Vá veðrið er æðislegt! Morgunsólin er að teygja geisla sína hingað inn....Mmmm... Vona að þetta þýðir að vorið/sumarið sé á næsta leiti... :)
Sambloggarinn minn er búinn að gera þessa vakt mjög skemmtilega, stelpan má eiga það! ;) Er búin að hringja 2x í mig og spjalla. Fyrra skiptið áður en hún fór á ball og svo núna, fyrir stuttu, hringdi hún frá tröppunum á bíóinu á ísó. Var að segja mér hverjir voru að djamma og hvað það hefði verið gaman. Hún er algjört yndi þessi ezka! ;* Hefði sko alveg viljað vera með henni að djamma :o/ En það þarf einhver að vinna fyrir salti í grautinn;) ......en síðam mun minn tími koma......sum sé sem sagt á næstu helgi! Jább! Þá er sjómannadagshelgin og í fyrsta skiptið í ára raðir er ég ekki að vinna! Hel yeah!:-D Þá verður dansað til að gleyma!;)
Annars er ég búin að vera dúlla mér þessa vakt að læra. haha! Neih ég er ekki með öllum mjalla! Kvíður svo fyrir því að fara út til Frakklands að ég er farin að rifja upp það sem mér var kennt í frönsku í menntó! (sem btw er fyrir einni önn síðan ;) ..) Er að búa til litla bók þar sem ég skrifa niður allar þær glósur sem ég hef gert. Svo ég hafi þetta nú allt á einum stað þegar ég kem út og þarf að bjarga mér. Guð, ég á eftir að týnast. Er alveg vissum það.
Hef þetta ekki lengra, tölvan er ekkert skemmtileg hérna. Svo mikil læti í henni, vil ekki vekja fólkið :o/ :op
Vonandi er kvöldið búið að vera ánægjulegt hjá fleirum en mér ;)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli