sunnudagur, desember 05, 2004


Jáh! Ég skal segja ykkur það. Bróðir minn kann skvo að koma manni á óvart. Í gær vorum við mamma, pabbi og ég að fara í mat til Hödda og Ewu. Foreldrar Ewu eru nebblega að fara til Póllands eftir helgi. Við héldum náttlega að þetta væri bara svona venjulegur kveðjumatur. Jáh, neinei....allt í einu var sýslumaðurinn mættur í öllu sínu uniformi. Ég bara whaaaat! Svo tilkynnti Höddi okkur að þau væru að fara að gifta sig. Ég vissi ekki hvaðan stóð að mér veðrið. Var alveg orðlaus. Meira að segja táraðist :) Það voru allir orðlausir. En váá hvað ég var ánægð :-D Posted by Hello

Engin ummæli: