föstudagur, desember 03, 2004

Akkúrat!!!

Jáh ... ég ætla ekki að tjá mig um prófið sem ég var í í morgun, btw þá gekk mér ÖMURLEGA og ég býst ekki við neinum kraftaverkum, þó ég biðji til Guðs á hverri mínútu þess efnis að ég hafi verið heppin og náð :-/ :)

Það er smá gleði fyrir þennan dag, ég var að panta farið mitt suður til fólksins í Reykjarvíkinni :) ég fer 20. des og kem afur 27.des. já krakkar mínir ... þið þurfið að koma kortunum til mín, en það er fínt að eitthvað bíði mín þegar ég kem heim ;)
Já, vel og minnst, kort ... ég mun ekki senda kort í ár ... allavega takmarkað upplag af þeim. Ef þú færð ekki jólakort frá mér, þá biðst ég afsökunar og óska þér bara gleðilegra jóla hérna á síðunni ;) hehe ...

Annað gleðilegt ... ég náði rekstarhagfræði, takk ;)

Engin ummæli: