Ég var að labba heiman frá Gunnari áleiðis heim til mín, sem er ekki frásögufærandi nema hvað að ég gekk göngustígana. Þessir göngustígar eins og allir bolvíkingar vita eru aldrei eða mjög mjög sjaldan mokaðir á veturnar. Ég eins og flestir aðrir sem ganga göngustígana reyndi að halda mér inná troðningnum sem er búinn að myndast eftir marga aðra sem hafa gengið þarna á undan mér. Þá fór ég að pæla, það feta allir í sömu fótsporin eða lífið birtist öllum á sama hátt en auðvitað eru það einhverjir sem detta útaf slóðanum eða taka nokkur feilspor, en oftar en ekki komast þeir aftur á beinu og greiðfæru brautina. Hugsið ykkur, einn troðningur á göngustíg getur táknað lífið sjálft!! Nokkuð magnað, eða það finnst mér.
Bara svo það sé a hreinu þá er þetta mín skoðun og hún þarf auðvitað ekki að endurspegla mat þjóðarinnar.
fimmtudagur, janúar 06, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli