fimmtudagur, maí 03, 2007

Dugnaður eða ofvirkni ?

Ég spyr sjálfa mig oft að því hvort ég sé stundum svona rosalega dugleg eða hvort ég sé bara ofvirk. Ég held að það sé seinni valkosturinn, ég er ofvirk. Dagurinn hjá mér byrjaði á slaginu sjö þegar Margrét "hringdi" á slaginu, "Mamma, hæ!" Vinnudagurinn hófst klukkan átta og endaði kl. 16:00. Þá var náð í Margréti brunaði með henni og kærastanum á Ísafjörð og eitt stykki hjól keypt, alveg spes fyrir mig (maður græðir þegar maður vinnur smá auka) :D Þegar heim var komið var tekið utan af rúminu og hent sængunum út í viðringu. Milli hálf sex og sex var farið á leikskólann og hann þrifinn, áður en ég fór þanngað henti ég kjúkling í ofninn. ég var búin að þrífa kl. 19:04 og fór þá heim og reddaði matnum. Eftir matinn byrjaði hamagangurinn, ryksugað, skúrað, skrúbbað, bónað og þarna inná milli var hugsað um barnið sitt og kærastann. Barnið var svo baðað og barnið svæft. Ég ákvað að enda góðan dag á því að fara út í góðan hjólatúr á nýja hjólinu, tekið aðeins á því, hjólað upp Hólinn og svona ... hressandi, þegar heim var komið voru teknar nokkrar styrktar- og teygjuæfingar. Sturtan var svo punkturinn yfir i-ið.

mmm ... ég hlakka til að leggjast uppí rúm, hreint og fínt inní herbergi, rúmið hreint og ferskt, ég hrein og fersk og ekki skemmir það að sofna með kærastann við hliðina á sér :)

Núna fer ég að velta því fyrir mér ... af hverju er ég að skrifa þetta hérna inná? Ætli það sé útaf því að ég sé svona rosalega dugleg að mér finnist það lífsins nauðsynlegt eða er ég bara svona ofvirk að ég geti ekki stoppað EÐA þarf ég bara að monta mig hvað ég er ógeðslega dugleg?
okei ... ég er hætt við að vera ofvirk, ég er dugleg ;)

2 ummæli:

Vera sagði...

Ég varð nú bara þreytt eftir að hafa lesið um alla þessa dugvirkni ;) (see what I did there, I made a new word! DUG-leg + of-VIRKNI = dugvirkni...HAHA)





Jebb....I'm a sad litle person...

Ásta Björg sagði...

Ég held þú sért bara svona brjálað dugleg (því oft er vísað í ofvirkni sem eitthvað neikvætt og það gengur náttúrulega ekki!). Ég vildi samt óska að ég væri svona dugleg :s ég læri kannski eitthvað af þér í sumar..