.. að láta aðeins heyra í sér. Það er svo sem ekki margt annað sem maður getur gert þessa dagana, annað en að skólinn fari að byrja, ja hérna. Ég er nánast snjóuð inni heima hjá Gunnari, ég get svo svarið það!!! Snjórinn nær alveg uppá þak hérna í efribyggð, svei mér þá .... Ég var samt að tala við mömmu mína sem er eins og endra nær staðsett í Hollandinu og þar er bara rigning og rok, meðan við vestfirðingarnir bíðum eftir ógurlega veðrinu sem á kannski/kannski ekki að skella á! magnað...
Jólin hjá mér voru fín ... ég fékk margt í jólagjö, rosalega margt gagnlegt og fallegt, ég fékk líka mörg jólakort, ég vil bara nýta tækifærið og þakka öllum fyrir mig :* þúsund kossar og knús ... Ég náði líka að njóta jólanna í friði og spekt, Guð var mér örlátur yfir afmælið og lét öllum þeim sem ég þekki líða vel yfir jólin.
áramótin fóru betur en á horfðist verð ég að segja ... ballið í Víkurbæ var hið fínasta verð ég að segja, við systurnar, Helga Guðrún og ég, erum ókrýndar drottningar dansgólfsins :) hehe ... við dönsuðum allan tíman sem við vorum þarna inni og þar af leiðandi héldum við uppi stuðinu, svona fyrir utan hljómsveitina. Það eru margir að rifja upp árið, 2004, sem er liðið ... skrifa eins konar annál, ég ætla ekki að gera það, enda nenni því ekki, allavega þá var árið hjá mér hið besta, þrátt fyrir eitt og eitt leiðindar atvik, sem vonandi er hægt að gleyma! Það sem stendur þó uppúr árinu er Benidorm ferðin með 3.bekk :D páskaferðin út til mömmu og svo nmí stjórnar kosningarnar ... þetta er bara svona smá :)
Ég setti mér tvö áramóta heit ... annað er það sem mikil þörf er á, allavega hjá mér, og það er smá megrun!! það þarf ... svo er það hitt, sem er : ég ætla að vera ekkert nema hreinskilin og standa við mína meiningu, takk fyrir pent. ég er nefnilega þannig persóna að ég segi helst það sem ég held og vona að aðrir vilja heyra, en sú tíð er liðin ... þið megið reyna á þetta heit þegar þið hittið mig næst :) endilega, ég skal segja ykkur það sem ég meina!
Annars verð ég að fara að elda núna ,jú jú, stelpan er "húsmóðir" á Hjallarstræti 16, ég og Gunnar erum þar, ásamt dótturunni Snotru (tíkin okkar) og hinum hundinum, tíkinni Skollu (hún er ekki í okkar eigu, heldur er hún heimilishundurinn á Hjallarstrætinu). Fólkið hans Gunnars fór í Skagafjörð yfir áramótin og er þar enn og verður þar, þar til að veður og færð leyfir, hvenar sem það svo sem verður !! Ég ætla að elda pastarétt ...
Svo er bara spurningin hvort maður komist í skólann á morgun, ætli vegagerðin sjái sig fært um að opna óshlíðina og ætli við Gunnar verðum rekin út úr húsinu vegna móðursýki einhverja kalla um snjóflóð?? !! ja h. .. maður spyr sig.
þriðjudagur, janúar 04, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli