mánudagur, maí 21, 2007

Strax

Ég er ein af þeim manneskjum sem vill láta allt gerast strax, helst í gær (ef þannig liggur á mér, spyrjið bara Gunnar ef þið trúið mér ekki;)). Ef ég fæ einhverja hugmynd (sem kemur sjaldan fyrir ;)) þá þarf ég helst að framkvæma hana strax, allavega mjög fljótlega á eftir að hugmyndin kviknar. Það sem ég þoli ekki við það að fá hugmyndir er að bíða, bíða eftir því að þessi er við, bíða eftir að þessi að geri þetta, þetta opnar ekki fyrr en kl. þetta og svo framvegis og svo framvegis.
Svo ég nefni dæmi um verkefni sem ég verð að leysa strax þá get ég nefnt að borga reikninga! Ég þoli ekki að fara inná heimabankann minn og sjá reikning/reikninga ógreidda. Þeir koma kannski inn einhverntíman fyrir mánaðarmót en þurfa ekki að vera greiddir fyrr enn eftir einhverja daga ... ég get varla sofnað á kvöldin vitandi að ég þurfi að borga þá (ekki það að ég sjái eftir peningunum, nei ... það er óþæginlegt að vita af þessum reikningi og hann hverfur ekkert nema ég geri eitthvað í því!!)
Þeir sem þekkja mig vita að ég fæ alveg óteljandi hugmyndir í hausinn á hverjum degi, svo hendi ég þeim hugmyndum sem mér lýst ekkert á og held þeim sem eru meira spennandi en aðrar. Þegar ég er með margar hugmyndir og mörg verkefni fyrir sjálfa mig þá verð ég að leysa þau í "réttri röð" ég get ekki gert þetta á undan hinu því hitt skiptir meira máli en hitt. Svo þegar verkefnið eða hugmyndin er leyst þá fer það útaf listanum og ég verð sáttari og sáttari þegar minnkar á verkefnalistanum. Ég er nokkuð sátt í dag því nokkur verkefni og hugmyndir eru farnar af listanum en viti menn ... fleiri bætast við.

Það sem ég er að reyna að koma frá mér með góðri samvisku er það að ég þoli ekki þegar fólk gerir ekki það sem það segist ætla að gera. "Ég geri þetta á morgun eða hinn" viti menn ... það er ekki gert. Ég þoli ekki svoleiðis. Ég verð kannski að passa mig að halda mig á mottunni í þessum orðum mínum því foreldrar eru ansi gjarnir að segja "kannski á morgun" við börnin sín, ég veit allt um það, eða svoleiðis ;) !

Eitt annað sem ég þoli ekki er orðið "kannski" ... jú jú ... ég nota það við og við en ég þoli ekki sjálfa mig þegar ég segi kannski við einhverju. Það er svo loðið svar eitthvað, það er já en samt ekki já það gæti verið nei en samt ekki nei því það var sagt kannski.

Eruð þið að fatta mig? Þið eruð alltaf að kynnast mér betur og betur :)

3 ummæli:

Vera sagði...

Aji þú ert krútt! ;* Og merkilegt nokk þá fatta ég þig.....wierd I know ;)

Nafnlaus sagði...

Ég er alltaf að bíða eftir LOF bloggi um Josh Groban frá Veru! Missti ég kannski af því? :)

Nafnlaus sagði...

jú jú ég skil þig ... hehehe:)