Já svei mér þá !! Ég er ekki frá því að sumir útvarpsmenn geta farið óendanlega í taugarnar á manni !! Það sem fer í taugarnar á mér í sambandi við útvarpsmenn er eftirfarandi :
* Lélegir ... HRÆÐILEGIR ... brandarar og húmor, ojjj ....
* Setningar sem þeir segja alltaf, alltaf ... þegar þeir kveðja og heilsa hlustendum!
* Þegar þeir slysast til þess að spila eitthvað gott lag en eyðillegja það með því að tala mest alla byrjunina og eða hálft lagið.
* Þegar þeir gefa manni skýrslu um líf og feril listamannsins.
* Þegar þeir verða sér til skammar (á mínum mælikvarða!).
En jæja jæja sagði kindin og fór að hlæja. Það eru allir námsmenn að bölva prófum og ritgerðum, en ég ... ég er góð í minni vinnu og mínu aðgerðarleysi eftir vinnu ;) eða svo til, ég get alltaf fundið mér eitthvað til þess að skemmta mér yfir!
En ég nenni ekki að rita fleiri orð hérna inn ... ætla að koma mér í að gera eitthvað skemmtilegt ;)
miðvikudagur, nóvember 02, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli