þriðjudagur, október 31, 2006
Ég er heppin ...
Maður er alltaf að fá áminningu hvað maður er ótrúlega heppin!! Að upplifa hluti og að geta gert hluti sem maður telur oftar en ekki sjálfsagaðan hlut. Maður er samt nokkrum sinnum búin að fá spark í rassinn til þess að vekja mann af því að taka hlutunum í kringum mann sem of sálfsögðum hlut, alltaf eru það svo þung högg, mér finnst þau stundum einum of þung. Ég fæ alltaf jafn mikinn hnút í magan, jafnvel græt, þegar ég heyri um þá ósanngrini sem lífið getur stundum innihaldið.
Peð á plánetunni jörð......
Þarf að tjá mig.....
En ég get það ekki......
Það er allt einhvern veginn stopp. Kem því ekki frá mér, er bara þarna uppi svífandi. Ég er alltaf að spá og spöglera (sorry you guys but I can't stop thinking).
Af hverju er svona mikil mannvonska til í heiminum?
Af hverju geta ekki öll dýrin í skóginum verið vinir?
Af hverju getur fólk ekki verið þakklát fyrir það sem það hefur, hví þessi græðgi og öfund út í náungann alltaf hreint?
Af hverju á fólk svona erfitt með að gleðjast velgengi náungans?
Af hverju ekki að reyna finna hið góða í náunganum í staðin fyrir að laska það vonda?
Af hverju þarf sorg og gleði að haldast í hendur?
En ég get það ekki......
Það er allt einhvern veginn stopp. Kem því ekki frá mér, er bara þarna uppi svífandi. Ég er alltaf að spá og spöglera (sorry you guys but I can't stop thinking).
Af hverju er svona mikil mannvonska til í heiminum?
Af hverju geta ekki öll dýrin í skóginum verið vinir?
Af hverju getur fólk ekki verið þakklát fyrir það sem það hefur, hví þessi græðgi og öfund út í náungann alltaf hreint?
Af hverju á fólk svona erfitt með að gleðjast velgengi náungans?
Af hverju ekki að reyna finna hið góða í náunganum í staðin fyrir að laska það vonda?
Af hverju þarf sorg og gleði að haldast í hendur?
En einhversstaðar stendur að maður þarf að byrja á því
að taka til í sínum eigin garði áður en farið er yfir í næsta.
Hægara sagt en gert?
Í sambandi ...
Alltaf erum við gydjunar í sambandi við eitthvað frægt fólk... við þekkjum þessar systur sem eru í þessari auglýsingu.
Við gydjunar vorum í góðu yfirlæti að fá okkur snæðing í hádeginu í Hamraborg í dag þegar Björgvin Frans Gíslason félagi okkar gekk framhjá ... hann gat því miður ekki sest hjá okkur og spjallað því hann var á hraðferð, en engu að síður skemmtilegt að hitta kappann! ;)
Gydjunar ... já við erum sko í sambandi við frægafólkið!!!
Við gydjunar vorum í góðu yfirlæti að fá okkur snæðing í hádeginu í Hamraborg í dag þegar Björgvin Frans Gíslason félagi okkar gekk framhjá ... hann gat því miður ekki sest hjá okkur og spjallað því hann var á hraðferð, en engu að síður skemmtilegt að hitta kappann! ;)
Gydjunar ... já við erum sko í sambandi við frægafólkið!!!
Íslenska
Í menntaskóla þegar ég kláraði einhver íslensku áfangann með stakri prýði hélt ég í alvöru að ég væri laus við setningaræði! en nei, ég hefði aðeins átt að pæla í framtíðinni. Núna er ég í háskóla og viti menn góðvinur minn hann Finnur er að babla um setningafræði .... setningaliður, nafliður, sagnliður, setningaskipan, umsögn .... aðalsögn ... lesa lesa lesa ... hjálparsögn, frumlag, sagnasamband og ég veit ekki hvað og HVAÐ!!!!
eins og glögglega kemur í ljós er ég ekki laus við setningafræði, eins og ég taldi mig vera þegar ég kláraði íslenkuáfangann sem innihélt setningafræði í menntó. Lífið er alltaf að koma manni á "óvart" ;) hehe
eins og glögglega kemur í ljós er ég ekki laus við setningafræði, eins og ég taldi mig vera þegar ég kláraði íslenkuáfangann sem innihélt setningafræði í menntó. Lífið er alltaf að koma manni á "óvart" ;) hehe
sunnudagur, október 29, 2006
Yndislegt ...
Ég bar þá kjóla undir Gunnar sem líklegt er að ég klæðist þan 11.nóvember ... valið er á milli tveggja kjóla (sumum finnst það eflaust geðveiki að vera að pæla í þessum 2vikum f. áætlaðan dag, en þannig er að ég þarf að þrengja annan kjólinn, suprice? svo ég komi með aðra afsökun, þá er ég kvennmaður og á þar af leiðandi að spá í þessu svoldið fram í tímann). Elskhugi minn hafði þetta að segja um annan kjólinn: "Elskan mín, þessi er alltof fínn!! Þetta er jólakjólinn, hann er alltof fínn og fallegur til þess að fara í á svona geim eins og þessi hátíð sem við erum að fara á". okei .. flott er, jólakjólinn ákveðinn ;) svo sýndi ég honum hinn kjólinn, þá kom þetta tilsvar: "Já, þessi! Þessi er fínn ... þú verður eðall í þessum!!!" Þessi elska... þanning núna þarf ég að fara að þrengja eitt stykki kjól. Vá ... það er ekkert smá gaman að þrengja föt og leggja of stór föt til hliðar! Jeeee ... I love it. Ég get svo ekki kvartað yfir því að karlinn hafi ekki áhrif á það hvernig ég klæðist, hann hefur nú reyndar alltaf verið duglegur að tjá sig þegar honum líkar og líkar ekki við það sem ég klæðist ;)
Helgin mín var svakalega fín ... hvernig var helgin ykkar?
Helgin mín var svakalega fín ... hvernig var helgin ykkar?
föstudagur, október 27, 2006
Niðurtalning
sjö dagar krakkar mínir, sjö dagar!! Þá hætti ég að ganga eins og hölt hæna eða hvað það var nú sem Vera sagði að ég væri ;)
Gunnar var að tjá mér í grófum dráttum hvurnig þessi blessaða árshátíð verður! Alveg get ég ekki hætt að láta mér hlakka til, sérstaklega ekki þar sem kynnar verða Simmi og Jói, btw þá eru þeir félagar mínir, mér finnst þeir svo töff :) svo má ekki gleyma tjúttinu :D
Ég er að leita af tónlist á DC, ég er ekki að hugsa um mig heldur hana Margréti mína, henni finnst bara gaman að því að hlusta á tónlist, "dansa" og finnst það æðislegt þegar mamma hennar lætur sig hafa það að syngja! Stelpan kann að meta það besta ;) hehe ...
Allvega, góða helgi!!
Gunnar var að tjá mér í grófum dráttum hvurnig þessi blessaða árshátíð verður! Alveg get ég ekki hætt að láta mér hlakka til, sérstaklega ekki þar sem kynnar verða Simmi og Jói, btw þá eru þeir félagar mínir, mér finnst þeir svo töff :) svo má ekki gleyma tjúttinu :D
Ég er að leita af tónlist á DC, ég er ekki að hugsa um mig heldur hana Margréti mína, henni finnst bara gaman að því að hlusta á tónlist, "dansa" og finnst það æðislegt þegar mamma hennar lætur sig hafa það að syngja! Stelpan kann að meta það besta ;) hehe ...
Allvega, góða helgi!!
fimmtudagur, október 26, 2006
Kennarar
Allir kennarar eru misskemmtilegir ... ég er búin að átta mig á því hvaða kennari, af þeim 3 sem ég er í tíma hjá er hvað minnst skemmtilegur!!
Það er svo margt ...
Það er margt sem mig langar að gera akkúrat núna.
*Það er flott veður, mig langar út að hlaupa eða í göngutúr. Gifsið hindrar það að það sé mögulegt.
*Mig langar í íþróttahúsið á taka á því
*Mig langar í sund og liggja í pottinum
En gifsið hindrar þetta.
Pælið í því ... ég er að fara á árshátíð, allt gott og blessað með það, en það er alveg fullt af hlutum sem maður þar að huga að fyrir svona samkvæmi, þá sérstaklega ef maður er stelpa. Ég er búin að redda flestu því sem á að redda og panta mér tíma í þær snyrtingar sem nauðsynlegt er að fara í. Svo er það nýjasta ábyrgðin sem ég þarf að takast á við áður en ég fer eitthvert út að skemmta mér og það er að redda PÖSSUN!! En það er frágengið, þannig ég er góð. Það eina sem aftrar mér í því að hleypa spenningnum á full swing er sá hnútur í maganum að læknirinn verði ekki með góðar fréttir þegar hann er búinn að taka myndir og fjarlægja gifsið. Vá hvað ég hlakka til að tjútta með Helgu Björg systur og einhverju liði sem ég þekki ekki bofs. Það vill til að ég er meðalfeimin sem gerir það að verkum að ég fer meðalveginn í því að reyna að kynnast því fólki sem verður á staðnum.
*Það er flott veður, mig langar út að hlaupa eða í göngutúr. Gifsið hindrar það að það sé mögulegt.
*Mig langar í íþróttahúsið á taka á því
*Mig langar í sund og liggja í pottinum
En gifsið hindrar þetta.
Pælið í því ... ég er að fara á árshátíð, allt gott og blessað með það, en það er alveg fullt af hlutum sem maður þar að huga að fyrir svona samkvæmi, þá sérstaklega ef maður er stelpa. Ég er búin að redda flestu því sem á að redda og panta mér tíma í þær snyrtingar sem nauðsynlegt er að fara í. Svo er það nýjasta ábyrgðin sem ég þarf að takast á við áður en ég fer eitthvert út að skemmta mér og það er að redda PÖSSUN!! En það er frágengið, þannig ég er góð. Það eina sem aftrar mér í því að hleypa spenningnum á full swing er sá hnútur í maganum að læknirinn verði ekki með góðar fréttir þegar hann er búinn að taka myndir og fjarlægja gifsið. Vá hvað ég hlakka til að tjútta með Helgu Björg systur og einhverju liði sem ég þekki ekki bofs. Það vill til að ég er meðalfeimin sem gerir það að verkum að ég fer meðalveginn í því að reyna að kynnast því fólki sem verður á staðnum.
þriðjudagur, október 24, 2006
Bjart framundan
... Alveg geta fyrirlestrar farið með mann! Sit hérna að hlusta á fyrirlestur um einhverja kerlu sem mér finnst það merkileg að ég man ekki einu sinni hvað hún heitir! Glæsilegur sem og sterkur leikur Guðbjörg! :) Montessori, það er kerlan :)
Gifsgangurinn gengur fínt ... þó svo að ég gangi eins og hálfv*** þá finnst mér ég alltaf jafn töff :) Hvernig ég fór að því að brjóta mig svona nett fatta ég ekki!! Ég er ekki snillingur fyrir ekki neitt ;) þannig er það nú bara. Ein vika plús 3 dagar í þessu gifsi, þá verð ég free as a bird! Jii ... stefnan verður þá tekið beint í íþróttahúsið að taka svoldið á því, I need it. Það er agalegt að geta ekki farið út að hlaupa og taka á því í lyftingatækjunum í íþróttahúsinu, eins og maður var nú komin í fínt form maður! össs .... Helv*** körfubolti, stór hættulegur!
Var að horfa á Kastljósið í gær, og þar var stelpa að segja frá lífsreynslu sinni. Hún sum sé lifði af einhverja herferð í Úganda (minnir mig :-/). Hún var í 91 dag inná klósetti með sjö öðrum konum á meðan einhverjir karlar/her voru í því að drepa fólk af þeim ættbálki sem þessi stúlka var af. Vá, þegar ég hlustaði á hana þá gat ég ekki annað en grenjað. Svo voru sýnd myndskeið (brota brot) af því fólki sem þessir karlar/her hefðu drepið, og þar var í einni hrúgu, ungabarn, tvö önnur börn, kona (sem var ófrísk) og fleira fólk! Það er ekkert eðlilegt hvað maður botnar stundum ekkert í mannskepnunni. Það eru til fullt af spenndýrum í heiminum og ég er fullviss um það að við erum langversta spenndýrið! Þannig er það bara. Dýr drepa sér til matar, allt gott og blessað með það ... en við, mannskepnan, af hverju drepum við? Vegna brenglunar, reiði, sorgar og ég veit ekki hvað og hvað ... allavega drepum við ekki annan einstakling til matar, nema Hannibal! Ótrúlegt, maður fær bara sting í hjartað! ojj bara ... Nóg af þessu ...
Einn pæling : Það var í fréttum f. einhverjum vikum að töffarinn hann Grímur bæjó fengi verðlaun ef hann gæti fjölgað í bænum næsta árið. Þá spyr ég: Fær nýji bæjarstjórinn hann Grímur verðlaun að fjölga ÍSLENDINGUM eða PÓLVERJUM í Bolungarvík?
Ég enda þessa færslu á að óska Ilmi og Jón Atla hjartanlega til hamingju með Drenginn!!!
:) vei vei...
Gifsgangurinn gengur fínt ... þó svo að ég gangi eins og hálfv*** þá finnst mér ég alltaf jafn töff :) Hvernig ég fór að því að brjóta mig svona nett fatta ég ekki!! Ég er ekki snillingur fyrir ekki neitt ;) þannig er það nú bara. Ein vika plús 3 dagar í þessu gifsi, þá verð ég free as a bird! Jii ... stefnan verður þá tekið beint í íþróttahúsið að taka svoldið á því, I need it. Það er agalegt að geta ekki farið út að hlaupa og taka á því í lyftingatækjunum í íþróttahúsinu, eins og maður var nú komin í fínt form maður! össs .... Helv*** körfubolti, stór hættulegur!
Var að horfa á Kastljósið í gær, og þar var stelpa að segja frá lífsreynslu sinni. Hún sum sé lifði af einhverja herferð í Úganda (minnir mig :-/). Hún var í 91 dag inná klósetti með sjö öðrum konum á meðan einhverjir karlar/her voru í því að drepa fólk af þeim ættbálki sem þessi stúlka var af. Vá, þegar ég hlustaði á hana þá gat ég ekki annað en grenjað. Svo voru sýnd myndskeið (brota brot) af því fólki sem þessir karlar/her hefðu drepið, og þar var í einni hrúgu, ungabarn, tvö önnur börn, kona (sem var ófrísk) og fleira fólk! Það er ekkert eðlilegt hvað maður botnar stundum ekkert í mannskepnunni. Það eru til fullt af spenndýrum í heiminum og ég er fullviss um það að við erum langversta spenndýrið! Þannig er það bara. Dýr drepa sér til matar, allt gott og blessað með það ... en við, mannskepnan, af hverju drepum við? Vegna brenglunar, reiði, sorgar og ég veit ekki hvað og hvað ... allavega drepum við ekki annan einstakling til matar, nema Hannibal! Ótrúlegt, maður fær bara sting í hjartað! ojj bara ... Nóg af þessu ...
Einn pæling : Það var í fréttum f. einhverjum vikum að töffarinn hann Grímur bæjó fengi verðlaun ef hann gæti fjölgað í bænum næsta árið. Þá spyr ég: Fær nýji bæjarstjórinn hann Grímur verðlaun að fjölga ÍSLENDINGUM eða PÓLVERJUM í Bolungarvík?
Ég enda þessa færslu á að óska Ilmi og Jón Atla hjartanlega til hamingju með Drenginn!!!
:) vei vei...
mánudagur, október 23, 2006
Skýring á "Markaðssetningu."
Fólk biður oft um útskýringu á "markaðssetningu." Jæja hér kemur hún:
*Þú ert kona og sérð flottan mann í partýi. Þú ferð upp að honum og segir,
"Ég er frábær í rúminu." Þetta er bein markaðssetning.
*Þú ert í partýi með fullt af vinum og sérð flottan mann. Einn af vinum
þínum fer upp að honum, bendir á þig og segir, "hún er frábær í
rúminu."Þetta er auglýsing.
*Þú ert í partýi og sérð flottan mann. Þú labbar upp að honum, færð
símanúmerið hans, hringir í hann daginn eftir og segir, "Hæ, ég er frábær í
rúminu." Þetta er símamarkaðsetning.
*Þú ert í partýi og sérð flottan mann, þú lagar til fötin þín, labbar upp að
honum og réttir honum glasið þitt og segir við hann, "Fyrirgefðu, má ég?"
Lagar bindið hans, nuddar brjóstunum létt utan í hann og segir, "Ó á meðan
ég man, ég er frábær í rúminu." Þetta eru almannatengsl.
*Þú ert í partýi og sérð flottan mann. Hann labbar upp að þér og segir,"Ég
hef heyrt að þú sért frábær í rúminu." Þetta er þekkt vörumerki.
*Þú ert í partýi og sérð flottan mann. Hann langar í þig en þú færð hann til
að fara heim með vinkonu þinni. Þetta er söluorðspor.
*Vinkona þín getur ekki fullnægt honum, svo hann hringir í þig. Þetta er
tækniaðstoð.
*Þú ert á leið í partý þegar þú uppgötvar að það gætu verið flottir menn í
öllum þessum húsum sem þú ert að labba framhjá. Svo þú klifrar upp á þakið á
einu af þessum húsum, sirka í miðjunni og öskrar úr þér lungun, Ég er frábær
í rúminu." Þetta er ruslpóstur.
*Þú ert í partýi, þessi vel byggði massaði maður kemur til þín, káfar á
brjóstunum á þér og klípur í rassinn. Þetta er Arnold Schwarzenegger.
*Þér finnst það gott, en 20 árum seinna ákveður lögfræðingurinn þinn að
þetta hafi verið kynferðisleg áreitni og undirbýr lögsókn. Þetta eru
Bandaríkin.
Þetta fékk ég í e-maili frá móður minni, hún er alltaf að senda mér eitthvað svona sneddí ;)
*Þú ert kona og sérð flottan mann í partýi. Þú ferð upp að honum og segir,
"Ég er frábær í rúminu." Þetta er bein markaðssetning.
*Þú ert í partýi með fullt af vinum og sérð flottan mann. Einn af vinum
þínum fer upp að honum, bendir á þig og segir, "hún er frábær í
rúminu."Þetta er auglýsing.
*Þú ert í partýi og sérð flottan mann. Þú labbar upp að honum, færð
símanúmerið hans, hringir í hann daginn eftir og segir, "Hæ, ég er frábær í
rúminu." Þetta er símamarkaðsetning.
*Þú ert í partýi og sérð flottan mann, þú lagar til fötin þín, labbar upp að
honum og réttir honum glasið þitt og segir við hann, "Fyrirgefðu, má ég?"
Lagar bindið hans, nuddar brjóstunum létt utan í hann og segir, "Ó á meðan
ég man, ég er frábær í rúminu." Þetta eru almannatengsl.
*Þú ert í partýi og sérð flottan mann. Hann labbar upp að þér og segir,"Ég
hef heyrt að þú sért frábær í rúminu." Þetta er þekkt vörumerki.
*Þú ert í partýi og sérð flottan mann. Hann langar í þig en þú færð hann til
að fara heim með vinkonu þinni. Þetta er söluorðspor.
*Vinkona þín getur ekki fullnægt honum, svo hann hringir í þig. Þetta er
tækniaðstoð.
*Þú ert á leið í partý þegar þú uppgötvar að það gætu verið flottir menn í
öllum þessum húsum sem þú ert að labba framhjá. Svo þú klifrar upp á þakið á
einu af þessum húsum, sirka í miðjunni og öskrar úr þér lungun, Ég er frábær
í rúminu." Þetta er ruslpóstur.
*Þú ert í partýi, þessi vel byggði massaði maður kemur til þín, káfar á
brjóstunum á þér og klípur í rassinn. Þetta er Arnold Schwarzenegger.
*Þér finnst það gott, en 20 árum seinna ákveður lögfræðingurinn þinn að
þetta hafi verið kynferðisleg áreitni og undirbýr lögsókn. Þetta eru
Bandaríkin.
Þetta fékk ég í e-maili frá móður minni, hún er alltaf að senda mér eitthvað svona sneddí ;)
sunnudagur, október 22, 2006
Krónísk leti.....
jam ég þjáist að krónískri leti (þetta er náttlega ekki til -held ekki - bara uppspuni a la Vera ;) ..) En svona er þetta þegar maður snýr sólahringnum við og þarf svo að komast á "rétt braut" aftur :op
Er búin að eyða síðastliðnum tveimur nóttum á skýlinu. Berta eska var svo elskuleg að hringja í mig á fyrri vaktinni um 4 leitið - var í kveðjuteiti hjá bankanum, hún bjargaði mér gjörsamlega! Takk 1000x sæta :* :)
Eins og fram hefur komið áður á þessu bloggi hugsa ég mikið......stundum einum of.
And belive you me það hjálpar ekkert að vera vakandi einn að nóttu til. Díses hvað ég hugsaði mikið. Nú eru sko margar pælingar í gangi. Þar sem skólinn fer von bráðum að ljúka og prófin að byrja. Sem merkir vonandi lok skólagöngu minnar í framhaldsskólakerfinu. En ég er sko niðri á jörðinni varðandi það svo við skulum ekkert fara of hátt upp til skýja ;)
En hvað mun taka við eftir skólann? Skóli? neee það efa ég.... Allavega ekki strax!
Þetta er eitthvað svo stórt skref fyrir litu mig - spurningin "hvað langar mig að vera þegar ég verð stór" er farin að nálgast mig óþraflega mikið. Mig langar ekkert að vera stór (eldri). Tilhugsunin er eitthvað svo hræðileg en samt svo rosalega spennandi. Afhverju?
Tilhugsunin að það fari að koma að því að ég flytji úr heimahúsum og fer að standa á mínum eigin fótum - satt besta segja hræðir mig en í senn er svo svakalega spennandi. Að takast á við alvöruleikan í lífinu. Koma sér fyrir og búa sér til sitt eigið kot. Er heillandi. Ekki það að mér líði eitthvað illa heima hjá mér. Ekki það að ég nýt alls hins góða að vera heima. Ekki það að ég á bestu foreldra í heimi sem gera allt sem í þeirra valdi stendur til að aðstoða mig. Lífið er bara svona
Held ég láti þetta nægja, þarf að koma mér í sturtu von bráðar. Þarf að vera sæt;) Er að fara út að borða með skvísunum mínum. Svo langt síðan að ég hef séð þær :-D :*
Er búin að eyða síðastliðnum tveimur nóttum á skýlinu. Berta eska var svo elskuleg að hringja í mig á fyrri vaktinni um 4 leitið - var í kveðjuteiti hjá bankanum, hún bjargaði mér gjörsamlega! Takk 1000x sæta :* :)
Eins og fram hefur komið áður á þessu bloggi hugsa ég mikið......stundum einum of.
And belive you me það hjálpar ekkert að vera vakandi einn að nóttu til. Díses hvað ég hugsaði mikið. Nú eru sko margar pælingar í gangi. Þar sem skólinn fer von bráðum að ljúka og prófin að byrja. Sem merkir vonandi lok skólagöngu minnar í framhaldsskólakerfinu. En ég er sko niðri á jörðinni varðandi það svo við skulum ekkert fara of hátt upp til skýja ;)
En hvað mun taka við eftir skólann? Skóli? neee það efa ég.... Allavega ekki strax!
Þetta er eitthvað svo stórt skref fyrir litu mig - spurningin "hvað langar mig að vera þegar ég verð stór" er farin að nálgast mig óþraflega mikið. Mig langar ekkert að vera stór (eldri). Tilhugsunin er eitthvað svo hræðileg en samt svo rosalega spennandi. Afhverju?
Tilhugsunin að það fari að koma að því að ég flytji úr heimahúsum og fer að standa á mínum eigin fótum - satt besta segja hræðir mig en í senn er svo svakalega spennandi. Að takast á við alvöruleikan í lífinu. Koma sér fyrir og búa sér til sitt eigið kot. Er heillandi. Ekki það að mér líði eitthvað illa heima hjá mér. Ekki það að ég nýt alls hins góða að vera heima. Ekki það að ég á bestu foreldra í heimi sem gera allt sem í þeirra valdi stendur til að aðstoða mig. Lífið er bara svona
Held ég láti þetta nægja, þarf að koma mér í sturtu von bráðar. Þarf að vera sæt;) Er að fara út að borða með skvísunum mínum. Svo langt síðan að ég hef séð þær :-D :*
Þó maður taki nokkur skref fram og nokkur aftur, þá miðar manni alltaf áfram. Því það er eina leiðin sem hægt er að fara. Það þýðir ekkert að standa í sama farinu. Það hjálpar engum og allra síst þér. Maður tekur bara mistökin, sárin, reiðina, allt saman og lærir af því.
Maður verður síðan að vera bjartsýnn og gera gott úr hlutunum. Alltaf best að vera jákvæður.... Lífið er til að lifa því! Það ætla ég sko með sanni að gera!
Maður verður síðan að vera bjartsýnn og gera gott úr hlutunum. Alltaf best að vera jákvæður.... Lífið er til að lifa því! Það ætla ég sko með sanni að gera!
Allt í lagi...
.. allt komið í lag hjá minni maður!!
Núna fer ég að fara í það að tjá mig hérna. Jeee
Núna fer ég að fara í það að tjá mig hérna. Jeee
miðvikudagur, október 18, 2006
Freezing !!!
Það er orðið skrambi kalt úti, vetur ó vetur ... hann er að koma! Aldrei slíku vant þá er mér kalt á fingrunum, það gerist ekki oft, en bara á hægri hendi, hmmm ...
Shit, það er ekkert lítið hvað ég er spennt þessa stundina fyrir þeim vikum sem eru að fara að líða! Toppurinn verður klárlega 11.nóvember þegar við elskhugarnir förum á einhverja árshátíð á vegum vinnunar hjá Gunnari. Það er svo margt skemmtilegt og spennandi að gerast í vikunum fram að því að ég veit varla hvernig ég á að mér að vera :D
Krakkar, jólin eru að fara að detta inn eftir sirka 1 og hálfan mánuð ... er það ekki GREAT??
ég er ekki frá því að þetta sé frekar tilganglaus færsla hjá mér.
Ég elska ykkur öll
Shit, það er ekkert lítið hvað ég er spennt þessa stundina fyrir þeim vikum sem eru að fara að líða! Toppurinn verður klárlega 11.nóvember þegar við elskhugarnir förum á einhverja árshátíð á vegum vinnunar hjá Gunnari. Það er svo margt skemmtilegt og spennandi að gerast í vikunum fram að því að ég veit varla hvernig ég á að mér að vera :D
Krakkar, jólin eru að fara að detta inn eftir sirka 1 og hálfan mánuð ... er það ekki GREAT??
ég er ekki frá því að þetta sé frekar tilganglaus færsla hjá mér.
Ég elska ykkur öll
þriðjudagur, október 17, 2006
Aftur til fortíðar....
.....var í sturtu áðan. JÁ! ég fer í sturtu annað slagið ótrúlegt en samt sem áður satt ;)
Ekki frásögu færandi en þá fjárfesti stúlkan sér í nýju sjampooi (hvernig skrifar maður þetta eiginlega???) og næringu! Svona Pantein Pro V - fjólublátt nota bene. Síðan þá hef ég notað þessar vörur reglulega. Lyktin hefur alltaf minnt mig á eitthvað. Eitthvað gott.
Svo núna sló það mig; Pony Hestar!! Lyktin minnti mig á Pony hestana mína! Fyndið :)
Það voru ekki ófá böðin sem stelpan tók þar sem varla var pláss fyrir undirritaða fyrir pony hestum og barbí-dúkkum! :-D HAHA
Ekki frásögu færandi en þá fjárfesti stúlkan sér í nýju sjampooi (hvernig skrifar maður þetta eiginlega???) og næringu! Svona Pantein Pro V - fjólublátt nota bene. Síðan þá hef ég notað þessar vörur reglulega. Lyktin hefur alltaf minnt mig á eitthvað. Eitthvað gott.
Svo núna sló það mig; Pony Hestar!! Lyktin minnti mig á Pony hestana mína! Fyndið :)
Það voru ekki ófá böðin sem stelpan tók þar sem varla var pláss fyrir undirritaða fyrir pony hestum og barbí-dúkkum! :-D HAHA
Hreina og fína stelpan out ;)
Komið þið sæl og blessuð
Það er allt gert til þess að geta bloggað, þannig er það bara. J
Það er allt rólegt í kringum mig þessa dagana, miðað við hvað dagleg rútína var komin á gott skrið.
Ég hef æft fótbolta síðan sautjánhundruð og eitthvað, eða svona næstum því, aldrei hef ég lent þar í stórvægilegum meiðslum, allavega ekki í einhverjum meiðslum sem gera mig svo til farlama. Körfubolti er ekki mín íþrótt, því það var í körfubolta sem ég braut eitthvað bein í líkamanum mínum í fyrsta skiptið og lendi í gifsi í fyrsta sinn sem nota bene er BARA óþægilegt, innilokunarkenndin er að fara með mig. Allavega þá er staðan hjá mér þannig að ég er í göngugifsi og losna við það þann 3.nóvember og er alveg ótrúlega sæt og sexý á fleygi ferð á hækjum. Æðislegt ekki satt? Það versta við þetta allt saman er það að núna fer formið sem ég var komin í fyrir lítið! Ég var alveg að verða sátt við þolið og var á blússandi ferð á námskeiðinu hjá Árna og Helgu Salóme, sem ég náði ekki að klára og framhaldsnámskeið að fara að byrja! Andskotinn. Ég reyni bara á meðan ég kemst ekki í íþróttahúsið að vera dugleg að gera þær æfingar sem ég get og henda mér í trimmform hjá henni Möggu Lilju frænku, svo þann 4.nóvember verður farið í íþróttahúsið J Það er eins gott að krakkarnir í grunnskólanum unnu þessa blessuðu árshátíð sem ég og hinir kennararnir í grunnskólanum vorum að æfa þau fyrir. Allavega fórnaði ég miklu fyrir þau ;)
Sjáið mig fyrir ykkur, að vera kyrr með tærnar uppí loftið og að gera lítið sem ekki neitt. Ég er búin að sjá það að þegar ég er komin á gott skrið með nóg af verkefnum þá gerist alltaf eitthvað hjá mér sem dregur úr getu minni að vinna þau verkefni. Það er passað að ég ofgeri mér ekki ;)
Mig hefur svo oft langað til þess að blogga en ekki getað það vegna einhvers tæknilegs drasls og þar að leiðandi ég hef gleymt helmingnum! Æði.
Helgin var æðisleg hjá mér. Elskhuginn kom heim í helgarfrí, ótrúlegt en satt og því fór helgin að mestu í það að umgangast hann, þessa elsku. Auk þess var ég að umgangast Veru krúttilíus og Bertu sætabrauð :) Að eiga góða að er toppurinn. Þannig er það bara.
Ég var að tala við góðvinkonu mína hana Karitas þar sem hún bauð mér til sín í hádeginu. Mér blöskraði hreint og beint alveg hrikalega þegar ég fékk að heyra þá meðferð sem meistaraflokkur kvenna er að verða fyrir! Æfingarnar eru hrikalegar, á sunnudögum og mánudögum, það á svo sannarlega að gefa þessu tíma. Það er engin þjálfari kominn, bara svona afleysinga þjálfari. Meistaraflokkur karla er með tvo þjálfara, eða einn og hálfan eða what ever. Það er víst verið að vinna í því að fá sjúkraþjálfara til liðs við liðið og eikkað ... Það er allt gott og blessað að það á að byggja karla liðið upp en kommon, ef það þarf að byggja einhvern flokk upp þá er það kvennaflokkinn. Ég gæti talað í endalausa hringi, en ég kemst alltaf að þeirri niðurstöðu að ég hef ekki áhuga að fara að æfa þegar staðan er svona, þó svo að ég var eiginlega komin með þá niðurstöðu að fara að drífa mig í takkaskóna. Kannski ykkur finnist það vera uppgjöf hjá mér eða diss en svo er ekki. Ef það á að byggja eitthvað upp þá þarf það að vera aðlagandi, getum við ekki verið sammála um það? Kannski ég bara gerist talsmaður meistaraflokks kvenna og fari að lesa yfir þessari stjórn BÍ eða hver svo sem það er sem stjórnar þessu öllu saman. Ha... ;)
Just so you know þá er ég ekki að skrifa þetta til þess að reita einn né neinn til reiði, ég er bara að vekja athygli á því að það má virkja alla flokka og svona, jafnrétti á þessum bænum.
Hafið þið pælt í því hvað lífið getur breyst einn, tveir og þrír? Það þarf ekki margar ákvarðanir og gjörðir sem marka líf manns til eilífðar. Sumar ákvarðanir eru góðar og léttar aðrar eru slæmar eða erfiðar en alltaf nær maður einhvernvegin að sætta sig við þær ákvarðarnir sem maður tekur og/eða eru teknar fyrir mann. Þetta eru vangaveltur ...
Ég vona að ég geti látið í mér heyra sem fyrst en á meðan þá vitið þið að ég elska mig og ykkur. Munið, maður á að elska sjálfan sig númer 1,2 og 3!
Það er allt rólegt í kringum mig þessa dagana, miðað við hvað dagleg rútína var komin á gott skrið.
Ég hef æft fótbolta síðan sautjánhundruð og eitthvað, eða svona næstum því, aldrei hef ég lent þar í stórvægilegum meiðslum, allavega ekki í einhverjum meiðslum sem gera mig svo til farlama. Körfubolti er ekki mín íþrótt, því það var í körfubolta sem ég braut eitthvað bein í líkamanum mínum í fyrsta skiptið og lendi í gifsi í fyrsta sinn sem nota bene er BARA óþægilegt, innilokunarkenndin er að fara með mig. Allavega þá er staðan hjá mér þannig að ég er í göngugifsi og losna við það þann 3.nóvember og er alveg ótrúlega sæt og sexý á fleygi ferð á hækjum. Æðislegt ekki satt? Það versta við þetta allt saman er það að núna fer formið sem ég var komin í fyrir lítið! Ég var alveg að verða sátt við þolið og var á blússandi ferð á námskeiðinu hjá Árna og Helgu Salóme, sem ég náði ekki að klára og framhaldsnámskeið að fara að byrja! Andskotinn. Ég reyni bara á meðan ég kemst ekki í íþróttahúsið að vera dugleg að gera þær æfingar sem ég get og henda mér í trimmform hjá henni Möggu Lilju frænku, svo þann 4.nóvember verður farið í íþróttahúsið J Það er eins gott að krakkarnir í grunnskólanum unnu þessa blessuðu árshátíð sem ég og hinir kennararnir í grunnskólanum vorum að æfa þau fyrir. Allavega fórnaði ég miklu fyrir þau ;)
Sjáið mig fyrir ykkur, að vera kyrr með tærnar uppí loftið og að gera lítið sem ekki neitt. Ég er búin að sjá það að þegar ég er komin á gott skrið með nóg af verkefnum þá gerist alltaf eitthvað hjá mér sem dregur úr getu minni að vinna þau verkefni. Það er passað að ég ofgeri mér ekki ;)
Mig hefur svo oft langað til þess að blogga en ekki getað það vegna einhvers tæknilegs drasls og þar að leiðandi ég hef gleymt helmingnum! Æði.
Helgin var æðisleg hjá mér. Elskhuginn kom heim í helgarfrí, ótrúlegt en satt og því fór helgin að mestu í það að umgangast hann, þessa elsku. Auk þess var ég að umgangast Veru krúttilíus og Bertu sætabrauð :) Að eiga góða að er toppurinn. Þannig er það bara.
Ég var að tala við góðvinkonu mína hana Karitas þar sem hún bauð mér til sín í hádeginu. Mér blöskraði hreint og beint alveg hrikalega þegar ég fékk að heyra þá meðferð sem meistaraflokkur kvenna er að verða fyrir! Æfingarnar eru hrikalegar, á sunnudögum og mánudögum, það á svo sannarlega að gefa þessu tíma. Það er engin þjálfari kominn, bara svona afleysinga þjálfari. Meistaraflokkur karla er með tvo þjálfara, eða einn og hálfan eða what ever. Það er víst verið að vinna í því að fá sjúkraþjálfara til liðs við liðið og eikkað ... Það er allt gott og blessað að það á að byggja karla liðið upp en kommon, ef það þarf að byggja einhvern flokk upp þá er það kvennaflokkinn. Ég gæti talað í endalausa hringi, en ég kemst alltaf að þeirri niðurstöðu að ég hef ekki áhuga að fara að æfa þegar staðan er svona, þó svo að ég var eiginlega komin með þá niðurstöðu að fara að drífa mig í takkaskóna. Kannski ykkur finnist það vera uppgjöf hjá mér eða diss en svo er ekki. Ef það á að byggja eitthvað upp þá þarf það að vera aðlagandi, getum við ekki verið sammála um það? Kannski ég bara gerist talsmaður meistaraflokks kvenna og fari að lesa yfir þessari stjórn BÍ eða hver svo sem það er sem stjórnar þessu öllu saman. Ha... ;)
Just so you know þá er ég ekki að skrifa þetta til þess að reita einn né neinn til reiði, ég er bara að vekja athygli á því að það má virkja alla flokka og svona, jafnrétti á þessum bænum.
Hafið þið pælt í því hvað lífið getur breyst einn, tveir og þrír? Það þarf ekki margar ákvarðanir og gjörðir sem marka líf manns til eilífðar. Sumar ákvarðanir eru góðar og léttar aðrar eru slæmar eða erfiðar en alltaf nær maður einhvernvegin að sætta sig við þær ákvarðarnir sem maður tekur og/eða eru teknar fyrir mann. Þetta eru vangaveltur ...
Ég vona að ég geti látið í mér heyra sem fyrst en á meðan þá vitið þið að ég elska mig og ykkur. Munið, maður á að elska sjálfan sig númer 1,2 og 3!
sunnudagur, október 15, 2006
föstudagur, október 13, 2006
lifið vel og lengi en ekki í fatahengi.....
Jæja tími til að koma með eitt blogg eða svo....
Skil ekki afhverju Guðbjörg getur ekki bloggað, gengur alltaf hjá mér. Mjög svo skrítið :o/
En á maður ekki að koma með fréttir af stúlkunni á einum fæti ;) Hún er sum sé komin í göngugifsi þessi elska og mun vera í því í 3 vikur segja heimildarmenn mínir mér =) En ég held að hún sé bara ánægð að geta farið út á meðal fólks þó svo að hún þurfi að hafa hækjur með í för á meðan hún er að venjast þessu. Mér finnst það bara kúl, hún er náttlega bara kúl það er bara þannig! Skal veðja við ykkur að þetta verður komið í tísku á no time ;)
Jájá ég er bara heima, að læra (var reyndar að byrja en það er aukaatriði). Ekkert nema dugnaðurinn á þessum bæ. Fjarnáms-Franskan er að gera út af við mig. Rosalega erfitt að læra þetta svona sjálfur. Veit varla hvað snýr upp né niður :op Vorkenni mest kennaranum að fara yfir bullið sem ég geri...!
Ég dýrka tónlist, gæti ekki komist af án hennar! Langaði bara að deila því með ykkur....
Þarf að finna mér hobbý mér til dundurs.......hmmmm......hmmmm........
Byrjuð í íþró aftur - Berta mín dreif sig með mér :) Við erum totally tvær úr tungunum ;)
Samt rosalega nice að taka vel á og skella sér í pottinn og láta allar áhyggjur heimsins fljúga út í buskann! Merkilegt nokk en ég hugsa EKKERT þegar ég er að æfa. Bara læt tónlistina taka völdin og púla. Magnað!
Þarf samt að finna mér eitthvað meira að gera, kannski maður fari að drífa sig í listasmiðjuna. Held samt ég kunni ekkert hvernig á að gera þetta lengur. Slít kannski á slefið milli Gunnu Dóru & Rúnars einhvern daginn og fæ hana til að koma með mér. Aldrei að vita, aldrei að vita ;)
En eitt er víst ég hef alltaf lærdóminn mér til dundurs - virkilega skemmtó eða hittó... En vonandi tekur þetta senn enda.....alltaf að halda í vonina, það skaðara ekkert ;)
Talandi um lærdóm, best að snúa sér aftur að frönskunni. Hún hverfur víst ekki þó ég óski mér það! =)
Hef þetta ekki lengra í bili; lifið vel og lengi en ekki í fatahengi!
Skil ekki afhverju Guðbjörg getur ekki bloggað, gengur alltaf hjá mér. Mjög svo skrítið :o/
En á maður ekki að koma með fréttir af stúlkunni á einum fæti ;) Hún er sum sé komin í göngugifsi þessi elska og mun vera í því í 3 vikur segja heimildarmenn mínir mér =) En ég held að hún sé bara ánægð að geta farið út á meðal fólks þó svo að hún þurfi að hafa hækjur með í för á meðan hún er að venjast þessu. Mér finnst það bara kúl, hún er náttlega bara kúl það er bara þannig! Skal veðja við ykkur að þetta verður komið í tísku á no time ;)
Jájá ég er bara heima, að læra (var reyndar að byrja en það er aukaatriði). Ekkert nema dugnaðurinn á þessum bæ. Fjarnáms-Franskan er að gera út af við mig. Rosalega erfitt að læra þetta svona sjálfur. Veit varla hvað snýr upp né niður :op Vorkenni mest kennaranum að fara yfir bullið sem ég geri...!
Ég dýrka tónlist, gæti ekki komist af án hennar! Langaði bara að deila því með ykkur....
Þarf að finna mér hobbý mér til dundurs.......hmmmm......hmmmm........
Byrjuð í íþró aftur - Berta mín dreif sig með mér :) Við erum totally tvær úr tungunum ;)
Samt rosalega nice að taka vel á og skella sér í pottinn og láta allar áhyggjur heimsins fljúga út í buskann! Merkilegt nokk en ég hugsa EKKERT þegar ég er að æfa. Bara læt tónlistina taka völdin og púla. Magnað!
Þarf samt að finna mér eitthvað meira að gera, kannski maður fari að drífa sig í listasmiðjuna. Held samt ég kunni ekkert hvernig á að gera þetta lengur. Slít kannski á slefið milli Gunnu Dóru & Rúnars einhvern daginn og fæ hana til að koma með mér. Aldrei að vita, aldrei að vita ;)
En eitt er víst ég hef alltaf lærdóminn mér til dundurs - virkilega skemmtó eða hittó... En vonandi tekur þetta senn enda.....alltaf að halda í vonina, það skaðara ekkert ;)
Talandi um lærdóm, best að snúa sér aftur að frönskunni. Hún hverfur víst ekki þó ég óski mér það! =)
Hef þetta ekki lengra í bili; lifið vel og lengi en ekki í fatahengi!
Vera
sem þarf að læra nýja "málshætti" ;)
miðvikudagur, október 11, 2006
My Sweet Fat Valentina
þriðjudagur, október 10, 2006
Merkilegur dagur í dag.
Já í dag er merkisdagur. Því í dag eiga mínir elskulegir foreldrar brúðkaupsafmæli og það ekkert smátt afmæli heldur 30.ára! Sem samkvæmt mínum upplýsingum er kallað perlubrúðkaup.
Því langar mig að nota tækifærið og óska þeim til hamingju með þennan merkisdag! Þið eruð ÆÐISLEGUSTU foreldrar sem til eru :* Og besta fyrirmynd sem ég get hugsað mér. Elska ykkur meira en orð fá lýst.
Svo er þetta ekki allt. Því það eiga önnur merkishjón brúðkaupsafmæli og það eru sko 50.ára brúðkaupsafmæli. Og er það samkvæmt mínum upplýsingum kallað gullbrúðkaup :) Og er það hvorki meira né minna Vera amma mín og Einar afi! Þau eru líka æðisleg og mér þykir óendanlega vænt um þau! Betri ömmu og afa væri ekki hægt að hugsa sér. Ekki það að ég viti hvort amma mín og afi skoða mikið síðuna mína, en mig langar að segja þeim að ég elska ykkur :*
laugardagur, október 07, 2006
Tilfinningablogg!
Það eitt að gefa einhverjum alla okkar ást, tryggir ekki að viðkomandi elski okkur á móti. Ekki búast við ást í skiptum fyrir ást, bíddu þangað til ástin vex í hjörtum annarra og ef það gerist ekki, skaltu þakka fyrir að ástin hafi vaxið og dafnað í þínu hjarta!
Vildi taka út færsluna því að hún var skrifuð í mjög mikilli geðshræringu í gærkvöldi og á ekki heima hérna inni. Fyrirgefið :*
Vildi taka út færsluna því að hún var skrifuð í mjög mikilli geðshræringu í gærkvöldi og á ekki heima hérna inni. Fyrirgefið :*
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)