Jæja ... jólafíið mitt er búið, fór til vinnu í morgun kl.07 , mikil gleði! Hefði nú verið til í að skreppa á dansiballið sem var í Hnífsdal i gærkvöldi... en, nú jæja ....
Jólin voru afbragðsgóð hjá mér og mínum, svei mér þá! Afmælið var líka alveg toutelle :) allt annað að vera orðin tvítug! Ég fékk alveg helling bæði af jóla- og afmælisgjöfum, svei mér þá! Ég ætla nú ekki að vera að telja upp allar þær gjafir sem ég fékk, en þær slógu allar í gegn:D en ef ég á að telja eitthvað upp þá var það : Skartgripir, dvd myndir, bækur, listaverk, snyrtivörur, búsáhöld, sléttujárn, gjafabréf, föt,myndaramma, cd, mynd og svo markt fleira! Ég ætti að reyna að vera oftar tvítug ;) hehe ... Það var meðal annars alveg undristrikað hvað kærastinn minn er alveg rosalega flinkur listamaður, bjó til tvo kertastjaka fyrir mig. Annan úr varahlutum úr skellinöðru, því hann veit hvað ég er hrifin af vélum *hmm,ha?* ;) og skeifum ... svo var hinn bara plane og fallegur.
Ég fékk líka alveg heilan helling af jólakortum og afmælis- og jólakveðjum í gegnum sms og símann (hringingar) ... mikið ofboðslega er ég heppin! Það er svo mikið af góðu fólki í kringum mann :)
Ég get allavega ekki kvartað yfir mínum jólum .... ég er ein þeirra heppnu!
Annars er það að frétta að ég fór í svokallaða mæðravernd í síðustu viku sem ég er núna byrjuð að fara í aðra hverja viku. Hjúkkan sem skoðar mig alltaf lét mig missa úr nokkur slög þegar hún sneri sér að mér og sagði : "já,já ... það eru kannski um 8-10 vikur í krílið." jahá ..... sá tími er nota bene mjög fljótur að líða, alltof fljótur!! Hann má samt alveg vera fljótur að líða, það er komin svo mikill spenningur og tilhlökkun í okkur hérna megin. Samt má hann ekki vera of fljótur að líða ... aji núna er ég farin að tala í hringi ;) Hjörtur a.k.a. sveitavargur ... þú verður að fara fljótlega að byrja á hannirðunum, taka upp prjónana ;)
Ætla að ljúka þessari færslu á smá innskoti af Önnu pönnu pott og könnu litlu systur sem er núna í "pottinum" svokallaða, sem í raun og veru er baðkarið *hornbaðkarið með nuddi;), mont,mont* ... allavega er hún gaulandi lagið "Bannað að sofa hjá Maríu mey". Ég kann lítið af texta þessa, lags, í raun og veru þá kann ég bara laglínuna þar sem setningin .... "bannað að sofa hjá maríu mey" kemur fyrir ... og mér heyrist Anna kunna bara þessa setningu. Hún samt reynir að breyta laglínunni, hefur stutta og langa tóna og tekur sópraninn og bassa á þetta. Snillingur þessi krakki!!!
þriðjudagur, desember 27, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli