miðvikudagur, október 19, 2005

Sund...

ég fer alloft í sund, ekki endilega einungis til þess að synda, pottarnir eru með endemum góðir hérna í Víkinni. En jú það kemur fyrir að ég taki nokkra gullfiska spretti og syndi á milli bakkanna.
Allavega ... ég fór í sund í gærkvöldi (rúmum klukkutíma fyrir lokun), sem er ekki frásögufærandi nema hvað ég komst að því hvað það væri ógeðslegt að ganga um búningsklefann þar sem hár úr öðrum kvennmönnum liggja hér og þar um gólfið. Það er bara svo ógeðfeld tilhugsun, hár af þessari kvennsu, af þessum líkamsparta ...
En svo fór ég að pæla ... heimska Guðbjörg, þú ferð ofaní sundlaug og potta þar sem fullt af fólki (óhreinufólki) hafa farið ofaní áður en þú stingur litlu tá ofaní vatnið. Þannig vatnið er með endemum ógeðslegt t.d. dauðar húðfrumur og ekki sé nú talandi um alla litlu krakkana sem hafa pissað í laugina ... reyndar ... þá er hreinsikerfi í lauginni sem og pottunum (ætti að vita það, þar sem ég er píparadóttir).
Ég skil ekki þetta væl í mér, ég held bara áfram að fara í sund, en sturtuklefana fer ég að endurskoða .. hárin fara í mig !!!

Engin ummæli: