... ég var að spá hvort ég væri ein um þá hugsun að finnast það pínulítil klikkun eða eitthvað álíka að búa til heimasíðu fyrir ófætt barn sitt ??? mér finnst það klikkun, en það þarf ekki að endurspegla mat þjóðarinnar.
Smá svona dæmi með þessari pælingu minni, var að skoða barnaland.is áðan og rakst þar einmitt á síðu þar sem búið var að búa til heimasíðu fyrir ófætt barn, okei ... barnið á að fæðast í júní, árið 2006, takk fyrir pent !! þannig samkvæmt mínum útreikningum þá er móðirin komin, hva, 9vikur á leið sirka. allavega ekki mitt mál ;)
Ég læt það duga að tjá mig um mig á netinu ... eins og er :)
mánudagur, nóvember 14, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli