Að sjálfsögðu fara svona hugmyndir í gegnum kollinn á mér þegar ég er lögst á koddann - ekki spurning, þá fer allt á fullt!
Venjur. Það er líka nokkuð sem ég botna stundum ekkert í. Maður getur vanið sig á ótrúlegustu hluti. Talandi um kodda. Þá er ég að spá í að saga rúmið mitt í helming. Það er einfaldlega sóun að hafa það allt inn í þessu litla herbergi mínu. Enda sef ég alltaf sömu megin. Hægra megin. Þetta er einmitt einn hlutur sem ég hef vanið mig á. Reyndar var annarr aðili staðsettur þar um tíma - sem átti eflaust þátt í því að ég vandi mig á þetta. Burt séð frá því hef ég ekki enn getað AFvanið mig og breytt úr mér. Notið alls þess svæðis sem ég hef til umráðu. Neinei. Ég kúri mér saman á "mínu" svæði og hef það gott. Fyndið.
En eins og vinur minn hann Jason Mraz segir Life is Wonderful (sem meðal annars fékk mig til að pæla í fyrirsögninni hér að ofan.)
Og talandi um söngvara, þessa dagana á Groban nokkur Josh hug minn allan! 7.dagar! Pælum aðeins í því! Guðbjörg sagði við mig á laugardaginn að hann væri á lausu. Væri bara að bíða eftir þeirri einu réttu. Tja hann má allavega eiga það að hann hefur fangað mig! Má alveg koma sem hvítur riddari og nema mig á brott. Slæ sko ekkert hendinni á móti því. Það er nú bara þannig.
GleðiGleði
Við mæðgur brosum hringinn í dag. Við unnum pottinn. Ekki heita pottinn. Neinei. Enn þá betra. Vínpottinn í vinnunni. Jáh við mæðgur eigum von á 16.flöskum (mínus þær tvær sem við settum í pottinn) á heimilið. Hér eftir verður sötrað rauðvín í betri stofunni. (reyndar eru flöskunar allskonar). Ég heyrði einhverstaðar að rauðvín væri gott fyrir heilsuna. Eitt glas á dag kemur lífinu í lag. Er ekki frá því að það standi einhverstaðar. Ef ekki. Hefur það hér með verið ritað!
Hugsuðurinn out.
E.s (þessu var bætt við eftir að færslan var publish-uð);
Þetta er fyrsta færslan mín í Maí-mánuði. Eitt stórt klapp fyrir því!
*Klapp!*
Þetta er fyrsta færslan mín í Maí-mánuði. Eitt stórt klapp fyrir því!
*Klapp!*
2 ummæli:
*KLAPP*
Rauðvín er víst rosalega gott og hollt fyrir hjartað, því var einu sinni logið!
Eftir þessu fleygu orð þín um "riddarann á hvíta hestinum" þá hugsa ég að það verði á næstu dögum met sala í hvítum/gráum hestum á Íslandi :) LOL
Love you :*
Awww þú ert svo sæt innan sem utan sugar! OG fyndin í þokkabót;) Luv jú tú! ;*
Skrifa ummæli