fimmtudagur, desember 01, 2005

Fullveldisdagurinn....

.......og hvað annað er við hæfi en að halda uppá hann með því að fara í lokapróf í sögu ;) hehe Ekki nóg með það að ég lærði bara nokkuð mikið, að mínu mati undir þetta próf, miða við tíman sem maður fékk. Þá var áhuginn SVO mikill að ég mætti rétt fyrir klukkan 9 í prófið. Tja sumir myndu nú halda að það væri nú ósköp eðlilegt þar sem flest lokapróf byrja þá. En neih! Þá eruð þið jafn miklir kjánar og ég! Það voru nebblega samræmdpróf klukkan 9 og "venjulegu" prófin voru klukkan 13:00! En ykkur er fyrirgefið því þið MÆTTUÐ þó ekki í skólann!! Þetta var pínu skammarlegt á svona fyndinn hátt :) Hvernig átti ég að fatta það að ath klukkan hvað ég átti að mæta, ég bara gerði/geri ráð fyrir því að prófin séu klukkan 9! :) hehe
En ef þið eruð eitthvað að velta því fyrir ykkur gekk þetta bara ágætlega hjá dömunni og ég verð að segja að ég er skvo illa svikin ef hann Brynjar mun fella mig, ég er samt alltaf að komast að fleiri og fleiri villum. Þannig að ég er hætt að skoða glósurnar mínar í sögu! Krosslegg bara fingur og vona það besta :-D hehe

Haldiði virkilega að þetta sé búið? Neih! Óneih! þegar ég kom úr prófinu settist inn í minn EÐAL-bíl og skundi af stað með brosið á vör eftir að hafa ruglað Októberbyltingunni við aðra. Fór ekki bíllinn að láta einhvað skringilega. Mín stoppar náttlega og tjekkar á þessu. (Því það hefur sótt að mér undan farna mánuði paranója (svo við ízlenskum þetta aðeins ;)) að það sé sprungið hjá mér ). Ég stíg út úr bílnum, finn svitann myndast í lófanum, spennan magnast, hjartað hamast og mér var brugðið, ég tók andköf, ætlaði ekki að trúa mínum eigin guðsgjafar augum. Það VAR sprungið! Ég ætlaði ekki að trúa þessu! En það þýddi ekkert væl! Elvar kenndi mér að skipta um dekk og það á JEPPA á Ingjaldssandi, þetta gat ekki verið erfiðara. Hringdi í Pabba ætlaði að láta hann leiðbeina mér í gegnum ferlið, því ég væri vís til að gera einhverja bölvaða vitleysu. Reyndar það fyrsta sem pabbi sagði við mig "Hva, helduru að það komi ekki einhver riddari og reddi þér". Ég hélt nú ekki! Ætlaði skvo að gera þetta sjálf eða allavega reyna! Byrjaði á því að taka hjólkoppinn af og var að fara að losa um boltann þegar eins og pabbi myndi kalla hann "hvíti riddarinn" kom, það var Bæring (frændi hennar Guðbjargar) og tók hann bara við. Ætlaði nú ekki að neita honum um þá ánægju að hjálpa mér (var örugglega svona "góðverk" dagsins ;) hehe) og stóð þarna og rétti honum tæki og tól. Þakkaði honum svo fyrir hjálpina :) En there is no doupt in my mind að ég hefði alveg getað gert þetta sjálf, hefði kannski verið lengi að þessu en ég hefði getað þetta! :-D hehe... Svo skundaði ég með dekkið sem var sprungt og gat ekki gangt ;) á hjólbarðaverkstæði og endaði á því að fjárfesta mér í 2xnagladekkjum upp á 16þús takk fyrir pent! Heppin ég að þetta skeði í dag (1.des) enn ekki gær, því þá hefði ég ekki átt krónu ;) hehe

Annars er þetta barasta búið að vera hin fínasti dagur. Ekkert meira komið fyrir mig. En hver veit hvað morgundagurinn hefur í för með sér ;)

Ætla fara til Gunnu Dóru að ná í mín 32bls;) glósur :op hóhó

Bonne nuit......
..............................Veran out!

Engin ummæli: