Af því að akkúrat núna þá hef ég ekkert að gera og þar sem veðrið er ekkert svo skemmtilegt, dimmt og snjókoma ... þá ætla ég að stela myndum úr myndasafninu hans Gunnari mínum og sýna ykkur hvað væri hægt að gera skemmtilegt ef goða veðrið myndi sýna sig á morgun og það sem eftir væri af páskunum eða bara það sem eftir er vetrar!
Kíkja á Galtavita ... það er klassískt
Jeppast ... fara ótrúlegustu leiðir á bíl !!
Skíði ... á skíðum skemmti ég mér trallalalala
Ég væri til í að það væri sól og flott veður úti núna, svipað veður og í gær og sunnudaginn sl. það væri frábært! Páskaveður koma svo !! :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli