnuspáin mín það ;) Svo er bestastabesta vinkona mín og kærastinn hennar að fara eignast lítinn erfingja hvað gæti verið magnaðara en það...!! :-D
Nenni ekki að blogga meira, ætla fara út að labba með Heklu í "góða" veðrið :)
þriðjudagur, janúar 03, 2006
Ásta á afmæli !
mánudagur, janúar 02, 2006
Gleðilegt ár :D
Big band Benna Sig. klikkaði ekki ... svaka gaman og svaka stuð á balli. Ég held samt að það hafi aldrei verið komið jafn mikið við mig og einmitt þetta ball! Allir að koma við kúlunum. Það er bara skemmtilegt ;) fyndið, flestir sem komu til mín að "þukla" töluðu um "hann". Hvað segir hann og svo framvegis... Áramótin voru sum sé alveg toutelle :D
Hér koma nokkrir punktar frá árinu 2005 :
v Flutti inná Ísafjörð!
v Var á fullu í skólanum og reyndi að halda rétt á spöðunum í formannshlutverkinu.
v Hætti með Gunnari.
v Flutti heim í Víkina mína fögru.
v Fór í road trip norður á Akureyri á Söngkeppni framhaldsskólanna og leigði eitt stykki sumarbústað með góðum kvennsum ;)
v Útskrifaðist sem stúdent frá M.Í. Takk fyrir, takk fyrir.
v Djammaði …. Djammaði og já djammaði
v Fór til Reykjarvíkur, í einhver skipti, plús einhver road trip til þess aðallega að djamma og leika mér.
v Lagðist undir hnífinn á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísó.
v Fór til mömmu og Clemens í Hollandið góða.
v Komst að því að ég væri ei kona einsömul ;)
v Flutti í nýtt hús með fjölskyldunni, sem btw er GEÐVEIKT flott og gott :D
v Byrjaði aftur með Gunnari.
v Eignaðist lítinn fallegan frænda.
v Vann í fiski…
Ég er ef til vill að gleyma einhverju spes, en ég man allt frá þessu storma sama ári. Ég komst allavega alveg 100% að því að það sem drepur mann ekki það styrkir mann! Ég fékk að upplifa og vera vitni af svo mörgu sem hefur gert mig að þeirri manneskju sem ég er í dag, sem ég vil meina sé sterkari, aðeins þroskaðri og reyndari :) Árið 2006 leggst vel í mig, þó ég verði að viðurkenna að það sé smávegis kvíði sem sem fylgir, en spennan er meiri og hamingjan sem fylgir spennunni er enn meiri. Þetta verður árið mitt, ég er alveg viss um það, árið sem ég verð mamma. hahahaha ... magnað!
Ég vona að þið hafið haft það alveg rosalega gott elsku félagar, vinir, kunningjar, fjölskylda og aðrir lesendur. megi árið 2006 vera okkur öllum bjart og hamingjuríkt, skemmtilegt og frábært. lengi lifi væmnin ;)
_-Guðbjörg-_