... lægðin sem er búin að svífa fyrir ofan mig síðustu daga og vikur er liðin hjá, lægðin sem hafði það í för með sér að ég gerði ekkert á daginn, var bara í friði heima hjá mér og mætti stökum sinnum í vinnu, ljúft? ég er samt þannig að ég verð alltaf að vera á fullu, kann ekki alveg að slaka á, mér er sagt að ég hafi það frá föður mínum og afa, ekki slæmt það.
Allavega þá er skólinn kominn á skrið! æði :) félagslíf skólans, fundir og annað sem fylgir því, allt það er komið af stað, það stoppaði reyndar roslaega lítið! ennþá meira æði. Síðast en ekki síst þá byrjar stelpan að flytja á föstudaginn. Það er mesta æðið :D víí ... það er held ég búið að skipuleggja 3 eða fjögur innflutningspartý, hvort það muni rætast úr þeim öllum er ég ekki viss um, en öllum er boðið að koma í heimsókn hvenær sem er :)
Jæja, það er tími til kominn að fara að koma sér heim í Víkina fögru og bestu :)
miðvikudagur, janúar 12, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli