Þessi færsla er til heiðurs pabba hetju ...
föstudagur, desember 30, 2005
pabbi minn
Þessi færsla er til heiðurs pabba hetju ...
þriðjudagur, desember 27, 2005
alveg toutelle !!! :D
Jólin voru afbragðsgóð hjá mér og mínum, svei mér þá! Afmælið var líka alveg toutelle :) allt annað að vera orðin tvítug! Ég fékk alveg helling bæði af jóla- og afmælisgjöfum, svei mér þá! Ég ætla nú ekki að vera að telja upp allar þær gjafir sem ég fékk, en þær slógu allar í gegn:D en ef ég á að telja eitthvað upp þá var það : Skartgripir, dvd myndir, bækur, listaverk, snyrtivörur, búsáhöld, sléttujárn, gjafabréf, föt,myndaramma, cd, mynd og svo markt fleira! Ég ætti að reyna að vera oftar tvítug ;) hehe ... Það var meðal annars alveg undristrikað hvað kærastinn minn er alveg rosalega flinkur listamaður, bjó til tvo kertastjaka fyrir mig. Annan úr varahlutum úr skellinöðru, því hann veit hvað ég er hrifin af vélum *hmm,ha?* ;) og skeifum ... svo var hinn bara plane og fallegur.
Ég fékk líka alveg heilan helling af jólakortum og afmælis- og jólakveðjum í gegnum sms og símann (hringingar) ... mikið ofboðslega er ég heppin! Það er svo mikið af góðu fólki í kringum mann :)
Ég get allavega ekki kvartað yfir mínum jólum .... ég er ein þeirra heppnu!
Annars er það að frétta að ég fór í svokallaða mæðravernd í síðustu viku sem ég er núna byrjuð að fara í aðra hverja viku. Hjúkkan sem skoðar mig alltaf lét mig missa úr nokkur slög þegar hún sneri sér að mér og sagði : "já,já ... það eru kannski um 8-10 vikur í krílið." jahá ..... sá tími er nota bene mjög fljótur að líða, alltof fljótur!! Hann má samt alveg vera fljótur að líða, það er komin svo mikill spenningur og tilhlökkun í okkur hérna megin. Samt má hann ekki vera of fljótur að líða ... aji núna er ég farin að tala í hringi ;) Hjörtur a.k.a. sveitavargur ... þú verður að fara fljótlega að byrja á hannirðunum, taka upp prjónana ;)
Ætla að ljúka þessari færslu á smá innskoti af Önnu pönnu pott og könnu litlu systur sem er núna í "pottinum" svokallaða, sem í raun og veru er baðkarið *hornbaðkarið með nuddi;), mont,mont* ... allavega er hún gaulandi lagið "Bannað að sofa hjá Maríu mey". Ég kann lítið af texta þessa, lags, í raun og veru þá kann ég bara laglínuna þar sem setningin .... "bannað að sofa hjá maríu mey" kemur fyrir ... og mér heyrist Anna kunna bara þessa setningu. Hún samt reynir að breyta laglínunni, hefur stutta og langa tóna og tekur sópraninn og bassa á þetta. Snillingur þessi krakki!!!
laugardagur, desember 24, 2005
Hún á afmæli í dag.....
Hún á afmæli í dag! Hún á afmæli í dag! Hún á afmæli hún Guðbjörg! Hún á afmæli í dag!
Til hamingju þú! Til hamingju þú! Til hamingju Guðbjörg! Til hamingju þú!
*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*
Jáh, haldiði ekki að stóri dagurinn er runninn upp! Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir er 20.ára í dag!! Finnst það alveg magnað, sérstaklega af því að við erum jafn gamlar í augnablikinu hehe
En allavega; Innilega til hamingju með daginn krúsídúllan mín! Eigðu allra-allra bestastabesta dag í geimi Ég fæ skvo að knúsa þig á eftir ;) hehe... það er skvo pott þétt!
*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*
Annars ætla ég bara að nýta tækifærið og óska ykkur öllum gleðilegra jól!
Hafið það bara gott yfir hátíðirnar!
fimmtudagur, desember 22, 2005
jú jú .. á lífi
Jólin verða haldin með stæl á Holtabrún 12 ... very nice :D Ég skelli nú inn nokkrum vel völdum myndum af höllinni við tækifæri ;)
Ekki get ég sagt að ég sé komin í eitthvað feikilegt jólaskap, ég lifi ;) En jú, tilhugsunin um að þau séu á næstaleiti kitlar mjög :D Ég veit ekki hvort það sé til meira jólabarn en akkúrat ég. Ég sem kom í heiminn á aðfangadag, 24.desember árið 1985 klukkan 18:12 !!! ;) ekki amarlegt það ... Þannig þetta árið kitlar tilhugsunin þess efnis að ég sé að verða tvítug eftir nota bene tvo daga aðeins meira en að jólin séu að koma ;) Ég mun taka á móti símhringingum, skilaboðum, kortum og gjöfum allan 24. dag desembermánaðar ;) hehe ....
Ég blogga ekki í dag án þess að geta þess að góð vinkona mín og nafna, orkukvenndi og nágranni ;) Stefanía Sigurðardóttir á afmæli í dag! Takk fyrir pent .... Við gydjunar óskum dömunni hjartanlega til hamingju með daginn og megi hun lengi lifa. Er það móttekið Stefanía ? :)
Á myndinni er hún með öðrum unganum sinum henni Þóru Kolbrúnu ... fallegar mægður ekki satt ?
Krakkar mínir ...lifið heil!
Guðbjörg kveður
Tja get ekki annað sagt.....
Jáh, núna veit ég að hann brosi út að eyrum og er pott þétt að krúsa um RVK :) hehe.... Spurning hvort að 4runnerinn verður nógu góður til að ná í hann í fyrramálið, verður kannski fyrir neðan hans viðringu ;) hehe
En allvega; TIL HAMINGJU MEÐ NÝJA BÍLINN "LITLI" BRÓÐIR :*
Núna verður skvo brett upp ermar og lagt loka hönd á jólin, því samkvæmt plani mömmu á ALLT jólaskraut að vera komið upp í kvöld og við munum skreyta jólatréð líka! Ekkert að taka þessu rólega neitt, nei nei..... Það er ekki eins og maður hafi eitthvað að gera á morgun :op híhí
En jáh, ég veit ekki hvað hefur orðið af afmælisbarninu ( c.a 2 dagar í tuginn Guðbjörg ;) híhí), hún sést æ sjaldnar á þessu bloggi og hef ég nú barasta ekkert séð hana síðan á laugardaginn síðasta, vona bara að það sé allti lagi með hana. Veit ekki til þess að ég hafi móðgað hana, en maður veit náttlega aldrei :op
Hef þetta ekki lengra, það er komin svona "ertu-komin-aftur-í-tölvuna-og-ekki-búin-að-klára-það-sem-ég-bað-þig-um-að-gera" svipur á hana móður mína :) hehe
miðvikudagur, desember 21, 2005
How Naughty (Or Nice) Were You This Year?
You Were Pretty Average This Year |
You tried to be a good girl this year...But as you know, being good isn't that fun!If you're extra sweet, you may have enough time to get on that nice list. |
þriðjudagur, desember 20, 2005
Styttist óðfluga......
Þorláksmessa er svo bara á föstudaginn og vonda lyktin verður heima hjá Gunnu Dóru í ár:op hahahahaha! Það þýðir það að við skötu-gikkirnir fáum okkur burger or sum á Traðarlandi 8 :) Þetta er nú bara fyrsta Þorláksmessan sem ég þarf ekki að vera að vinna, sem mér finnst mjög skrítin til hugsun :op jáh, þessi jól verða skemmtilega öðruvísi en síðustu ár. Ég er hvorki að vinna á Þorláksmessu né aðfangadag....spurning hvort jólin komi nokkuð? :op hehe
En aftur á móti "bæti" ég þetta upp og verð að vinna á gamlárskvöld og nýárskvöld, ég verð nú að segja alveg eins og er að ég er svoldið oggupoggupínuponsu spennt fyrir því að vinna á gamlárskvöld. Alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt :) ,veit að Gunna Dóra tekur ekki í sama streng. Hún verður hérna "ein" ;) hehe.... En ég mun,vonandi, ná að fagna nýja árinu með fjölskyldunni, verð skvo snögg að skipta um föt og hlaupa út í bíl. Þá verður skvo ekkert sokkabuxnavesen;) hehe..
Jæja maður ætti kannski að fara að þrífa herbergið hans "litla" bróðurs svo það verði nú allt spikk and span þegar kauði kemur í land! :)
sunnudagur, desember 18, 2005
Örblogg
laugardagur, desember 17, 2005
Hann á afmæli í dag! Hann á afmæli í dag! :-D
Og langar okkur Gydjunum að óska honum innilega til hamingju með daginn :*
Vitum við að hann fékk morgunmat (pott þétt í rúmið ;)...) frá spúsu sinni ;)
Við munum kyssa þig og knúsa í kvöld Hemmi, passaðu þig bara ;) hehe....
Vonandi muntu eiga góðan dag, því kvöldið verður pott þétt skemmtilegt. Sérstaklega af því að við verðum þar ;) hehe
Vinur í grennd!
í víðáttu stórborgarinnar.
En dagarnir æða mér óðfluga frá
og árin án vitundar minnar.
gleymd´ ekki, hvað sem á dynur,
að albesta sending af himnunum send
er sannur og einlægur vinur.
Takk Agnes
föstudagur, desember 16, 2005
Móðir mín er rosalega sniðug ;) hehe
Eru ekki allir að komast í jólafíling
- finnska jólaglöggið ætti að reddamálunum !!!******************************************
FINNSKT JÓLAGLÖGG:
1 líter vodka
1 rúsína
Hrært og skreytt með grenioooþa'held'é !
************************************
Og svo syngja allir með !
Skín í væna vínflösku
Og huggulega bjóra
jólaglögg og eplasnafs
allt það ætl'að þjóra.
Dufla og daðra og leika mér
látum ill'í desember
burt með sokk og skó
hér af vín'er nóg.
Ó hvað ég elska jólin
von'ég hitt'á stólinn.
***************************************
Held að ég muni ekkert blogga meira i bili, yfir helgina það er að segja, kannski á sunnudaginn EF maður verður í stuði :) Annars hlakka ég rosalega til að fara á jólahlaðborðið á morgun, get varla beðið :)
Svo verð ég náttlega að monta mig pínu;
Haldið þið ekki að Austfirðingurinn hafi ekki bara náð öllum prófunum og svona líka glimmrandi vel líka :) (Vissi alltaf að þú gætir þetta :* ) Sem þýðir náttlega það að hann verður stúdent 7.jan. Jáh, strákurinn er klár;) :* :*
Svo enda ég þessa færslu bara í anda einnar samstarfskonu minnar....
Hilsen Pilsen
mánudagur, desember 12, 2005
Fer brátt yfir um
Það er svo gaman, gott og friðsælt að hugsa til þess hvað ég er ótrúlega heppin! I am so happy ... endalaust alveg :D
en nóg af væmi og monti ... ég er farin að borða !
sunnudagur, desember 11, 2005
Góð áminning: vertu þakklát/ur fyrir það sem þú hefur!
Þegar ég sá allt fólkið þar, byrjaði ég að kvarta í hljóði "Þetta á eftir að taka heila eilífð og ég á enn eftir að fara á svo marga staði".
Jólin eru alltaf að verða meira og meira pirrandi með hverju árinu. Ég vildi að ég gæti bara lagst niður og farið að sofa og vaknað svo eftir jólin.
Allaveganna, ég kom mér í leikfangadeildina og þar fór ég að skoða verðinn, hugsandi hvort að börn leiki sér eitthvað með svona dýr leikföng. Eftir smátíma af leikfangaskoði þá tók ég eftir litlum strák um 5 ára, sem hélt á dúkku upp við brjóstið sitt.
Hann strauk hárið á dúkkunni og virtist svo sorgmæddur. Svo snéri litli strákurinn sér að eldri konu sem var við hliðina á honum "amma, ertu viss um að ég hafi ekki nógu mikla peninga?" Gamla konan svaraði "þú veist að þú átt ekki nóg til að kaupa dúkkuna elskan mín" Svo bað hún hann um að bíða í 5 mínútur eftir sér á meðan hún skoðaði sig um. Hún fór fljótlega.
Hann strauk hárið á dúkkunni og virtist svo sorgmæddur. Svo snéri litli strákurinn sér að eldri konu sem var við hliðina á honum "amma, ertu viss um að ég hafi ekki nógu mikla peninga?" Gamla konan svaraði "þú veist að þú átt ekki nóg til að kaupa dúkkuna elskan mín" Svo bað hún hann um að bíða í 5 mínútur eftir sér á meðan hún skoðaði sig um. Hún fór fljótlega.
Litli strákurinn hélt ennþá á dúkkunni í hendinni. Ég labbaði til hans og spurði hann hverjum hann ætlaði að gefa dúkkuna. "Þetta er dúkkan sem systir mín elskaði mest og langaði svo mikið í fyrir jólin. Hún var svo viss um að jólasveinninn myndi gefa sér hana.
Ég sagði honum að kannski eigi jólasveinninn eftir að koma með dúkkuna til hennar, og að hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur. En hann sagði við mig sorgmæddur "Nei jólasveinninn getur ekki gefið henni dúkkuna þar sem hún er núna. Ég verð að gefa mömmu dúkkuna svo að hún geti gefið henni hana þegar hún fer þangað". Augun hans voru svo sorgmædd meðan hann sagði þetta. "Systir mín er farin til þess að vera með Guð. Pabbi segir að mamma sé líka að fara til Guðs mjög fljótlega, og ég hélt að hún gæti farið með dúkkuna fyrir mig og gefið systur minni hana".
Hjartað mitt stoppaði næstum því. Litli strákurinn leit upp til mín og sagði " Ég sagði pabba að segja mömmu að fara ekki alveg strax. Ég bað hann um að bíða þangað til að ég kæmi heim úr búðinni" Svo sýndi hann mér fallega mynd af honum þar sem hann var hlægjandi. "Ég vil líka að mamma taki þessa mynd með sér svo að hún gleymi mér aldrei"
"Ég elska mömmu mína og ég vildi óska að hún þyrfti ekki að fara, en pabbi segir að hún verði að fara til að vera hjá litlu systur minni".
Svo leit hann aftur á dúkkuna með sorgmæddum augum, mjög hljóðlátur.
Ég teygði mig hljóðlega í veskið mitt og tók smá pening upp og sagði við strákinn "en ef við athugum aftur í vasann til að tékka hvort að þú eigir nógan pening?" Allt í lagi sagði strákurinn "ég vona að ég eigi nóg" Ég bætti smá af mínum peningum við án þess að hann tæki eftir því og við byrjuðum að telja. Það var nógur peningur fyrir dúkkunni, og meira að segja smá afgangur.
Litli strákurinn sagði "Takk Guð fyrir að gefa mér nógan pening. Svo leit hann á mig og sagði " Í gær áður en ég fór að sofa þá bað ég Guð um að vera viss um að ég hafi nógan pening til þess að geta keypt dúkkuna handa systur minni. Hann heyrði til mín"
"Mig langaði líka að eiga nógan pening til að kaupa hvíta rós handa mömmu, en ég þorði ekki að biðja Guð um of mikið, en hann gaf mér nóg til að kaupa rósina líka". Sko mamma elskar hvíta rós".
Nokkrum mínútum seinna kom gamla konan og sótti strákinn. Ég kláraði að versla með allt öðru hugarfari, ég gat ekki hætt að hugsa um litla strákinn.
Svo mundi ég eftir frétt í blaðinu fyrir 2 dögum síðan "maður keyrði drukkinn og klessti á bíl þar sem ung kona og lítil stelpa voru í. Litla stelpan dó samstundis en mamman var í dái" Fjölskyldan varð að ákveða hvort að það ætti að setja hana í öndunarvél eða ekki, af því að hún unga konan myndi ekki vakna úr dáinu.
Var þetta fjölskylda litla stráksins?
Tveim dögum eftir að ég hitti litla strákinn, las ég í blaðinu að unga konan hafi dáið. Ég gat ekki hamið mig og fór út í blómabúð og keypti búnt af hvítum rósum og fór upp í líkhús þar sem fólk gat séð konuna og óskað sér í seinasta skipti áður en hún væri jörðuð.
Hún var þarna í kjól, haldandi á fallegri hvítri rós með myndinni af litla stráknum og dúkkuna á brjóstinu.
Ég fór grátandi og fannst líf mitt hafa breyst til eilífðar. Ástin sem þessi litli strákur hafði til mömmu sinnar og systur, er enn þann dag í dag, erfitt að ímynda sér.
Og í einni svipan tekur drukkinn maður þetta allt frá honum.
_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_
Finnst þetta svo rosalega falleg og hugljúf saga að ég varð að deila henni með ykkur. Veit að flest allir hafa fengið hana einhverntíma senda í pósti. En eins og stendur einhversstaðar; "Góð vísa er aldrei of oft kveðin!" =)
laugardagur, desember 10, 2005
Miss World 2005! :)
Var að horfa á Miss World 2005 (Ungfrú heimur) með móður minni. Þegar það var búið að tilkynna í þriðja sætið sagði ég við hana "Unnur Birna vinnur" og viti menn! Stelpan hafði rétt fyrir sér! :-D Enda er hún gullfalleg :) Vá, maður fyllist svo miklu þjóðarstolti (allavega geri ég það, mat mitt þarf ekki að endurspegla mat þjóðarinnar ;) ...). Svona lítil þjóð að eiga Miss World og það í þriðja sinn, það þykir mér nokkuð gott :-D Kannski asnalegt að "eigna" sér hana en hún er fulltrúi okkar svo ég tek mér það bessaleyfi bara :-D hehe... Bara til hamingju Unnur Birna (maður veit aldrei nema þú rekir nefið hingað inn ;) hehe), glæsilegt hjá þér! :-D
Var í uppeldisfræðiprófi í dag, gekk svona la-la. Vona bara að ég nái :op Svo skellti ég mér bara í gymið þegar ég var búin í prófinu og listarsmiðjuna =) Maður verður að vera dugleg, stutt í jólin ;)
Síðasta prófið mitt á mánudaginn, Landafræði... Það verður eitthvað skrautlegt :) hehe...
Svo styttist bara í að austfirðingurinn komi heim :-D Er kominn hálfa leið, tekur stutt stopp í RVK ;) Svo verður hann bara kominn vestur á firði á morgun....magnað :-D
Það er svo margt skemmtilegt að gerast núna, að ég á bágt með að hemja hamingjuna :)
Hlakka alvega rosalega til á næstu helgi, Jólahlaðborð á hótelinu á laugardaginn næsta! Ekkert smá mikil flott heit á manni og magnaður félagsskapur :-D Hef barasta aldrei farið jólahlaðborð áður, þetta verður skrautlegt ;) hehe
Annars langar mig bara að tilkynna það að mér þykir sambloggarinn minn alveg þvílíkt dugleg :-D Að hafa nennt þessu commenta leik sínum er alveg magnað :) hehe
Hef þetta ekki lengra, ætla kíkja á landafræðiglósurnar ;)
miðvikudagur, desember 07, 2005
Þetta er mega sniðugt, að mér finnst ...
1. Ég segi þér eikkað handahófskennt um þig
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig
4 Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér
5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig
Núna eigið þið lesendur góðir að setja nafnið ykkar í kommentakerfið og ég tjái mig um ykkur ... Fyrir þá sem ekki enn eru búnir að fatta hvurnig kommentakerfið virkar, þá klikkið þið á fyrirsögn færslunar "Þetta er mega sniðugt, að mér finnst ... " og þar í enda færslunar á að vera kommentakerfi :) leyfið mér nú að tjá mig ;) ég geri það nefnilega ALLTOF sjaldan ;) hehe
Koma svo sykurpúðar, þetta er gaman !!! :)
Mæsa ... á afmæli :D
Ein flottasta stúlkan á markaðnum í dag á afmæli í dag !! :D Healthy og svo til eiginlega bindindismanneskja ;) hehe .... Hún er ein af þeim bestu sem ég m.a. lærði flest allt sem ég kann í drykkju og djammi, hafðu þökk fyrir Mæsa mín :*
Súper dúper rosalega kveðjur í land rauðhausanna og svaka knús og slummukoss til þín Mæsa mín, hafðu það alveg rosalega hryllilega gott og við sjáumst .... bara eftir næstum því viku :D
Ef það eiga einhverjir fleiri afmæli ... þá til hamingju með daginn ;)
sunnudagur, desember 04, 2005
Ég hlakka bara mikið til ...
Í dag eru sirka 13 vikur í erfingjann!! úff ... það verður fljótt að líða.
Í dag er einnig annar í aðventu sem gerir það að verkum að það er allt að styttast í það að sumir, ég btw !! eigi afmæli :D og jólin koma auðvitað líka á sama tíma :D Hell yeah
Mæsa gullmoli fer brátt að koma á klakan, ekki er það nú slæmt.
17.des. verður dagur daganna þegar flestir mínir vinir og kunningjar koma saman og snæða á jólahlaðborði á Hótel Ísafirði. Það verður eitthvað !! :D
Svo auðvitað fara allir krakkarnir sem eru burtu í skóla, mennta- og háskóla að fara að koma sér hingað heim í Víkina fögru!
Ég hugsa að akkúrat núna þá get ég lítið staðið í því að kvarta um að ég hafi ekkert til þess að hlakka til svona í skammdeginu!! ó sei sei nei ....
Þann fyrsta desember þá eignaðist ég fallegan lítinn frænda!! Mikið rosalega er ég heppin alltaf hreint! Til hamingju með strák númer 2 Þórarinn og Hjördís. Úlfur, knúsaðu litla bróður Breka frá mér :*
fimmtudagur, desember 01, 2005
Fullveldisdagurinn....
En ef þið eruð eitthvað að velta því fyrir ykkur gekk þetta bara ágætlega hjá dömunni og ég verð að segja að ég er skvo illa svikin ef hann Brynjar mun fella mig, ég er samt alltaf að komast að fleiri og fleiri villum. Þannig að ég er hætt að skoða glósurnar mínar í sögu! Krosslegg bara fingur og vona það besta :-D hehe
Haldiði virkilega að þetta sé búið? Neih! Óneih! þegar ég kom úr prófinu settist inn í minn EÐAL-bíl og skundi af stað með brosið á vör eftir að hafa ruglað Októberbyltingunni við aðra. Fór ekki bíllinn að láta einhvað skringilega. Mín stoppar náttlega og tjekkar á þessu. (Því það hefur sótt að mér undan farna mánuði paranója (svo við ízlenskum þetta aðeins ;)) að það sé sprungið hjá mér ). Ég stíg út úr bílnum, finn svitann myndast í lófanum, spennan magnast, hjartað hamast og mér var brugðið, ég tók andköf, ætlaði ekki að trúa mínum eigin guðsgjafar augum. Það VAR sprungið! Ég ætlaði ekki að trúa þessu! En það þýddi ekkert væl! Elvar kenndi mér að skipta um dekk og það á JEPPA á Ingjaldssandi, þetta gat ekki verið erfiðara. Hringdi í Pabba ætlaði að láta hann leiðbeina mér í gegnum ferlið, því ég væri vís til að gera einhverja bölvaða vitleysu. Reyndar það fyrsta sem pabbi sagði við mig "Hva, helduru að það komi ekki einhver riddari og reddi þér". Ég hélt nú ekki! Ætlaði skvo að gera þetta sjálf eða allavega reyna! Byrjaði á því að taka hjólkoppinn af og var að fara að losa um boltann þegar eins og pabbi myndi kalla hann "hvíti riddarinn" kom, það var Bæring (frændi hennar Guðbjargar) og tók hann bara við. Ætlaði nú ekki að neita honum um þá ánægju að hjálpa mér (var örugglega svona "góðverk" dagsins ;) hehe) og stóð þarna og rétti honum tæki og tól. Þakkaði honum svo fyrir hjálpina :) En there is no doupt in my mind að ég hefði alveg getað gert þetta sjálf, hefði kannski verið lengi að þessu en ég hefði getað þetta! :-D hehe... Svo skundaði ég með dekkið sem var sprungt og gat ekki gangt ;) á hjólbarðaverkstæði og endaði á því að fjárfesta mér í 2xnagladekkjum upp á 16þús takk fyrir pent! Heppin ég að þetta skeði í dag (1.des) enn ekki gær, því þá hefði ég ekki átt krónu ;) hehe
Annars er þetta barasta búið að vera hin fínasti dagur. Ekkert meira komið fyrir mig. En hver veit hvað morgundagurinn hefur í för með sér ;)
Ætla fara til Gunnu Dóru að ná í mín 32bls;) glósur :op hóhó
Bonne nuit......
..............................Veran out!
Tónleikar á menningarnótt
Góðir tónleikar samt sem áður ... en sem komið er allavega :D gaman af því
miðvikudagur, nóvember 30, 2005
nýr félagi :)
Nýr vinur minn og félagi er enginn annar en Garðar Thor Cortes. Reyndar þá þekki ég kauða lítið sem ekkert en hey ... hann er nettur gaur! Hann syngur alveg fanta vel og framkoman alveg tútele (Framkoman í Kastljósinu, Sjálfstæðu fólki, Ísland í bítið og útvarpinu svo eitthvað sé nefnt). Minn maður þessa dagana... þannig er það nú bara.
sunnudagur, nóvember 27, 2005
Smallville :)
Annars er helgin búin að vera góð hérna megin, var róleg í gær og í dag. Kíkti í listarsmiðjuna í gærkvöldi með Gunnu Dóru og Kötu, ég var pínu klaufi en eins og máltakið segir "allt er þegar þrennt er"... magnað! :)
Svo erum við "mæðgur" bara einar í kotinu fram á þriðjudag! Þannig að það er nú ekkert jólalegt hjá okkur. Ég legg nú ekki í þessa kassa efst upp á hillu niðrí bílskúr, ósei-sei-neih það er skvo pabba verk :) híhí
En jáh, nenni ekki að blogga meira :op
og jáh, Guðbjörg meðan ég man; Þú manst eftir mér er haggi? Þú veeisst snertir eitthvað bakstur ;) hehe
laugardagur, nóvember 26, 2005
hel yeah !! ...
Gærkvöldið var mega flott verð ég að segja, maturinn, félagsskapurinn og skemmtunin klikkaði ekki :D hell yeah ... !
Gaman að fara á svona 16ára böll, svoleiðis ... þá sér mar hvað mar er að eldast. Fullt af "litlum" krökkum eru farnir að gera sér lítið fyrir og kíkja á böllin össs ... En Páll Óskarinn stóð fyrir sínu, hann er svo geba hipp og cool :D
Það var líka svo gaman að hitta alla krakkana úr MÍ, sem btw maður sér alltof sjaldan :( þess ber að nefna að Stína mín stuð var í góðu geimi og Valdís "skvísdíz" var það einnig.
Litla barnið er farið aðeins að færa sig uppá skaftið og er farið að sýna sig aðeins ... allt gott með það að segja! Valdísi fannst þetta allt saman svo knúsilegt og gaf barninu mikinn knús ;) ef þetta er strákur þá er hann búinn að fá fyrsta kossinn, frá Valdísi :D hehe ... !!
Hafið það gott lömbin mín ... !!!
Where everybody knows your name.....
Jáh, það er eflaust margur maðurinn sem er svona í dag eða í morgun! Get samt sagt með sanni að ég er ekki ein af þeim :) vúhú! En ég hefði nú viljað kúra að eins lengur en minn elskulegi hundur var ekki á sama máli og reif mig úr drauma heiminum til að geta farið að pissa. Svo núna liggur hún hérna hjá mér SOFANDI bölvuð tíkin ;) hahahehehoho
Annars var gærkveldið ÆÐSILEGT í alla staði! Ég drap ekki stelpurnar, thank God :-D Þær voru mjög ánægðar með kjúllan í raspinu og svo gerði Guðbjörg eftirrétt sem var SUPER það var s.s ávextir + ís + marssósa.......mmmmmmmm..........namminammmmm :-D
Palli Ó stóð sig mætar vel að þeyta skífurnar og maður svitnaði eins og ég veit ekki hvað :op Við gjellurnar stoppuðum samt ekkert lengi þarna. Afhverju? júh voða einfalt (kemur gamla kjellan í mér ;) hehe); Þessir krakkar eru crazy, gera ekkert annað en að slást! Hvað er málið með það! Hvað var um það að SKEMMTA sér? Kann það einhver ? Jáh, þetta unga fólk í dag! öss! En maður má ekkert alhæfa, alltaf svartir sauðir í hópnum ;) Reyndar kom það í ljós að BúBú er mæta vel ûber sterkur þessi elska, algjör nagli ;) hehe
En já við s.s flúðum á L'Kjallaroz, where everybody knows your name :-D hehe.... Fékk sér un kakóbolla :) Mmmm... Hittum þar ágætis fólk (Dibbu, Rúnar Geir og vil ég skýra vin Rúnars ?Óla? veit ekki afhverju :) En hann bjó allavega einu sinni í danmörku svo mikið man ég og vildi verða ljótur badminton-spilari:op hehe)...Við skildum Dibbu eftir í kjallarnum, greyið var svo þreytt. Ætluðum að láta strákana um það að koma henni heim eeen þeir stungu bara af líka! Ekki gott. Fyrirgefðu Dibba!
Síðan var greyið Berta útigangskona, átti engin hús að vernda því kjallinn var utan þjónustusvæðis. Svo hún kom bara heim með mér, fengum okkur að eta og horfðum á friends, sofnuðum :) hehe... Man ekkert hvenar hún fór :op En það var Hjörtur sem náði í hana, er það ekki annars Berta? ;) hehe
Svo núna sit ég í sófanum með kók í annarri og snakk í hinni. Og Glæstar Vonir á TV =) BTW what's the deal with Brooke? Vorum við ekki kominn út úr þessum "eilífar" hring! NEIH þau voru að kyssast! ertu ekki að grín í mér!! Gott með þig Ridge! Hann sagði nei!! og nei þýðir nei það er nú bara þannig :)
Jæja ætla ekkert að vera að rita meira um Glæstar vonir, getið bara horft á þetta sjálf ;)
Ætla fara að fá mér að borða.....Mmmm.....alltaf gott að borða....... Svo þarf maður náttlega að taka til eftir þessa stormsveipa sem ku vera vinkonur mínar ;)
Lifið heil.............. en ekki hálf! :op
föstudagur, nóvember 25, 2005
DJ- Palli + matareitrun?
Var samt að velta því fyrir mér hvort þær myndu nokkuð fá matareitrun....afhverju? Júh, það er nú einfalt I'M COOKING ;)
Sjáum hvernig þetta fer.....spennandi ;)
fimmtudagur, nóvember 24, 2005
Tjékk this shit out !! CRAZY ;)
Take'>http://www.quizyourfriends.com/takequiz.php?quizname=051124120044-763486">Take my Quiz on QuizYourFriends.com!
miðvikudagur, nóvember 23, 2005
akkúrat núna ...
*Mig langar í leikhús, á Akureyri (nota bene, þá hafa allar mínar Ak. ferðir verið vel skemmtilegar! hef farið 2x) og Reykjarvík.
*Mig langar mikið vel í fótbolta.
*Mig langar að kíkja út til mömmu og Clemens, fyrir jól, helst í gær!
*Mig langar að sprauta duglega framan í þær kjellur sem eru alltaf að sprauta vatni á mig í vinnunni, þær gera það (að ég held) óvart ... en ég mun gera það viljandi.
*Mig langar mikið meira ... en ég nenni ekki að tjá mig frekar hérna !! ;) lifið heil og munið laglínuna góður "...þegar ykkur langar ... " :D
Guðbjörgin out
mánudagur, nóvember 21, 2005
Tilkynning fyrir liverpool aðdáendur
Nýja LFC treyjan er að koma í hús ... takmarkað magn, fyrstur kemur fyrstur fær!!
allir að eldast ;)
Sko til :) Mín ástkæra stóra systir, Helga Björg, á afmæli í dag ... gamla að eldast ;) hehe ... Til hamingju með daginn elsku systir , sendi þér koss og knús :D hafðu það gott það sem eftir er dagsins!!!
sunnudagur, nóvember 20, 2005
Áhætta að dansa!
Burt séð frá þessum þremur atvikum var þetta virkilega skemmtilegt dansi-ball. Allavegnna skemmtum við okkur vel, ég og Gunna Dóra. Strákarnir voru ekkert að fíla sig í botn, kannski af því að það var engin sprund til heilla á svæðinu, neih maður spyr sig :op
Jæja ætli maður ætti ekki að leggjast yfir heimanámið, síðasta vikan í skólanum :-D Reyndar 3 dagar í þar næstu viku een ég tel þá ekkert með ;) hehe
Jáh á meðan ég man:
þetta er Nonni frændi minn, bróðir móður minnar :) Hann býr í Hafnafirði með spúsu sinni henni Guðnýju og börnum þeirra :) Hann vinnur á Keflavíkurflugvelli og ku hann vera flugumsjónarmaður. Nonni er maður með húmorinn í lagi og vott af pínu ofvirkni ;) hehe... Á það til að vera pínu stríðnispúki sem er mjög skemmtilegt nema þegar hann er að fíflast í mér ;) Hann er mjög góður frændi og vill gera allt fyrir mann :) Mér þykir mjög vænt um hann frænda minn! Bestasti frændi í heimi ;)
laugardagur, nóvember 19, 2005
Svo ég fái nú frið fyrir Sigurbjörgu ...
Ég vona, eða aðallega Sigurbjörg, að fólk fari nú ekki að taka þessari sögu alvarlega, helmingurinn af henni er lygi og krydd ...
Það er bara svo ógjó gaman af svona sögum :D eða mér finnst það.
Ég vil líka þakka honum Stebba fyrir mjög gott innskot í kommentunum! ég var einmitt að reyna að finna einhversstaðar upplýsingar um ferilinn hjá Gústafi, og hafa það með ... en það klikkaði. Þannig núna er það Stebbi sem fær prik í upplýsingakladdann :)
Hér&nú og Séð&heyrt hvað ?!
Ég var vakin upp núna á tólft tímanum í morgun ... sem er ekki frásögufærandi, nema hvað að þetta er ein sú skemmtilegasta vakning sem ég hef fengið í langan tíma!!
Það hringdi ung snót í mig sem ber nafnið Sigubjörg og sagðist vera "Búin að finna sér kall!" allt gott og blessað með það, ég með mín viðbrögð "WHAT?!" allavega þá fékk ég þessa þvílíku sögu, sem ég nenni nú lítið að vera að skrifa hérna, en hún var fyndin. Innihald sögunnar var aðallega þess efnis að Sigurbjörg, sem skrapp í borg suddans (RVK), var ansi hot and hevy á fyrsta kvöldi skemmtiferðarinnar. Hún komst á séns með, að hennar sögn "Þessum líka þvílíka hönk" sem ber nafnið Gústaf ... Þess ber að geta að hérna fyrir nokkrum árum þá var þessi Gústaf, sem heitir fullunafni Gústaf Bjarnason, ein af okkar skærustu handboltastjörnum hérna á klakanum! Hann var á pox myndum (hver man ekki eftir poxinu?), gerði það gott með landsliðinu og ég veit ekki hvað og hvað. Stjarna hans hefur samt sem áður dalað ansi mikið þar sem, eftir minni bestu vitneskju, hann hefur lagt skóna á hilluna, þannig að það er kannski ekkert svo skrítið að mín kona hún Sigurbjörg var ekki alveg að kveikja að þetta væri THE Gústaf Bjarnason. Stelpan kveikti samt sem áður á perunni þegar Eva hitti manninn eftir að hafa fyllt aðeins á sig á barnum. "Hver er þetta Sigurbjörg?" -"Gústaf" Eva lítur að kauða, og horfir vel á hann -"Gústaf BJARNASON?!" Sigurbjörg lítur á hönkinn sinn og hözzl kvöldsins, kveikir á hver kauði er -"Jaaaaá...!" Þess ber að geta að Sigurbjörg var að gera góða hluti, áður en hún áttaði sig á því hver kauði var, því þegar hún fattaði það þá varð hún feimin og vissi ekkert hvert hún átti að fara!!
Til þess að Sigurbjörg hefði getað klárað kauða þá hefði Eva betur átt að þegja með föðurnafn Gústafs! Því þá væri Sigurbjörg ekki svekkt og sár útí sig akkúrat núna !! En þetta sagði hún orðrétt við mig "En Guðbjörg, ................ , það er fyrir öllu!!"
Ég setti þessa sögu í smá leikrænan stíl, ég sleppti einnig nokkrum atriðum (sem mér fannst skipta minna máli en annað ;)) og ég verð að fara að drífa mig að ýta á "Publish Post" áður en það rennur meira af þeim stöllum, því nota bene, þær báðu mig um að blogga um þetta mál!! Sigubjörg á skilið ansi mörg prik í kladdan fyrir þetta hözzl ... allavega svona framan af ;) En ég hef verið að heyra af ljóshæðri stúlku, dvergvaxinni;) eða svo til vera að hlaupa á milli húsa í Kópavogi, þar sem Gústaf á víst að búa !
Hér er mynd af "ástinni" hennar Sigurbjargar "Það var ást við fyrstu sýn!". Það er betra að láta mynd fylgja ef það eru fleiri en Sigurbjörg sem ekki eru að kveikja á okkar gömlu stjörnum!
Ef þið heyrið ekki í mér aftur ... þá myndi ég gruna Sigurbjörgu um græsku!
Vona að Guðbjörg verði ekki reið :S
Langaði að gera hana svoldið "okkar" lúkki.....aji vona að þið fattið :op hehe
En allavega, þetta er svona í byrjunar stigi hjá mér svo ekki kvarta og kvein (held meira að segja að þið getið ekki kvartað því það vantar commenta kerfið ;) HAHA!!!)
En jam, ég er s.s. á næturvakt...ûber gaman hjá mér :) Er sem sagt búin að eyða c.a 3klst á netinu með smá svona skreppi, verð náttlega að sinna fólkinu líka ;) hehe
Ætla ekkert að hafa þetta lengra......ef þið skilduð ekkert heyra neitt meira frá mér í framtíðinni þá hefur Guðbjörg murkað úr mér lífið fyrir að skemma bloggsíðuna okkar :oS
Bonne nuit :*
E.S. Gaman að segja frá því að hún Vera amma mín er komin í hóp gydju-lesenda, kúl amma ekki satt ;) hehe
miðvikudagur, nóvember 16, 2005
52 & 16.... :-D
Minn elskulegi faðir mun hafa fæðst á þessum merka degi árið 1953 og gerir hann þá 52 ára í dag :) Vil ég nota tækifærið og óska honum innilega til hamingju með daginn :* :* Þú ert skvo bestastibesti pabbi í heimi!! :-D :)
Síðan má ekki gleyma vitleysingnum honum Arnari frænda mínum ;) sem fæddist víst fyrir 16 árum í dag! Kauði orðin asskoti gamall og farinn að nálgast mig óðfluga, því ekki eldist ég neitt meir ;) hehe... Annars er bara eitt ár í að drengurinn fá bílpróf :) En því miður á ég enga mynd af þér Arnar minn í tölvunni svo þú verður bara að sætta þig við þennan körfubolta kjall ;) Eigðu æðislega góðan dag :*
mánudagur, nóvember 14, 2005
smá pæling ...
Smá svona dæmi með þessari pælingu minni, var að skoða barnaland.is áðan og rakst þar einmitt á síðu þar sem búið var að búa til heimasíðu fyrir ófætt barn, okei ... barnið á að fæðast í júní, árið 2006, takk fyrir pent !! þannig samkvæmt mínum útreikningum þá er móðirin komin, hva, 9vikur á leið sirka. allavega ekki mitt mál ;)
Ég læt það duga að tjá mig um mig á netinu ... eins og er :)
fimmtudagur, nóvember 10, 2005
Allô :)
Það fer stundum (Okei; eiginlega alltaf) í taugarnar á sjálfri mér hvað ég get verið óskipulögð, sérstaklega af því að ég er alltaf að skipuleggja. Fer bara aldrei eftir því. Hvað er málið með það?
Eins og núna til dæmis er að koma svona seinni turn í skólanum, hlutapróf og svona. Fjögur hlutapróf í næstu viku (og hvers vegna er ég ekki að læra!) og þetta er allt svona lesa-mikið-stórar -bækur-fög..... En maður verður bara að vera dugleg að lesa um helgina víst að maður er í fríi ;)
Á morgun er "próf", mini test eins og hún Fr.Helga kallar það, úr tölunum í frönsku :o/ Ég er ekkert sérstaklega sleip í frönsku, gekk vel í byrjun annar og svo byrjaði að koma svo mikil málfræði og eitthvað bull. Það þarf alltaf að vera flækja hlutina :op hehe
Já! Svo má nú ekki gleyma aðal geiminu in THE Vík, Skítamórall að leika fyrir dansi á laugardaginn (eða eins og frakkinn myndi segja það; á le samedi) hvet alla sem vettling geta valdið að mæta! Fáið pott þétt EÐAL þjónustu á barnum, held það nú! :) hehe
Jáh, jólin eru bara á næsta leiti. Eða svona hér um bil. Ekki það að ég sé farin að telja til jólanna, allavega ekki viljandi. Það er nebblega þannig að það styttist óðfluga í það að austfirðingurinn:* komi heim í jólafrí , rúmur mánuður :-D og þá er einnig stutt í jólinn :) Svo náttlega þegar Stebba er búin að eiga afmæli þá er enn þá styttra í jólin ;) hehe
Annars er allt gott að frétta á þessum bænum, veit ekki á hinum.......sá bær er víst að fara á e-ð flakk til RVK ;)
Þannig að það sem ég vildi sagt hafa er......
- Vera -
E.s nýjasta æðið á þessum bæ er Shine On með Ryan Cabrera
mánudagur, nóvember 07, 2005
Nenni ekki að blogg....
Skemmtileg teiknimynd um Guð og mannkynið, tjékk it out!
Hondu auglýsing! :)
Síðan er hérna eitt fyrir strákanna, jáh! það er skvo betra að passa sig ;)
sunnudagur, nóvember 06, 2005
vel gott !!
Ég hef ekkert þurft að borða alla helgina ... !! Ég er enn að jafna mig eftir allt átið síðan á föstudaginn. úff ... þetta var ekkert eðlilega gott :D steinasteikin og me´ðí klikkar ekki :) og eftirrétturinn?! shit, klikkaði sko ekki heldur !
Veislugestir og aðalrétturinn !
Eftirrétturinn ... ís, ber og kaka!! :þ nammi namm...
miðvikudagur, nóvember 02, 2005
sko...
Ég er mikið farin að pæla í þessum tíma þar sem ég, THE Guðbjörg, verð 20ára þann 24.desember.
Ég var farin að hugsa um skipulagningu almennilegs teitis í júní eða júlí í sumar en sigurbjörg var alltaf fljót að kæfa þá umræðu hjá mér ... strax í upphafi fyrstu setningu! skil það nú ekki,ekki nema nokkrir mánuðir, þá, í desember!! En Sigurbjörg ... má ég núna fara að pæla smá í þessu? Maður verður nú ekki oft um ævina 20ára, hvað þá 20ára og ófrísk ! ;) hehe
allavega .. smá afmælis/jóla pæling í gangi ... ég treysti á ykkur krakkar
Með trukk og dýfu !!
* Lélegir ... HRÆÐILEGIR ... brandarar og húmor, ojjj ....
* Setningar sem þeir segja alltaf, alltaf ... þegar þeir kveðja og heilsa hlustendum!
* Þegar þeir slysast til þess að spila eitthvað gott lag en eyðillegja það með því að tala mest alla byrjunina og eða hálft lagið.
* Þegar þeir gefa manni skýrslu um líf og feril listamannsins.
* Þegar þeir verða sér til skammar (á mínum mælikvarða!).
En jæja jæja sagði kindin og fór að hlæja. Það eru allir námsmenn að bölva prófum og ritgerðum, en ég ... ég er góð í minni vinnu og mínu aðgerðarleysi eftir vinnu ;) eða svo til, ég get alltaf fundið mér eitthvað til þess að skemmta mér yfir!
En ég nenni ekki að rita fleiri orð hérna inn ... ætla að koma mér í að gera eitthvað skemmtilegt ;)
miðvikudagur, október 26, 2005
Lítið gydjubarn ;)
Þeir sem glöggir eru ættu að sjá á þessari mynd alveg 100% fóstur ;) Höfuð, andlit (hliðarsvip), handlegg og maga :D
Ég er gengin (held að þetta sé rétta tungumál já mér ;)) sirka 21viku ... nýjasti áætlaði fæðingardagur er 3.mars. Við, tilvonandi foreldrar, sum sé ég og faðir barnsins, erum í sjöundahimni svífandi um á bleiku skýi :D
Það er fyndið hvernig fólk tekur þessum fréttum ... viðbrögðin hjá fólkinu eru jafn misjöfn og fólkið sjálft!! :) Sumir haga sér eins og þetta sé hættulegasti sjukdómurinn sem maður kemst í tæri við, aðrir vita ekki hvort þeir eigi að hlæja eða gráta og sumir sem koma ekki upp öðrum orðum en "þegiðu" og "ertu ekki að grínast?!" :)
Helgi ... þetta er sum sé kakan sem ég er með í ofninum )
þriðjudagur, október 25, 2005
mánudagur, október 24, 2005
sunnudagur, október 23, 2005
Mig langar að útnefna tvær hetjur gærkvöldsins eftir hetjulega "baráttu" við bjórdrykkju í gegnum trekkt.. Þau Bjarni Pétur og Gunna Dóra stóðu sig eins og hetjur, þó svo ég verði að segja að annað þeirra stóð sig aðeins betur í trekktinni ;)
HETJURNAR
Eins og ég segi þá var ballið tærasta snilld!! Það var mikið dansað ... mjög mikið, nánast non stop frá rúmlega eitt til einhverjum mínútum yfir þrjú. Ég er ekki frá því að ég hafi náð að hrista aðeins uppí kökunni sem ég er með í ofninum ;) hehe ...
Ég gæti haft þennan pistil mikið lengri og skotið einu og öðru hérna inn... en ég sleppi því, do not nenn it ;)
laugardagur, október 22, 2005
fimmtudagur, október 20, 2005
Sá sem fann upp þráðlausa internetið er.......
Núna sit ég hérna á RVK-flugvell og er að blogga :) Er að spjalla við Gydjuna#1 á MSN og bara voða næs :)
Vá, hef aldrei prófað svona "hot spot", ekkert smá sniðugt :):)
Ef til vill er fólk að spurja sjálft sig hvað ég sé að gera á RVK-flugvelli....afhverju ég sé ekki löööngu farin niðr í bæ eða eitthvað. Júh! góðir hálsar (og aðrir líkamspartar ;) hehe) ég er að fara til Egilsstaðar að hitta ástina mína:* Hef aldrei farið til Egilsstaðar, hvað þá bara austurlandið sjálft svo það er einn kostur að hafa hann þarna ;)
Ætla ekkert að hafa þetta lengra, vildi bara lýsa aðdáun minn á "hot spot" ;)
- Vera -
miðvikudagur, október 19, 2005
Hey! Ekkert bögg Frk.G.Stefanía;)
En hér eru mín svör:
7 hlutir sem ég vil gera áður en ég dey:
1. Verða hamingjusöm.
2. Gera aðra hamingjusama.
3. Ferðast um allan heiminn :)
4. Fara í fallhlífarstökk.
5. Klappa ljóni.
6. Sitja á bak fíls.
7. Lifa lífinu til fulls.
7 hlutir sem ég get:
1. Pælt í/um ótrúlegustu hluti.
2. Hreyft á mér eyrun
3. Brosað :)
4. Verið skemmtileg (vona ég allaveg .... ;) ....)
5. og þar af leiðandi leiðinleg :op hehe
6. Get hlustað en samt ekkert verið að hlusta....wierd I know :) hehe
7. Lært og horft á sjónvarpið í einu..........sem móðir minni þykir heldur furðulegt/ótrúlegt ;) hehe
7 hlutir sem ég get ekki:
1. Reiknað í huganum
2. Get ekki verið í fílu lengi
3. Þvegið þvott....klúðra því alltaf einhvern veginn :op
4. Sungið
5. Spilað almennilega á píanó
6. flautað án þess það komi svona loft hljóð með. Sem í flestum tilfellum yfirgnæfir þetta svokallaða flaut mitt
7. Undir vissum kringumstæðum get ég ekki sagt “Nei” án þess að fá samviskubit.
7 hlutir sem heilla mig við hitt kynið:
1. Brosið
2. Persónuleikinn
3. Augun
4. Húmor
5. Einlægni
6. Down to earth
7. Síðan bara allt, meina What’s not to like;) hehe
7 frægir sem heilla:
1. Jonny Deep
2. Vin Disel
3. Chad Michael Murray
4. Celine Dion
5. Benjamin McKenzie (Ryan í O.C ;) ...)
6. Adam Brody (Seth í O.C )
7. Kate Winslet
7 orð sem ég segi oftast:
1.ha?
2.OMG
3.OH My god
4.Neih! à svon hneykslunarlegum tón ;)
5. Í alvöru!
6. Túddelle
7. Glín = grín
Áskorun ...
Hlutir sem ég vil gera áður en ég dey:
Ferðast um heiminn
Verið stolt
Látið aðra vera stolt af mér
Láta eitthvað gott af mér leiða
7 hlutir sem ég get:
Andað
Sofið
Vakað
Talað
Hlustað
Gengið
Hugsað
7 hlutir sem ég get ekki:
Hlaupið 100metrana á 10sek.
Staðið á höndum
borað í nefið með tungunni
verið aðgerðarlaus mjög lengi
Setið kyrr á balli
sungið
Safnað nöglum
7 hlutir sem heilla mig við hitt kynið:
augun
hláturinn
sjarminn
öryggi
brosið
tillitssemi
traust
7 frægir sem heilla:
aji kommon ... ég er heimsk á fólk og nöfn !!
7 orð sem ég segi oftast:
Ert´ek að grínast ?
Svoleiðis
ok
ertu eitthvað að kidda í mér ?
kreisí
omg
ha ?
Þetta var leiðinlegur leikur ... en ég gerði þetta samt ;) ég er svo mikið æði :D
Tvö blogg á einum degi, ég hlýt að vera orðin eitthvað kreisí
Sund...
Allavega ... ég fór í sund í gærkvöldi (rúmum klukkutíma fyrir lokun), sem er ekki frásögufærandi nema hvað ég komst að því hvað það væri ógeðslegt að ganga um búningsklefann þar sem hár úr öðrum kvennmönnum liggja hér og þar um gólfið. Það er bara svo ógeðfeld tilhugsun, hár af þessari kvennsu, af þessum líkamsparta ...
En svo fór ég að pæla ... heimska Guðbjörg, þú ferð ofaní sundlaug og potta þar sem fullt af fólki (óhreinufólki) hafa farið ofaní áður en þú stingur litlu tá ofaní vatnið. Þannig vatnið er með endemum ógeðslegt t.d. dauðar húðfrumur og ekki sé nú talandi um alla litlu krakkana sem hafa pissað í laugina ... reyndar ... þá er hreinsikerfi í lauginni sem og pottunum (ætti að vita það, þar sem ég er píparadóttir).
Ég skil ekki þetta væl í mér, ég held bara áfram að fara í sund, en sturtuklefana fer ég að endurskoða .. hárin fara í mig !!!
laugardagur, október 15, 2005
Hér sé stuð ... !!
Skítamórall 12.nóvember Í svörtum fötum 22.október
Félagsheimilinu Bolungarvík Félagsheimilinu Bolungarvík
Nú spyr ég ... hver ætlar að láta þessa svaðalegu skemmtun fara framhjá sér ?! Skímó hefur ekki komið hingað til Boló síðan Jón Bakan var og hét!! öss ... ætli mar þurfi að fara að bjalla í Hrannar og Krumma sem voru að vinna á Jón Bakan svo þeir geti farið að rifja upp gamla takta ;) hehe ...
Í Svörtum Fötum !! shit ... þetta verður svakalegt!! Ég iða öll af spenningi ... aumingja þið sem komist ekki ;)
föstudagur, október 14, 2005
Íþróttafréttir ...
Ég hef einnig hlustað á íþróttafréttirnar á Rás 2 kl. 11:30 alla virka daga, þar eru sko íþróttafréttir. Allt frá umfjöllun um Boccia, brun og svig á skíðum, golf, hesta, skák, borðtennis og ég veit ekki hvað og hvað !! Ótrúlegt magn af fréttum, svo svona síðustu fréttirnar eru nokkrar boltafréttir, hverjir unnu hverja og hvaða leikir eru næst á dagskrá, útrúlígt eins og maðurinn sagði ...
Ég fór að velta því fyrir mér í gær, þá fór ég til læknis, átti að taka hámark 20 mínútur (hélt ég). Mér var haldið hjá hjúkkunni í um klukkutíma ... takk fyrir pent. Ég var nú orðin frekar stressuð þar sem ég var þarna á vinnutíma. Þegar ég losanaði loksins dreif ég mig heim í slorgallan og í vinnu ... þegar þanngað var komið komst ég að því að enginn hafði tekið eftir því að ég væri ekki mætt !! nema jú Sigurbjörg og Sigga sem héldu örugglega að ég væri bara ded. Næst þegar ég fer til læknis, þá ætla ég ekkert að mæta aftur ;)
Hjá hjúkkunni fór ég m.a. í blóðprufu, (ojj .... ekki mitt uppáhald). Þetta var fyrsta bloðprufan sem ég horfði á það sem átti sér stað finna æðina (sem btw gekk mjög illa), sótthreinsa, stungan og svo fylla box af blóði. Þegar ég sá svo blóðið gustast í þessi box ... þá fékk ég uppí hugan einhvað auglýsingarstef,sem ég er ekki enn búin að komast að hvaðan ég hef heyrt það! og þessi sjón minnti mig svo sannarlega á eitthvað. T.d. auglýsingu um heilsuna eða eitthvað "hversu annt er þér um ÞÍNA heilsu?!"
Aji .. nóg komið af shiti .. heyrumst
miðvikudagur, október 12, 2005
tataratataaa......mið-vika =)
Svo er held ég barasta planið að fara á El Kjallaros, allavega skilst mér það. Satt best að segja er ég ekkert sérlega heit fyrir því að fara til suðureyrar á ball, hvað þá 16.ára ball. Þó svo að hljómsveitirnar heilla mann mjög svo :)
Laugardaginn er ég að fara með mömmu í listarsmiðjuna, ætla ath hvort það blundi ekki lítill listamaður í mér ;) hehe
Fékk popp og kók áðan í boði NMÍ og er núna pínu bumbult :o/.....en takk samt NMÍ :) (vil ekki fá skammir frá Jóa fyrir það að vera vanþakklát..... ;) hehe....)
Er í eyðu núna, ekki sérlega skemmtilegt. Aldrei neinn í eyðu á sama tíma og ég, júh Bjarni! En hann er alltaf sofandi með strákunum ;) hehe.....vá var að kíkja á klukkuna og eyðan mín er barasta alveg að verða búin :)
Þannig að ég ætla ekkert að hafa þetta lengra í dag.......
Ætla enda færsluna með því að koma með stuttan lagabút fyrir hana Gunnu Dóru mína sem mér þykir svo væntum :* (þó svo að hún sé með pínu brenglaðan húmor ;) ...)
þegar mamma fer að kúúúúhúúúkaaa
Plobb Plobb Plobb
mánudagur, október 10, 2005
Mér leiðist það að leiðast ...
Núverandi tími: 18:30
Núverandi föt: Addidas íþróttabuxur, hlýrabolur og Hummel íþróttapeysa
Núverandi skap: Flott og fínt skap
Núverandi hár: Slegið, mjög liðað og blautt
Núverandi pirringur: kjaftæða kjaftasögur
Núverandi lykt: ilmavatnið mitt, miracel summer frá lancome
Núverandi hlutur sem þú ættir að vera að gera: hmmm... ekkert ;)
Núverandi skartgripir: Hálsmen, eyrnalokkar og úr
Núverandi áhyggja: áhyggja smáhyggja ... jú jú ... smá áhygja
Núverandi löngun: í eitthvað að drekka .... reddum því, vatn!
Núverandi ósk: að allt verði gott og blessað
Núverandi farði: ný komin úr sturtu ... nenni ekki að óhreinka mig strax ;)
Núverandi eftirsjá: að hafa ekki bloggað áðan þegar ég var með þessa snilldar færslu í höfðinu
Núverandi vonbrigði: vobrigði eru til þess að gera mann þunglyndan
Núverandi skemmtun: var að enda við að skoða myndir sumarsins ;)
Núverandi ást: kemur þér ekki við, kjaftar ekki frá ef þú veist það ekki :) :*
Núverandi staður: Skrifborðið á gömlu skrifstofnni hans Gunnars afa.
Núverandi bók: Upphafið
Núverandi bíómynd: Ace Ventura -PetDetective-
Núverandi Íþrótt: Ganga og sund
Núverandi Tónlist: SIGN og félgar mínir í Coldplay
Núverandi lag á heilanum: Breathe með SIGN (er að hlusta á það)
Núverandi blótsyrði: djö...
Núverandi msn manneskjur: Mæsan mín og Kári frændi
Núverandi desktop mynd: lítið krúttlegt kraftaverk
Núverandi áætlanir fyrir kvöldið: vonandi einhver hittingur :D
Núverandi manneskja sem ég er að forðast: til hvers að forðast fólk? fólk forðast mig ef eitthvað er :D hehe ... Ikid Ikid
Núverandi hlutir á veggnum: hillur fullar af bókum, myndur og allskonar dóti :)
Þetta er alveg búið að eyða heilum 26 mín. af mínu lífi :) sko til ... þá er bara stutt í mat ;)
Hafið það gott krakkar mínir
Brúðkaupsafmæli :) (10.10.1976 = 29.ár)
Og af því að ég veit að hún móðir mín les bloggið ( sem getur verið svoldið böggandi á köflum ;) hehe) þá langar mig að óska þeim innilega til hamingju með daginn og vona ég að þau eigi eftir að eiga að minnsta kosti 29.ár saman í viðbót! Elska ykkur svo mikið! :* :* :* :* :* :* :* :* :* :* :* :* :* :* :* :* :* :* :* :* :* :* :*
sunnudagur, október 09, 2005
Hallgrímur Pétursson - Neftóbakið er ekki hollt ;)
laugardagur, október 08, 2005
Mitt uppáhalds um þessar mundir....
I want a ticket to anywhere
Maybe we make a deal
Maybe together we can get somewhere
Anyplace is better
Starting from zero got nothing to lose
Maybe we'll make something
But me myself I got nothing to prove
You got a fast car
And I got a plan to get us out of here
I been working at the convenience store
Managed to save just a little bit of money
We won't have to drive too far
Just 'cross the border and into the city
You and I can both get jobs
And finally see what it means to be living
You see my old man's got a problem
He live with the bottle that's the way it is
He says his body's too old for working
I say his body's too young to look like his
My mama went off and left him
She wanted more from life than he could give
I said somebody's got to take care of him
So I quit school and that's what I did
You got a fast car
But is it fast enough so we can fly away
We gotta make a decision
We leave tonight or live and die this way
I remember we were driving driving in your car
The speed so fast I felt like I was drunk
City lights lay out before us
And your arm felt nice wrapped 'round my shoulder
And I had a feeling that I belonged
And I had a feeling I could be someone, be someone, be someone
You got a fast car
And we go cruising to entertain ourselves
You still ain't got a job
And I work in a market as a checkout girl
I know things will get better
You'll find work and I'll get promoted
We'll move out of the shelter
Buy a big house and live in the suburbs
I remember we were driving driving in your car
The speed so fast I felt like I was drunk
City lights lay out before us
And your arm felt nice wrapped 'round my shoulder
And I had a feeling that I belonged
And I had a feeling I could be someone, be someone, be someone
You got a fast car
And I got a job that pays all our bills
You stay out drinking late at the bar
See more of your friends than you do of your kids
I'd always hoped for better
Thought maybe together you and me would find it
I got no plans I ain't going nowhere
So take your fast car and keep on driving
I remember we were driving driving in your car
The speed so fast I felt like I was drunk
City lights lay out before us
And your arm felt nice wrapped 'round my shoulder
And I had a feeling that I belonged
And I had a feeling I could be someone, be someone, be someone
You got a fast car
But is it fast enough so you can fly away
You gotta make a decision
You leave tonight or live and die this way
föstudagur, október 07, 2005
Hvað haldið þið ?!
En jú, hér búum við fimm manna fjölskylda hjá ömmu Guggu, eilítið þröngt ef svo má segja, en gengur, ennþá ;) ég er reyndar ekkert búin að koma mér almennilega fyrir í herberginu "mínu" ... engin tími til þess.
Ég er búin að komast að einu sem mér finnst alveg öfga magnað. Það er í sambandi við fólk... hvers vegna að fara ská leiðina frekar en beinu leiðina? (flókið? nei, asnalega orðað hjá mér). sum pæsbíl : Ef ég myndi frétta eitthvað um einhvern, vin minn eða kunningja, þá myndi ég spyrja viðkomandi(allavega ef viðkomandi væri á "hvíta" listanum hjá mér) Ég færi ekki að spyrja aðra vini mína eða félaga, þá fær maður ekki allt s.s. allan sannleikan og staðreyndir! ;)
Það sem ég er held ég að reyna að segja að þið sem þorið ekki að spyrja mig að því sem þið viljið vita eruð brauð! (það vill enginn vera brauð!!) Ég er sérstaklega vonsvikin við vini mína og kunningja sem hafa farið ská leiðina ... En allavega .. bestu og hreinskilnustu svörin fáið þið hjá mér :) síminn er 8675560 ... ekki flókið ... farið beinu leiðina :þ
Ég er komin í ruglið og orðin rugluð ;) hehe ...
hafið það gott fólk
mánudagur, október 03, 2005
Hvað er málið....
Tvo hlutapróf á morgun; Landafræði og Saga!
Svo maður á víst ekkert að vera að hanga hér, koma sér í sturtu og lesa yfir glósurnar og sonna!
Langar samt að koma því á framfæri að þetta var ÆÐISLEG helgi! Vá! Ballið var skvo brillijant! Get ekki sagt annað. Hér koma punktar:
* Guðbjörg er saddisti og nýtur þess að fylla aðra ;)
* Allt sem ég gerð (bar-lega séð þá) og ástandið á mér er Bertu að kenn (hún er tilbúin að taka þetta allt á sitt breiða bak) ;) hehe
*Ég er crazy myndatökumaður, Gunna Dóra ætti að borga mér fyrir þessar frábæru myndir sem ég tók. Þó svo að ég sé ekki búin að sjá þær, en efa ekki að þær voru FRÁBÆRAR ;) hehe
* H2O fór bolnum mínum ekkert svo illa, þó sumir fengu skömm í hattinn ;) hehe
* Ég elska að vera á balli í víkinni minni fögru, svo stutt að fara heim :)
* Ég og Gunna Dóra erum svaðalegar í símanum á heimleið eftir ball hehe
* Ég dansaði eins og mófó, og við '85 árgangurinn kunnum ýmislegt síðan úr Grunnskóla ;)
* Berta á góðann kærasta svo mikið er víst ;)
* Shell framleiðir besta þunnildismat á sunnudögum ;)
* Afrakstur helgarinnar er kvef, og ég er ekki sú eina sem afrekaði það ;)
* Ólíklegustu hlutir geta skeð á mánudögum eftir ball-helgi ;)
Núna er tími til kominn að hætta, klukkan að ganga tólf og ég á eftir að fara í sturtu
Góða nótt dúllurnar mínar :*