föstudagur, desember 24, 2004


Jólakveðja...
Í skemmtilegum tilgangi höfum við, gyðjurnar víðfrægu, ákveðið að gera eina sameiginlega færslu, í tilefni jólanna :)

Við óskum öllum lesendum okkar nær og fjær, til sjávar og sveita gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Með von um gott lestrarár framundan ;)
Takk fyrir okkur, þið traustu og áreyðanlegu lesendur ... þúsund kossar úr höfuðborginni og sjávarþorpinu :)

Guðbjörg og Vera Posted by Hello

þriðjudagur, desember 21, 2004

Það er útlit fyrir flug...!

Jebb ég á að mæta kl. 10:45, ég er samt ansi hrædd um að það verði læti í vélinni, hoppugangur og svoleiðis vitleysa, Ég hata það! Ég veit samt að Geir vinur minn sé mjög ósammála mér í því ... því meiri læti og óveður, því betra og skemmtilegra! Svo segir hann.

Ég er að deyja ég er svo spennt að komast suður en samt er ég pínu oggu lítið kvíðin að vera ekki hjá mömmu né pabba! ég hef prufað ein svoleiðis jól, þá bjó mamma í Færeyjum og pabbi lá á sjúkrahúsinu á Ísafirði, þau jól voru erfið ef ég á að segja alveg eins og er... en það er langt síðan, tímarnir eru aðeins öðruvísi núna. Núna veit ég að báðum foreldrum mínum líður vel og öllum þeim sem ég verð ekki nálagt um jólin. Ég mun hafa það gott hjá stærstu systur og fjölskyldu hennar, svo mun hún Helga Björg örugglega skjóta inn kollinum :D ahh ... þetta verða góð jól, ég finn það á mér ...

Allir, reynið að hafa það sem ALLRA best yfir jólin og alltaf, það er sóun á tíma lífsins að láta sér líða illa :* Luv

mánudagur, desember 20, 2004

Aflýst ...

Flugfélag Íslands segir :
flugi AFLYST í dag. ATHUGUN á morgun kl. 09:30 ...

Mín er pirruð, reið, brjáluð , sár döpur og ekki viðræðuhæf.

takk fyrir

Helv... alltaf sama sagan!

usss ... ég á ekki til orð ég á að vera farin til Reykjarvíkur og það er athugun kl. 14:30, ömurlegt!! Það á víst að læga núna síðdegis, það er eins gott að það gerist annars tapa ég mér ... Ég vil komast suður til systra minna og fjölskyldu ;) plís plís verði flogið, verði flogið plís ...
Biðjið með mér ;)

Ég á samt eftir að sakna ykkar :*

Myndir frá laugardagskvöldinu eru komnar inn my friend!! Þetta eru ritskoðaðar myndir ... ;) Þetta kvöld var mjög skemmtilegt og við Gydjunar þökkum öllum fyrir góða samveru! Þessi síða er styrkt af SMIRNOFF ...  Posted by Hello

sunnudagur, desember 19, 2004

Þetta er BARA fyrir Guðbjörgu........

..........af því að hún er veik

Jæja svo jæja sagði kötturinn og fór að hlæja!
Vissuði að jólin eru alveg að fara að koma? Jii mér finnst þetta ekkert smá skrítið.... Ég held í fullri alvöru að ég sé næsti Grinch!! Ég finn ekki þenna jólafíling, ég hlusta á jólalögin eins og einhver vitfirringur og er búin að þrífa og skreyta inni hjá mér. Mamma er búin að baka og þau eru að skreyta akkúrat í þessum töluðum orðum. En ég! Ekkert, nata, notthing! Eins og ég segi, I am the Grinch. Kannski er ég bara ekkert búin að ná því að það séu að koma jól. Ekki það að ég sakni þess að fara í próf en það var svona viss áfangi á undan jólunum og vera komin í "jólafrí" þó svo að maður væri að vinna um jólinn. Þá vissi maður að það væru að koma jól, en núna er ég bara að vinna. Það er ekkert svona "hint"að það sé að koma jól og þau eru nú bara á næstu helgi!

út í eitthvað annað......

Fór í afmæli í gær hjá Helenu og Stebbu. Þrusu stuð, Karókíí og læti Meira að segja varðeldur sem sumir (nefnum engin nöfn) voru eitthvað að fikta við að búa til
Guðbjörg var rosalega dugleg að taka myndir, enda er hún virki bloggarinn á þessari síðu
Upp úr eitt var skellt sér á Flateyri og jammað. Ég helti niður fullu glasi af bjór yfir sjálfa mig, geri aðrir betur! (Helena ég skulda þér enn þá bjórinn )

Svo hefur dagurinn í dag farið í það að blóta húðhreinsunni sem ég fór í á miðvikudaginn, er örugglega komin með einhverja sýkingu sem ku heita kossageit. Fer til Dr.Saxa á morgun og fæ úr því skorið. Langaði ykkur ekki að vita þetta

Jæja nenni ekkert að skrifa meira, ætla að fara og viðra Heklu og dúlla mér.....
--{-@ *Baci* @-}--

E.s Láttu þér batna litla krúsímúsídúllan mín

þriðjudagur, desember 14, 2004

100 atriða listi ...

Blogginu barst bréf, þ.e.a.s. mér barst bréf áðan og það var skorað á mig og veru að gera svona 100 atriða lista um okkur ... já já ekkert nema gott um það að segja, kannski ég geri svoleiðis lista, við tækifæri .... en ég er hætt að blogga, ég blogga ekki aftur fyrr en vera er búin að blogga, allavega svona 3 sinnum ... eða tvisvar! eða höfum það þannig að ég blogga ekki fyrr en vera er búin að blogga og ekki orð um það meir ;)

Nokkrar, fáar, nýjar myndir ... ég fór með litlu systur að sjá þegar það var kveikt á jólatrénu hér í bænum, svakaleg upplifun. Allavega þá henti ég nokkrum myndum af þeim viðburði í myndaalbúmið. tjék it át ... Posted by Hello

Ja há ... ;)

Þennan afgreiddum við Jói á sjoppunni í gær ;)

pæling ....

... ef einhver kæmi til ykkar og færi að lýsa einhverjum einstaklingi fyrir ykkur og myndi segja eftirfarandi :

Hann er svo fallegur, sætur og góður ... en samt er hann líka svo ljótur.

Hvernig mynduð þið sjá þennan einstakling fyrir ykkur?

miðvikudagur, desember 08, 2004


Ég er sko villidýr ;) Posted by Hello

Stelpan ...

... vaknaði snemma í morgun sem er ekki frásögu færandi, nema hvað hún setti inn myndir í myndaalbúm okkar Gyðjanna :) Þær eru hérna til hægri, í þessu almbúmi ... Ég ætlaði að setja fleirir og eldri myndir þar sem vinir okkar og við gyðurnar komum við sögu, en ég kunni ekki við það þar sem eitthvað af þessum myndum gættu haft áhrif á ímynd fjölda fólks ;) hehe. ...


Allavega þá er ágætt að fara að sturta sig núna og fara svo að læra fyrir stjórnmálafræðina .. víí

þriðjudagur, desember 07, 2004

Já já ...

... þetta er skemmtilegt, Sigurbjörg er hérna hjá mér að skanna og það gengur svona líka vel hjá henni ;) uhum

Hugsið ykkur herbergið mitt er loksins komið í stand!! Ég flutti hingað í byrjun júni!! Allir kassar á bak og burt og allt saman komið í stand ... Það tekur sinn tíma að koma sér fyrir dömur mínar og herrar ...

u.. ég vil bara benda á það að sambloggari minn er á lífi ;) ég er bara eitthvað hyper í þessu bloggerí bloggi. góður :)

Sigurbjörg biður að heilsa ...

P.S.
Þýskuprófið var lúmskt í morgun, ef ég fell, þá fell ég á lúmskan hátt!

Hamingjusöm....

... það er ótrúlegt hvaða hlutir geta gert mann hamingjusaman! Akkúrat á þessari stundu er að brjótast mikil tilfinning innra með mér, hamingjutilfinning sem er í bland við létti :) Jú góðir landsmenn nær og fjær, stelpan náði NÁT 123 ... takk fyrir pent. Ég fékk 5, sem er nokkuð gott, en kannski ekkert endilega einkunn sem maður ætti að vera stoltur af :-/ en hey, ég náði. Ég náði prófinu sem er búið að halda fyrir mér vöku síðustu næstur ... vei ... loksins get ég sofið

Gullmolinn minn hún Mæja Bet á afmæli í dag. Elsku Mæja Bet til hamingju með daginn og hafðu það gott þarna á Írlandi :) Love you and miss you :*  Posted by Hello

mánudagur, desember 06, 2004

Smá oggu pínu pása ...

hafið þið lent í því ...

... á prófi að lesa yfir spurningarnar og vita ALLT??! Ég var í prófi í morgun hérna í gamla skólanum mínum, Grunnskóla Bolungarvíkur, að tala sálfræðipróf í fjarnámi. Ekki nóg með það að þegar ég las spurningarnar á prófinu þá vissi ég eitthvað um allt það sem var spurt um. Vandinn var bara sá í þessu prófi að ég kom ekki orðum að því sem ég vildi koma frá mér! demn ... ég skrifaði og skrifaði um allt það sem ég vissi, ég vona að það hafi bara komist allt til skila ;) Tvö próf eftir ... ahh ... eða kannski þrjú, úr því að ég er 99% viss um fall í Nát123. en það er ekki heimsendir, tek það bara aftur og næ :) en ef ég næ svo ekki þrem !! hvað þá ... aji, ég blikka þá bara hann Kristinn ;)

Stelpan komst ekki í vinnu í gær og fór heldur ekkert út á laugardagsKVÖLDI var bara heima vegna eymsla í maga, mikill verkur þar og óþægindis tilfinning ... ekki gott ! en ég er víkingur og er svona eiginlega búin að jafna mig.

Ég ætla að fá smá útrás í þrifum núna áður en ég fer og fylli heilann af þýsku kunnáttu ... mikið grín og mikið gaman HAHAHA (Grínverjalagið með Ladda klikkar ekki;))

Lifið heil dúllurnar mínar ... skrifið svo endilega í gestabókina, að maður þurfi að biðja um þetta er til háborinnar skammar, meira að segja mamma (Elsa Jóhannesdóttir) er búin að skrifa í hana ;) bara grín mamma mín :*

sunnudagur, desember 05, 2004


Orðin hjón :-D  Posted by Hello

Jáh! Ég skal segja ykkur það. Bróðir minn kann skvo að koma manni á óvart. Í gær vorum við mamma, pabbi og ég að fara í mat til Hödda og Ewu. Foreldrar Ewu eru nebblega að fara til Póllands eftir helgi. Við héldum náttlega að þetta væri bara svona venjulegur kveðjumatur. Jáh, neinei....allt í einu var sýslumaðurinn mættur í öllu sínu uniformi. Ég bara whaaaat! Svo tilkynnti Höddi okkur að þau væru að fara að gifta sig. Ég vissi ekki hvaðan stóð að mér veðrið. Var alveg orðlaus. Meira að segja táraðist :) Það voru allir orðlausir. En váá hvað ég var ánægð :-D Posted by Hello

föstudagur, desember 03, 2004

Akkúrat!!!

Jáh ... ég ætla ekki að tjá mig um prófið sem ég var í í morgun, btw þá gekk mér ÖMURLEGA og ég býst ekki við neinum kraftaverkum, þó ég biðji til Guðs á hverri mínútu þess efnis að ég hafi verið heppin og náð :-/ :)

Það er smá gleði fyrir þennan dag, ég var að panta farið mitt suður til fólksins í Reykjarvíkinni :) ég fer 20. des og kem afur 27.des. já krakkar mínir ... þið þurfið að koma kortunum til mín, en það er fínt að eitthvað bíði mín þegar ég kem heim ;)
Já, vel og minnst, kort ... ég mun ekki senda kort í ár ... allavega takmarkað upplag af þeim. Ef þú færð ekki jólakort frá mér, þá biðst ég afsökunar og óska þér bara gleðilegra jóla hérna á síðunni ;) hehe ...

Annað gleðilegt ... ég náði rekstarhagfræði, takk ;)

fimmtudagur, desember 02, 2004


Við erum bestust, sterkust og frábærust ... það er og verður bara þannig, við erum ekki að fara neitt :) ef einhvað er þá erum við rétt að koma ... eða rétt að byrja :) Luv jú gæs  Posted by Hello

Ég er dauð ... gott sem fallin

Ég get ekki lýst því hvernig mér er innanbrjóst núna !! úff ... ég er BARA stressuð, nát 123 próf á morgun og ég er búin að vera að læra síðan klukkan 3 og man ekkert!!! ég man ekkert úr þessu og ég kann ekkert ... aji ...af hverju er ég að skrifa hérna?'


Ég man það ekki ... :-/

miðvikudagur, desember 01, 2004

Staðfesting

með þessari færslu ætla ég að staðfesta það hvað ég sé geðveikt ...... Skemmtileg að blogga svona oft á einum degi, kreisí ;) allavega það eru magicarnir algjörlega hrofnir úr líkamanum, ekkert eftir held ég. Allavega er ég orðin skuggalega þreytt, búin að tala við sjálfa mig í hringi um rekstrarhagfræði sem ég er svo viss um að ég klúðri :-/ vona samt sem áður það besta!
Svo er samræmt próf í íslensku eins og alþjóð veit, mér finnst það próf vitleysa enda er eg ekki búin að læra neitt fyrir það, fyrir utan þá íslensku áfanga sem ég hef tekið undanfarin ár ;)

Ég verð að láta hérna smá texta við eitt lag... okei, ég linka bara á textann, sem ég er barasta búin að vera með á heilanum síðustu daga ... vikur ... og mánuð ... ótrúlegt, þetta er nú fínasta fínt lag !

Ég skal sko segja minn hug ...

... ég segi nei,
ég segi svei,
ég segi nei,
ó svei ó svei!!!

Ég vil þetta ekki ... það er bara þannig og þetta er bara mín skoðun, það þarf ekki að endurspegla skoðun annara íbúa Bolungarvíkur! Sameining er ekki á borðinu hjá mér, það er bara þannig.

Og hvað?? og hvað ...

Hey fólk

það eru svo mikið sem 23 dagar þar til ég á afmæli !! :) víú ... það er alveg ótrúlegt, ætli það muni einhverntíman eldast af manni þessi tilhlökkun? Að hlakka til þess að eiga afmæli? Jah ... maður spyr sig.


Engin hætta ... engin hætta

:) íslenskuprófið var ekkert mál ... ég þarf aldrei aftur að fara í íslensku sem skylduáfanga, þetta er æðisleg tilfinning.
Það er samræmt stúdentspróf í ísl á morgun, ég hef engar áhyggjur af því. Það er ekkert mál. Ég er nú bara að læra fyrir rekó próf hjá Agó sem er á morgun ;) ég þarf bara að fara vel yfir reikningsdæmin, ég er því miður með þá veiki að geta ekki lært stærðfræði, ég er ömurleg í stærðfræði ... það er sko satt! en jæja jæja ...

Ég labbaði svona sirka tvo hringi um bæinn í dag, Magic-arnir voru sko ekkert að yfirgefa líkama minn, ég er búin að vera hyper í allan dag, þar til núna, núna er ég orðin þreytt. Ég líka var að rembast við að sofan í gær að verða 02 eftir að hafa drukkið 3 og 1/2 Magic og svo kláraði ég annan í morgun, áður en ég fór í sund kl. 06, já ég og Sigurbjörg fórum í sund kl.06 í morgun, takk fyrir pent.

Ég var svona að spá áðan ... í þessum 2 hringjum í kringum bæinn hvort það væri ekki vani að flagga á Fullveldisdaginn?? það var flaggað á fimm stöðum, ég taldi sko ... það var ekki einu sinni flaggað hjá þeim á Völusteinsstrætinu sem flagga alltaf þegar einhver deyr!! kannski flagga þau bara fyrir einhverju sorglegu? en allavega ef ég hefði átt hús með flaggstöng í dag, þá hefði ég flaggað! merkilegur dagur ....

Heilinn og hugurinn eru búnir að vera á svo miklu spani í dag að það er ekki eðlilegt held ég ... hugurinn er búin að reika mikið... og margar pælingar skotið upp kollinum, ég ætla að bíða aðeins með það að blogga þær hérna upp, geymi það þar til seinna :)

Annars hef ég ekki tíma í þetta ... ég er að læra ...

HEY krakkar !!! ef einhver er að fara suður í kringum 20.des. plís led mí nóv ... ég þarf far ;) ætla að ath hvort ég geti sparað einhvern pening

Íslenska 503 ...

... jú ég er enn á fótum, sit hérna við skrifborðið mitt og les í íslensku um hinar ýmsu stefnur sem hafa verið við lýð í íslenskri bókmenntasögu frá aldarmótum 1900. Ég er búin að drekka einn og hálfan magic og er í þrusu tuði ;) þannig er það með mig að ég læri best á kvöldin og á næturna, þannig er ég bara ;) Ég vona og tel það víst að mér eigi eftir að ganga vel á þessu prófi, eða ég hugsa það :-/

Vissuð þið að hann Halldór okkar Laxnes var fyrsti íslendingurinn til þess að skrifa undir Súrrealisma ?? jáh ... ;)

En hey, ef einhver er svaka gáfaður og klár og ég veit ekki hvað og hvað í eðlis- og efnafræði (nát123) þá má sá hinn sami / hin sama ... hafa samband ;) fyrir föstudag :) víí ...

Sjáumst krakkar ... lifi prófavikan ...