sunnudagur, desember 19, 2004

Þetta er BARA fyrir Guðbjörgu........

..........af því að hún er veik

Jæja svo jæja sagði kötturinn og fór að hlæja!
Vissuði að jólin eru alveg að fara að koma? Jii mér finnst þetta ekkert smá skrítið.... Ég held í fullri alvöru að ég sé næsti Grinch!! Ég finn ekki þenna jólafíling, ég hlusta á jólalögin eins og einhver vitfirringur og er búin að þrífa og skreyta inni hjá mér. Mamma er búin að baka og þau eru að skreyta akkúrat í þessum töluðum orðum. En ég! Ekkert, nata, notthing! Eins og ég segi, I am the Grinch. Kannski er ég bara ekkert búin að ná því að það séu að koma jól. Ekki það að ég sakni þess að fara í próf en það var svona viss áfangi á undan jólunum og vera komin í "jólafrí" þó svo að maður væri að vinna um jólinn. Þá vissi maður að það væru að koma jól, en núna er ég bara að vinna. Það er ekkert svona "hint"að það sé að koma jól og þau eru nú bara á næstu helgi!

út í eitthvað annað......

Fór í afmæli í gær hjá Helenu og Stebbu. Þrusu stuð, Karókíí og læti Meira að segja varðeldur sem sumir (nefnum engin nöfn) voru eitthvað að fikta við að búa til
Guðbjörg var rosalega dugleg að taka myndir, enda er hún virki bloggarinn á þessari síðu
Upp úr eitt var skellt sér á Flateyri og jammað. Ég helti niður fullu glasi af bjór yfir sjálfa mig, geri aðrir betur! (Helena ég skulda þér enn þá bjórinn )

Svo hefur dagurinn í dag farið í það að blóta húðhreinsunni sem ég fór í á miðvikudaginn, er örugglega komin með einhverja sýkingu sem ku heita kossageit. Fer til Dr.Saxa á morgun og fæ úr því skorið. Langaði ykkur ekki að vita þetta

Jæja nenni ekkert að skrifa meira, ætla að fara og viðra Heklu og dúlla mér.....
--{-@ *Baci* @-}--

E.s Láttu þér batna litla krúsímúsídúllan mín

Engin ummæli: