laugardagur, nóvember 19, 2005

Hér&nú og Séð&heyrt hvað ?!


Ég var vakin upp núna á tólft tímanum í morgun ... sem er ekki frásögufærandi, nema hvað að þetta er ein sú skemmtilegasta vakning sem ég hef fengið í langan tíma!!
Það hringdi ung snót í mig sem ber nafnið Sigubjörg og sagðist vera "Búin að finna sér kall!" allt gott og blessað með það, ég með mín viðbrögð "WHAT?!" allavega þá fékk ég þessa þvílíku sögu, sem ég nenni nú lítið að vera að skrifa hérna, en hún var fyndin. Innihald sögunnar var aðallega þess efnis að Sigurbjörg, sem skrapp í borg suddans (RVK), var ansi hot and hevy á fyrsta kvöldi skemmtiferðarinnar. Hún komst á séns með, að hennar sögn "Þessum líka þvílíka hönk" sem ber nafnið Gústaf ... Þess ber að geta að hérna fyrir nokkrum árum þá var þessi Gústaf, sem heitir fullunafni Gústaf Bjarnason, ein af okkar skærustu handboltastjörnum hérna á klakanum! Hann var á pox myndum (hver man ekki eftir poxinu?), gerði það gott með landsliðinu og ég veit ekki hvað og hvað. Stjarna hans hefur samt sem áður dalað ansi mikið þar sem, eftir minni bestu vitneskju, hann hefur lagt skóna á hilluna, þannig að það er kannski ekkert svo skrítið að mín kona hún Sigurbjörg var ekki alveg að kveikja að þetta væri THE Gústaf Bjarnason. Stelpan kveikti samt sem áður á perunni þegar Eva hitti manninn eftir að hafa fyllt aðeins á sig á barnum. "Hver er þetta Sigurbjörg?" -"Gústaf" Eva lítur að kauða, og horfir vel á hann -"Gústaf BJARNASON?!" Sigurbjörg lítur á hönkinn sinn og hözzl kvöldsins, kveikir á hver kauði er -"Jaaaaá...!" Þess ber að geta að Sigurbjörg var að gera góða hluti, áður en hún áttaði sig á því hver kauði var, því þegar hún fattaði það þá varð hún feimin og vissi ekkert hvert hún átti að fara!!
Til þess að Sigurbjörg hefði getað klárað kauða þá hefði Eva betur átt að þegja með föðurnafn Gústafs! Því þá væri Sigurbjörg ekki svekkt og sár útí sig akkúrat núna !! En þetta sagði hún orðrétt við mig "En Guðbjörg, ................ , það er fyrir öllu!!"

Ég setti þessa sögu í smá leikrænan stíl, ég sleppti einnig nokkrum atriðum (sem mér fannst skipta minna máli en annað ;)) og ég verð að fara að drífa mig að ýta á "Publish Post" áður en það rennur meira af þeim stöllum, því nota bene, þær báðu mig um að blogga um þetta mál!! Sigubjörg á skilið ansi mörg prik í kladdan fyrir þetta hözzl ... allavega svona framan af ;) En ég hef verið að heyra af ljóshæðri stúlku, dvergvaxinni;) eða svo til vera að hlaupa á milli húsa í Kópavogi, þar sem Gústaf á víst að búa !

Hér er mynd af "ástinni" hennar Sigurbjargar "Það var ást við fyrstu sýn!". Það er betra að láta mynd fylgja ef það eru fleiri en Sigurbjörg sem ekki eru að kveikja á okkar gömlu stjörnum!

Ef þið heyrið ekki í mér aftur ... þá myndi ég gruna Sigurbjörgu um græsku!

Engin ummæli: