Jebb ég á að mæta kl. 10:45, ég er samt ansi hrædd um að það verði læti í vélinni, hoppugangur og svoleiðis vitleysa, Ég hata það! Ég veit samt að Geir vinur minn sé mjög ósammála mér í því ... því meiri læti og óveður, því betra og skemmtilegra! Svo segir hann.
Ég er að deyja ég er svo spennt að komast suður en samt er ég pínu oggu lítið kvíðin að vera ekki hjá mömmu né pabba! ég hef prufað ein svoleiðis jól, þá bjó mamma í Færeyjum og pabbi lá á sjúkrahúsinu á Ísafirði, þau jól voru erfið ef ég á að segja alveg eins og er... en það er langt síðan, tímarnir eru aðeins öðruvísi núna. Núna veit ég að báðum foreldrum mínum líður vel og öllum þeim sem ég verð ekki nálagt um jólin. Ég mun hafa það gott hjá stærstu systur og fjölskyldu hennar, svo mun hún Helga Björg örugglega skjóta inn kollinum :D ahh ... þetta verða góð jól, ég finn það á mér ...
Allir, reynið að hafa það sem ALLRA best yfir jólin og alltaf, það er sóun á tíma lífsins að láta sér líða illa :* Luv
þriðjudagur, desember 21, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli