föstudagur, apríl 14, 2006

Anna Margrét


Ég held að þeir séu ófáir sem ekki hafa heyrt sögur af henni litlu systur minni henni Önnu Margréti. Ég er bara alltaf að komast að því hvað hún er mikill spekingur og forvitinn krakki um allt sem tengist lífinu og tilverunni.
Við áttum góða systrastund í morgun ... kúrðum uppi rúmi og höfðum það nice, þá fóru pælingarnar hjá henni að fjúka. Ég skal gefa ykkur punkta um nokkrar pælingar hjá henni :
* Dauðinn, hvert förum við og af hverju í ansk*** þurfa allir að deyja ?!
* Kærastar ... miklar spaugleringar á því sviði.
* Að eignast barn.
* Að fara aldrei til útlanda, þar eru alltof mikið að lífshættulegum dýrum sem gætu étið hana.
* Herinn og Bolafjall.
* Já og þegar hún verður 109 ára þá ætlar hún að verða liðug.
Ég elska þennan krakka ... frábært að eiga svona pælingasystkini ;)

Engin ummæli: