laugardagur, nóvember 26, 2005

Where everybody knows your name.....


Jáh, það er eflaust margur maðurinn sem er svona í dag eða í morgun! Get samt sagt með sanni að ég er ekki ein af þeim :) vúhú! En ég hefði nú viljað kúra að eins lengur en minn elskulegi hundur var ekki á sama máli og reif mig úr drauma heiminum til að geta farið að pissa. Svo núna liggur hún hérna hjá mér SOFANDI bölvuð tíkin ;) hahahehehoho

Annars var gærkveldið ÆÐSILEGT í alla staði! Ég drap ekki stelpurnar, thank God :-D Þær voru mjög ánægðar með kjúllan í raspinu og svo gerði Guðbjörg eftirrétt sem var SUPER það var s.s ávextir + ís + marssósa.......mmmmmmmm..........namminammmmm :-D
Palli Ó stóð sig mætar vel að þeyta skífurnar og maður svitnaði eins og ég veit ekki hvað :op Við gjellurnar stoppuðum samt ekkert lengi þarna. Afhverju? júh voða einfalt (kemur gamla kjellan í mér ;) hehe); Þessir krakkar eru crazy, gera ekkert annað en að slást! Hvað er málið með það! Hvað var um það að SKEMMTA sér? Kann það einhver ? Jáh, þetta unga fólk í dag! öss! En maður má ekkert alhæfa, alltaf svartir sauðir í hópnum ;) Reyndar kom það í ljós að BúBú er mæta vel ûber sterkur þessi elska, algjör nagli ;) hehe
En já við s.s flúðum á L'Kjallaroz, where everybody knows your name :-D hehe.... Fékk sér un kakóbolla :) Mmmm... Hittum þar ágætis fólk (Dibbu, Rúnar Geir og vil ég skýra vin Rúnars ?Óla? veit ekki afhverju :) En hann bjó allavega einu sinni í danmörku svo mikið man ég og vildi verða ljótur badminton-spilari:op hehe)...Við skildum Dibbu eftir í kjallarnum, greyið var svo þreytt. Ætluðum að láta strákana um það að koma henni heim eeen þeir stungu bara af líka! Ekki gott. Fyrirgefðu Dibba!
Síðan var greyið Berta útigangskona, átti engin hús að vernda því kjallinn var utan þjónustusvæðis. Svo hún kom bara heim með mér, fengum okkur að eta og horfðum á friends, sofnuðum :) hehe... Man ekkert hvenar hún fór :op En það var Hjörtur sem náði í hana, er það ekki annars Berta? ;) hehe

Svo núna sit ég í sófanum með kók í annarri og snakk í hinni. Og Glæstar Vonir á TV =) BTW what's the deal with Brooke? Vorum við ekki kominn út úr þessum "eilífar" hring! NEIH þau voru að kyssast! ertu ekki að grín í mér!! Gott með þig Ridge! Hann sagði nei!! og nei þýðir nei það er nú bara þannig :)

Jæja ætla ekkert að vera að rita meira um Glæstar vonir, getið bara horft á þetta sjálf ;)
Ætla fara að fá mér að borða.....Mmmm.....alltaf gott að borða....... Svo þarf maður náttlega að taka til eftir þessa stormsveipa sem ku vera vinkonur mínar ;)

Lifið heil.............. en ekki hálf! :op

Engin ummæli: