þriðjudagur, maí 22, 2007

990

Jæja tími til kominn að bretta upp ermarnar og koma með eitt stykki bloggfærslu :)

Allavega! Ferðin suður gekk glimrandi vel, Guðrún er góður ferðafélagi í bíl og vona ég að ég sé það líka :) Rvk stóða að sjálfsögðu fyrir sínu, með öllu tilheyrandi. Verslunarferðum, ofáti o.fl! En mikið lifandi skelfingar ósköp er alltaf GOTT að komast HEIM!!! :)

En toppurinn á ferðnni var að sjálfsögðu Josh Groban! Oh minn jesús! Orð fá ekki lýst öllum þeim tilfinningum sem fóru í gegnum líkamann minn á þessum tónleikum. Maðurinn er bara gjörsamlega ÆÐI út í gegn! Eitt mesta krútt sem fyrir finnst! Svo við tölum nú ekki um röddina! Oh!
Brosið fór ekki af mér allan tímann og það er bara hérna enn þá ef ég á að segja alveg eins og er! :-D hehe.... Ef eitthvað er þá dýrka ég kauða bara meira eftir þetta! :)
Við sátum uppi, fyrir miðju - ofarlega. Mjög góð sæti - sáum vel hvað var að gerast og engir hausar að þvælast fyrir. En í einu atriðinu hefði ég svooooo viljað vera niðri í salnum. Því Josh fór um salinn og var að syngja til fólks, takandi í hendurnar á því. Oh! hefði svoooo viljað að þetta hafi verið ég - verður það næst! :) hehe
Gerði merka uppgötvun á þessum tónleikum; Gunna Dóra er bókstaflega alltaf með mér þegar ég geri eitthvað í fyrsta skiptið! (eða svo til nánast alltaf ;) ...). Ekki skrítið að maður er háður þessum krakka! ;)


En þar sem myndavélin mín (okei, Einars) er ekki góð að taka myndir í myrkri. Tók ég aðalega video. Síðan eina mynd af okkur gellunum! ;)

En út í annað, eigum við að ræða þetta veðurfar! Oj bara! Vibbi! Kúrði mig bara aftur niður í sængina þegar ég leit út um gluggan í morgun!

En þetta er komið gott í bili;
Hananú sagði hænan og lagðist á bakið......!

Engin ummæli: