... ég er að leggja það á mig að rita hérna eftir langan tíma ;) Það er búið að vera vitlaust að gera og ég sé ekki fram á það að það eigi eitthvað eftir að róast í kringum mig. En mér finnst þetta bara skemmtilegt :) mér finnst gaman að hafa mikið að gera...
Ég fór að velta því fyrir mér um daginn að það er eitthvað sem passar uppá það að ég sé ekki ánægð eða sátt of lengi, fái ekki nóg af því góða! Samt má maður ekki hugsa svona, en mér er sama ;) Því á föstudaginn þá bárust mér þær fréttir að það væri búið að selja íbúðina sem ég og Gunnar búum í!!! usss.... þannig að það hefst leit, enn og aftur, af íbúð. Það er bara skemmtilegt.
Þið vitið af mér ... ég er á lífi, ég er ekki nettengd, mér líður vel og allt það. við sjáumst og lifið heil
mánudagur, janúar 24, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli